Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 86

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 86
var í stundatöflu beggja. „Mér fannst ofsalega gaman að þurfa að lesa í gegn- um fullt af nótum og fá síðan að syngja á tónleikum í skólanum, en sellóið var áfram númer eitt.“ Andrea hætti söngn- áminu að sinni og það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar að hún fór með upptökur af tónleikum til Guðmundu sem eins og áður sagði hvatti hana til að leggja út á þessa braut. Pegar náminu í Söngskólanum var að ljúka hafði And- rea tekið að grennslast fyrir um fram- haldsskóla erlendis en gat ekki ákveðið hvert hún ætti að fara. Þegar hún var síðan beðin um að syngja með hljóm- sveitinni Grafík ákvað hún að slá til. „Eg var vitanlega ekkert að spyrja neinn hvað væri við hæfi í þessum málum, hvort það hentaði með klassíska söngn- um að syngja rokk eða ekki. Reyndar þorði ég ekki að segja Guðmundu frá því að ég væri að taka upp plötu með hljóm- sveit þannig að hún vissi ekkert fyrr en hún sá mig í sjónvarpinu. Guðmunda tók þessu með jafnaðargeði og sagði að þetta hefði verið gott hjá mér, en að ég hefði svo sem mátt segja henni frá því áður.“ Andrea segist ekki sjá eftir því hvernig málin þróuðust. „Ég hafði aldrei hugsað mér að gera sönginn að ævistarfi. í upp- hafi var ég bara að kynna mér þessa teg- und tónlistar og tók hvert söngstig fyrir sig. Þetta var mest forvitni og ég hafði gaman af þessu.“ andrea hefur alla tíð haft mikla sköpunarþörf hvort sem viðfangs- efnið er tónar, litir eða einhvers konar föndur. Þar er maturinn ekki undanskil- inn. Hún hefur lengi haft þá áráttu að vilja skreyta mat. „Þorvaldur hlær alltaf jafn mikið að þessu. Þegar við smyrjum okkur sitt hvora brauðsneiðina, til dæm- is þegar við komum heim af tónleikum um miðja nótt, vilja þær verða ansi ólík- ar. Mín girnilega skreytt með lauk, kryddi og sítrónu meðan hans er afskap- lega hversdagsleg hrúga af áleggi Sköpunargleði Andreu hefur einnig fengið útrás í myndlist. Þegar hún fór í lýðháskólann í Stavanger skráði hún sig upphaflega í tónlistardeildina en komst fljótlega að því að þangað hafði hún lítið að sækja. Skólafélagar hennar höfðu fæstir nokkra tónlistarmenntun og við það var kennslan miðuð. Andrea eyddi því fyrri hluta vetrar að mestu í að prjóna peysur en til að nýta tímann betur ákvað hún að skrá sig í myndlistardeild- ina síðari önnina. Þar lærði hún olíumál- un, norska rósamálun og var í keramík. Framleiðslan varð fljótlega svo mikil að Andrea sá fram á að hún kæmist aldrei heim með öll þessi ósköp og ákvað því að hætta. Þetta ár í Noregi átti vel við hana og hún segist vel hafa getað hugsað sér að vera þar lengur, jafnvel setjast að á þessum tíma. Það þarf ekki að koma neinum á óvart þegar Andrea segist ekki geta gert upp á milli djass, blús, popps og klassískrar tónlistar. „Mér líður alltaf best með því sem ég er að gera hverju sinni. Ég tjái mig á ólíkan hátt með mismunandi teg- undum tónlistar. Þannig get ég til dæmis gert hluti í blúsnum sem ég get ekki leyft mér að gera með Todmobile og öfugt.“ Eitt er það þó sem Andrea er ekki í nokkrum vafa um, án tónlistar gæti hún ekki hugsað sér lífið. „Ég gæti verið án sjónvarps, án ritvélar og hætt að fara í bíó en ekki án tónlistarinnar. Hún er svo stór hluti af sjálfri mér. Þótt ég hefði ekki orðið söngkona þá hefði ég örugg- lega alltaf fundið mér eitthvað að gera sem tengdist tónlist. Ætli ég væri ekki að vinna með börnum að tónlist." Andrea segir þó að hún hefði vel getað hugsað sér að verða leikkona. „Einhvern veginn hef ég alltaf verið leikkona í mér og það nýtist mér við túlkun tónlistar, því leikur er viss hluti af því að koma fram. Maður þarf að hafa það í sér að geta sett sig inn í mismunandi aðstæður því hvert lag er í raun nýtt hlutverk." En það getur ein- mitt verið mjög erfitt. Andrea segir tón- leika vera gífurlega krefjandi. Þau gefi allt sitt í flutning tónlistarinnar og þegar tjaldið síðan fellur grípi hana tómleika- tilfinning. „Stundum setjumst við þá nið- ur og fáum okkur bjór, rétt til að ná and- anum. Þegar við Þorvaldur komum heim á næturnar gerum við reyndar líka mikið Ný háreyðingartækni ( dcpitron Nýjung í varanlegri háreyðingu! Engin nál - enginn sársauki. Höfum einnig varanlega rafmagnsháreyðingu með nál. Bjóðum upp á mjög virka húðmeðferð ásamt allri almennri snyrtiþjónustu. ÁRSÓL Grímsbæ, Efstalandi 26 sími 31262 86 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.