Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 36

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 36
LISTIR: Söngvaseiður Rómantíkin verður alls ráðandi á fjölum Þjóðleikhiissins þegar söngleikurinn heimsfrcegi, Söngvaseiður (betur þekktur sem Sound of Music), verður tekinn til sýninga upp úr miðjum marsmánuði. Margir eiga sennilega ljúfar minningar frá því þeir sátu í myrkrinu og nutu þess að horfa á hina ungu og fögru Julie Andrews hlaupa um grasi grónar hæðir austurrísku alpanna og dásama fegurð þeirra með söng sínum. Er komið að því að við Is- lendingar eignumst okkar Julie Andrews? Að sögn Benedikts Árnasonar leikstjóra verksins er þess tæpast að vænta því þótt Margrét Pétursdóttir, sem fer með hlut- verk lífsglöðu stúlkunnar sem nunnur senda í vist til að gæta sjö barna, sé góð leikkona og hafi sérlega hljómfagra rödd, þá sé leikritið talsvert frábrugðið kvik- myndinni. „Leikritið er mun beinskeytt- ara og langt frá því að vera væmið. Við höfum reyndar oft sagt okkar á milli að stóri kosturinn við okkar uppfærslu sé það að Julie Andrews sé víðs fjarri.“ Margrét, dóttir leikaranna Péturs Ein- arssonar og Soffíu Jakobsdóttur, stundaði leiklistarnám við leiklistadeild New York University í Bandaríkjunum, þar af einn vetur í sérstöku söngleikjanámi. Hún kom heim frá námi árið 1986 og réð sig skömmu síðar til starfa hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. „Pað verður spennandi að takast á við þetta hlutverk og örugglega mikið sungið,“ segir Margrét sem að sögn Bene- dikts hefur góða söngrödd sem hentar þessu tiltekna hlutverki fullkomlega. Sjálf segist hún eiga skemmtilegar minningar tengdar kvikmyndinni því Sound of Music var fyrsta „fullorðinsmyndin" sem hún sá. „Það er langt í frá að ég ætli mér að reyna að stæla leik Julie Andrews í myndinni, enda held ég að það sé ekki hægt að end- urtaka þannig verk annarra.“ Maria er fal- leg sál og mig langar til að skila henni þannig til áhorfandans án þess að hún verði væmin. Pað krefst þess að maður sjálfur sé hundrað prósent einlægur, því einlægni getur aldrei orðið væmin. Eg veit hins vegar að það verður erfitt að standa á sviðinu nánast með hjartað í hendinni.1' Fleiri listamenn taka þátt í uppfærslu sýningarinnar. Jóhann Sigurðarson leikur Von Trapp kaptein sem lætur heillast svo af ungu barnfóstrunni að hann lætur kærustuna, Elsu sem leikin er af Helgu Jónsdóttur, sigla lönd og leið. Elstu dóttur greifans leikur nýútskrifuð leikkona, Steinunn Olína Þor- steinsdóttir, en hinar fjórar dæturnar leika ungar og eflaust upprennandi leikkonur sem valdar voru úr hópi hundrað efni- legra stúlkna eftir linnulausar söng- og leikprufur í heila viku. Léttara reyndist að skipa í hlutverk Trapps sonanna tveggja því þau Agnes Löve tónlistarstjóri og Benedikt prufuðu svip- aðan fjölda drengja í fyrravetur þegar verið var að leita að dreng til að fara með hlutverk Olívers í samnefndum söngleik eftir sögu Charles Dickens. Það verða því þeir Gissur Gissur- arson, Halldór Sveinsson og Ólafur Egilsson sem skipta með Margrét Pétursdóttir og Jóhann Sigurðarson fara með aðalhlutverkin í uppfærslu Þjóðleikhússins á söngleiknum þekkta, Söngvaseiöur. sér hlutverkum sonanna. Þá leikur Erlingur Gíslason Seller, umdæmisstjóra nasista, Örn Árnason leikur Max, heimilisvin Trapp fjölskyldunnar, og Ragnheiður Steindórsdóttir abbadís- ina sem sendir ungu konuna í vist hjá kapteininum. Búningar og leiktjöld koma að utan, enda annað tæpast hægt því sem stendur er allt í hers höndum í Þjóðleikhúsinu þar sem endurbótum á húsinu fer senn að ljúka. Flosi Ólafs- son þýddi verkið en Agnes Löve stjórnar 16 manna hljómsveit sem leikur undir hjá söngvurunum, auk þess sem hún er æf- ingastjóri tónlistar. Á verk eins og Söngvaseiður erindi til okkar? Benedikt bendir á hversu lítils virði lífið væri ef taka ætti frá okkur alla rómantík og fegurð, allt sem vekur von um betri tíð. „Er það ekki einmitt það sem stjórnmálamenn eru alltaf að bjóða þjóðinni, að vera bjartsýn?“ Hann bendir jafnframt á að þótt verkið sé öðrum þræði rómantísk ástarsaga þá fléttast einnig inn í pólitísk saga þessa tímabils. Verkið gerist árið 1938, í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar þegar nasisminn er að breiðast út í Austurríki. Boginn er hátt spenntur hjá aðstand- endum sýningarinnar og verður spennandi að sjá hvernig til tekst með íslenska útfærslu þessa heimsfræga söngleiks. - LAUFEY ELÍSABET LÖVE 36 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.