Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 89

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 89
sinni, þjóðfrelsishetju, sem ótrauður hafði barist gegn franskri heimsveldis- stefnu og síðan þeirri bandarísku, sem leysti Frakkana af hólmi. En friðarhreyf- ingarnar í dag fordæma Saddam Hussein af engu minni ákafa en aðrir og þá verð- ur það ekki trúverðug niðurstaða að samt skuli hann ekki látinn gjalda fyrir verk sín. Hefði viðskiptabannið eitt sér getað neytt Saddam út úr Kúvæt ef það hefði fengið nægan tíma til að virka? Hvað er nægur tími? Þrír, sex, níu mánuðir í við- bót? Hefði sú samstaða, sem tókst í upp- hafi um viðskiptabann, haldið þann tíma sem til þurfti? Var ekki eðlilegt að álykta sem svo að viðskiptabann stutt öflugu vopnavaldi hlyti að vera fljótvirk- ara? Og eftir að fjölmennt herlið er komið á staðinn, hvað er hægt að halda því þar lengi í varnarstöðu og án að- gerða? Hver hefðu viðbrögð almennings orðið í Bandaríkjunum og öðrum lýð- ræðisríkjum, sem eiga þarna fjölmennast herlið, eftir því sem á tímann og tauga- stríðið hefði liðið? Nei, skoðun á atburðarásinni frá 2. ágúst leiðir ekki í ljós að fljótfærni og taugaveiklunarviðbrögð hafi leitt til þessa styrjaldarástands. Hvert skref hef- ur verið vandlega skoðað, gagnstæðar skoðanir hafa fengið svigrúm til að tak- ast á, kostir verið vegnir og metnir, rannsóknarnefndir bandaríska þjóð- þingsins hafa tekist á við forsetann, full- trúar tuga landa hafa tekist á um orðalag og efni hinna tólf ályktana Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ekki stríð sem heim- urinn hefur álpast út í heldur ákveðið að vandlega yfirveguðu ráði. Þetta er vissu- lega harmleikur heimsins, stríð sem eng- inn óskaði eftir og allir skynsamir stjórn- málamenn reyndu að fyrirbyggja. Allar þær tilraunir strönduðu á þvermóðsku eins manns, Saddams Hussein. allt öðru máli gegnir ef við skoðum aðdragandann að innrásinni 2. ágúst. Saddam Hussein er ekkert ef hann er ekki sköpunarverk leiðtoga þeirra ríkja sem nú senda ungmenni sín út í opinn dauðann gegn hermaskínu hans í eyðimörkinni. Bandaríkin, Bret- land, Vestur-Þýskaland, Frakkland og Sovétríkin hafa selt honum vopnin, sem hann beitir nú gegn þeim, og byggt upp fyrir hann efna- og sýklaverksmiðjurnar sem hann ógnar heiminum með. Fram á síðustu stund var honum gert kleift að flytja inn tæki og tækni sem þarf til smíði kjarnorkusprengju. Saúdi-Arabar og Kú- væt fjármögnuðu átta ára stríðsrekstur hans gegn Iran og gáfu honum eftir tug- milljarða dollara skuldir að því loknu, þótt ekki væri það nóg að hans mati. Eftir dólgslega ræðu hans í apríl kom sendinefnd amerískra öldungadeildar- þingmanna í heimsókn til Bagdad og hrósaði Saddam, sem manni friðarins. Síðustu daga júlí sagði Saddam Hussein bandaríska sendiherranum, April Glasp- ie, því sem næst hreint út hvað til stæði, og hún flutti honum þau skilaboð frá yf- irmönnum sínum að Bandaríkin teldu sig engar skuldbindingar hafa um að tryggja óbreytt landamæri arabaríkja á þessum slóðum. Þegar Saddam beitti efnavopn- um gegn eigin þegnum af þjóðerni Kúrda fyrir tveimur árum bárust engin mótmæli frá lýðræðisríkjum í vestri. Af öllu þessu gat hann varla dregið aðrar ályktanir en að hann gæti komist upp með hvað sem er, svo lengi sem hann hróflaði ekki við öðrum heilögum bandamanni vestursins á þessum slóð- um, ísrael. Einnig þeir höfðu komist upp með það áratugum saman að virða allar HÖFÐAKAFFI VEISLUÞJÓNUSTA ER FERMINGARVEISLA í NÁND? Spariö ykkur erfiði og áhyggjur - viö bjóðum upp á: • Hlaðborð með girnilegum og fjölbreyttum réttum og eftirrétti. • Kaffihlaðborð með einum heitum rétti og eftirrétti. Við tökum að okkur allar almennar veislur. Þjónusta í hágæðaflokki og verðið er afar sanngjarnt. Pantið tímalega. o HÖFÐAKAFFI VAGNHÖFÐA 11 SÍMi 68 60 75 HEIMSMYND 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.