Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 82
þetta - og ég trúði því ekki á meðan
þetta stóð yfir hvað það var auðvelt. Síð-
asti þátturinn tók aðeins tvær klukku-
stundir. Allt í einu hafði runnið upp fyrir
mér ljós og ég gekk hreint til verks.
Hann spurði mig ekkert um það hvort
annar maður væri kominn í spilið og ég
spurði hann einskis heldur.“
Hún brosir dauflega við tilhugsunina
um hið nýja ástarsamband og þann orð-
róm sem hugsanlega er á kreiki þegar
kvæntir menn fara að heiman. „Auðvit-
að líta einhverjir á mig sem hjónadjöful
en maður ögrar ekki góðu hjónabandi. í
mínu tilfelli var þetta ást við fyrstu sýn.
Hann reyndi í tvígang að slíta samband-
inu við mig og ég reyndi að sætta mig við
það, væri einhver von að hann gæti lagað
hjónaband sitt en það gekk ekki. Það var
um það leyti sem ég hélt að öllu væri
lokið á milli okkar að ég sótti um leik-
hússtjórastöðuna á Akureyri,“ segir hún
og brosir. „Svo kom að því að hann birt-
ist einn dag’inn og sagði að hitt dæmið
gengi ekki upp. Okkur finnst báðum við
vera að upplifa stóru ástina í lífinu. En
auðvitað situr maður undir þeim ásök-
unum að byggja hamingju sína á óham-
ingju annarra."
Þegar ég spyr hana hvort hún haldi að
ást af þessu tagi vari eitthvað frekar,
svarar hún með jái en bætir svo við: „Ég
er ákveðin í að njóta hennar meðan hún
er og við eigum vel saman. Hann er mik-
ill athafnamaður og ég hef alltaf þráð að
geta hallað mér upp að svona breiðu
brjósti. Ástin er veruleiki. Það er ekki
svo lítill skáldskapur sem er kominn á
pappír vegna ástarinnar og flestir eru að
leita hennar."
Signý hefur áður gegnt stöðu leikhús-
stjóra á Akureyra. Það var á árun-
um 1982 til 1986. Frá þeim tíma hefur
hún verið leikhúsritari Þjóðleikhússins.
„Þegar við fluttum í bæinn 1986 gekk ég
á fund Gísla Alfreðssonar þjóðleikhús-
stjóra og spurði hann hvort hann hefði
eitthvað að gera fyrir mig. Þá var Árni
Ibsen í ársfríi og Gísli réð mig á staðn-
um. Árni gegnir nú stöðu leikhúsráðuna-
utar og við höfum starfað mikið saman.
Ég hafði öðlast dýrmæta reynslu hjá
Leikfélagi Akureyrar. Á Stykkishólmi
hafði ég séð þetta starf auglýst laust 1982
og sótti um. Ég fór í viðtal og fékk tæki-
færið. Ég var með minnimáttarkennd
þar sem ég var aðeins með BA gráðu en
síðar hef ég komist að því að menntunin
-skiptir ekki öllu máli í leikhúslífinu held-
ur einnig reynslan. Sjáðu einn okkar
fremsta leikstjóra, Þórhildi Þorleifsdótt-
ur, sem er ballettmenntuð. Auðvitað
veit ég að margt vel menntað fólk fær
ekki þau tækifæri sem skyldi. Kunnings-
skapurinn skiptir miklu máli í íslensku
leikhúslífi sem annars staðar. Ég naut
þess að hafa lært á Norðurlöndum þar
sem meginþorri íslensks leikhúsfólks,
sem nú ræður ríkjum, var við nám.
Margir sem koma heim eftir sérnám í
Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakk-
landi njóta ekki þessara tengsla. Og það
eru margir ungir leikstjórar, sem við
köllum unga, sem eru ekki enn búnir að
fá tækifæri. Þetta á sérstaklega við um
konur. Þær þurfa að starfa í skólum og
með áhugaleikfélögum eða frjálsum leik-
hópum. Konur þurfa í ríkum mæli að
skapa sér sín eigin atvinnutækifæri. Samt
heyrir maður í körlum sem finnst nóg
um framgang kvenna. Þegar leikhús-
stjórastaðan við Borgarleikhúsið var
auglýst sóttu sjö konur um en fjórir karl-
ar. Ég vil alls ekki gagnrýna þá ákvörð-
un að Sigurður Hróarsson hafi fengið
starfið - hann var vel kynntur innanhúss
- en maður heyrði þá að vilji væri fyrir
því að kona yrði ráðin. Það er alveg ljóst
að konur hafa þurft að berjast miklu
harðar en karlmenn. Ég get nefnt dæmi
um mjög vel menntaðar konur sem enn
hafa ekki fengið næg tækifæri eins og
leikstjórana Hlín Agnarsdóttur og Ing-
unni Ásdísardóttur."
Reynsla hennar af leikhúslífinu hefur
gert hana meðvitaðri um stöðu kvenna.
„Þær konur sem hafa náð árangri eru
kallaðar frekjur. Ég hálfskammast mín
fyrir að hafa ekki fengið þann stimpil
sjálf. Enda var ég allt of hógvær þegar ég
hóf störf sem leikhússtjóri á Akureyri,
dæmigerð kona í allri framgöngu og lét
karlana oft vaða yfir mig í ákvarðana-
töku. Svo lærðist mér að karlar eru ekki
vitrari en konur. Ég lærði að treysta eig-
in dómgreind og því fylgir visst öryggi í
stjórnunarstarfi. Áðsóknin hjá LA rauk
upp á tveimur árum enda var ég bæði
heppin í verkefnavali og með leikstjóra.
Ég fékk athugasemdir fyrir að ráða oft-
ast konur en það gerði ég ekki meðvitað.
Bríet Héðinsdóttir var fyrsti leikstjórinn
sem ég réð og Þórhildur Þorleifsdóttir
leiddi síðan söngleikinn My Fair Lady til
sigurs. Þórhildur er geysilegur skipu-
leggjandi, hugmyndarík og sérstaklega
nösk við val á listamönnum. Sjálf gerði
ég þá vitleysu þegar ég tók við starfinu
að leikstýra barnaleikriti sem ég hafði
skrifað sjálf. Ég fékk sjokk við álagið, að
þurfa að endurskrifa leikritið á nóttunni
eftir tillögum leikaranna á daginn og
hætti eftir það að skrifa leikrit eða gera
tilraun til að leikstýra þeim.“
hún segist einnig hafa læknast af
leikarakomplexnum árin sem hún
var hjá LA. „Þetta er svo erfitt starf.
Það er sama hve hæfileikaríkur leikarinn
er, hann fær aldrei tækifæri til að full-
nægja metnaði sínum. Fastráðnir leikar-
ar þurfa að leika hvað sem er og hinir
líða fyrir skort á tækifærum. Þegar ég
hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu var ég vöruð
við því að þetta væri ógurleg ljónagryfja,
sem lýsir ákveðnum fordómum í garð
leikhússins og leikaranna almennt. Hjá
Þjóðleikhúsinu eru starfandi margir
helstu listamenn þjóðarinnar. Þar má
nefna alla af elstu kynslóðinni, Róbert,
Rúrik, Herdísi og fleiri. Fólk sem hóf
feril sinn fyrir um fjörutíu árum og lék
öll kvöld árum saman á föstu kaupi en
ekki á sýningarkaupi eins og núna. Elstu
leikararnir eru einnig mjög vel menntað-
ir en þeir sóttu flestir nám til útlanda.
Vandi Þjóðleikhússins núna er ef til vill
sá að það er svo erfitt að yngja upp því
svo margir eru fastráðnir. En af yngri
leikurum eru einnig margir mjög góðir
og nefni ég Sigurð Sigurjónsson sem
dæmi. Hann er gæddur hæfileikum sem
birtast aðeins á nokkurra áratuga fresti.“
Margir hennar nánustu vina eru innan
leikhússins. „Það er óhjákvæmilegt ann-
að en að tengjast sumu fólki vináttu-
böndum sem maður starfar náið með.
Kristín Hauksdóttir, sýningarstjóri í
Þjóðleikhúsinu, er í hópi minna bestu
vinkvenna sem og Þórunn Sigurðardóttir
leikstjóri. Á Akureyri hef ég tengst Þór-
ey Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra
leikfélagsins, náið og Sunnu Borg leik-
konu. Hún er náttúrutalent. Amma
hennar var Stefanía Guðmundsdóttir
leikkona. Eitt sinn var Sunna að æfa
hlutverk í Þjóðleikhúsinu og gekk mjög
illa. Hún þurfti að endurtaka atriðið
trekk í trekk. Svo allt í einu tókst henni
þannig upp að þeir sem voru í salnum
stóðu upp og klöppuðu. Jóna Rúna
Kvaran var þá hvíslari og sagði við
Sunnu: Fannstu ekki sparkið sem þú
fékkst? Hún sagði henni að amma henn-
ar Stefanía hefði setið á svölunum og allt
í einu verið nóg boðið og sparkað ungu
konunni inn á sviðið í lokaatrennunni.
Ég veit að Sunna biður ömmu sína um
hjálp í huganum áður en hún stígur inn á
leiksvið. Sunna er dæmi um einstaka
hæfileika sem ganga í ættir. Og þeir eru
að verða æ meira áberandi. Af ungum
leikurum má nefna Þór Tulinius en hann
er barnabarn Brynjólfs Jóhannessonar.
Stefán Jónsson er barnabarn Haraldar
Björnssonar og unga leikkonan í
Söngvaseyði, Margrét Pétursdóttir, er
dóttir leikaranna Péturs Einarssonar og
Soffíu Karlsdóttur. Tinna Gunnlaugs-
dóttir er dóttir Herdísar Þorvaldsdóttur,
Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir eru
systkini og ekki má gleyma ættboganum
frá Þorsteini Ö. Stephensen.“
Signý verður dreymin á svipinn þegar
hún rifjar upp hvaða leikarar hafi
haft mest áhrif á hana. „Helga Valtýs-
dóttir og Kristbjörg Kjeld voru alltaf
mínar stóru fyrirmyndir. Ég gleymi
aldrei Helgu sem barn þar sem hún stóð
á sviði Þjóðleikhússins í alls konar hlut-
verkum, svo frábærlega dramatísk. Eða
Kristbjörgu Kjeld þegar ég sá hana ellefu
ára í Andorra. Þar var hún í hlutverki
geðveikrar stúlku.“ Hún stendur upp og
hermir eftir tilburðum Kristbjargar fyrir
hartnær þrjátíu árum.
Hún segist ekki lesa mikið af leikrit-
um. „Það er aldrei nægur tími. Satt að
82 HEIMSMYND