Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 43

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 43
1932 hannar kventískuhönnuðurinn Elsa Schiaparelli jakka með axlapúðum sem gera hálsinn fínlegri. 1935 lýsti Elsa Maxvell, víðfrægur veisluhaldari frægðarfólksins, yfir: „Ég hef svo margar undirhökur, að ég verð að stinga bókarmerki á milli þeirra til að finna perlufestina mína.“ 1938 Tvenns konar tískuhneigðir gefa hálsinum nýja áherslu: hlýralausi kjóll- inn, eftirlæti nýliðanna í samkvæmislífi heldra fólksins, og háir, turnlaga hattar. 1941 Tíska frá Viktoríutímanum sem dró athygli að hálsinum var endurlífguð: uppgreitt hár, gimsteinum prýdd hunda- hálsbönd og svartir flauelsborðakragar." Örsmátt höfuð, í jafnvægi á löngum hálsi, eins og fíngerðum sigurnagla, er nú keppikefli tískunnar,“ sagði í Harp- er’s Bazaar. Greta Garbo teygir úr háls- inum (hér fyrir ofan). 1947 Hið Nýja útlit Diors kynnir vanga- mynd þar sem fínlegt höfuð hvílir á há- um, grönnum hálsi yfir aðskorinni treyju eða bol. Vogue birtir myndskreytta grein um Hálstískuna (sjá neðar). 1950 Elisabeth Arden kynnir sérstakt hálskrem. 1950 og áfram. Dior og Balenciaga sníða föt í skörpum, geómetrískum mynstrum. Öll áhersla er lögð á háls og fótleggi, sem hvorir tveggja verða að vera nær endalausir. Hálsbönd, sem breiða úr sér eins og smekkir, gera háls- inn enn grennri. ; w f f ■ 1953 Audrey Hepburn (fyrir ofan), sem hlaut maklegt lof fyrir „lengsta háls í skemmtiiðnaðinum“, þreytti frumraun sína í Hollywood í Roman Holiday. 1954 Furðulegar stellingar teknar upp af tískusýningarstúlkum: gíraffalangir hálsar teygðir fram, ávalar herðar, bogið bak (fyrir neðan). 1965 Bítlarnir hefja rúllukragann til vegs. 1966 Dýrðardagar falskra lokka (hálf tylft notuð í einu) skapa stóra höfuðið á grönnum útlínum hálsins (forsíðumynd Vogue 1966 fyrir neðan). Ráðleggingar Vogue: „Dragið hárið upp - eins langt upp og þið getið. Lengd hálsins er hræðilega mikil- væg - skiptir sköp- um.“ Demant- skragi (að ofan til hægri) frá sama ári. 1966 Frumsýn- ingin á Diminir skuggar, vinsælum sjónvarpsþætti á dagtíma, kynnir blóð- suguna Barnabas Collins. 1967 Kústskaftsgilda sýningarstúlkan Twiggy flíkaði hálsi, fótleggjum og örm- um af álíka gildleika. Aðrar hálsáhersl- ur: Axlasíðir eyrnalokkar og mittissíðar perluhálsfestar. 1970 Athyglin beinist að neðri hluta lík- amans, sem hulinn er sokkabuxum eða buxum og sólaþykkum skóm. Hálsinn er hulinn slæðum og drukknar í axlapúð- um. Ein af fáum hálsáherslum: fráhneppta, flegna hálsmálið, sem leyfist að degi til. 1976 Gadda- eða bólugreypt hunda- hálsbönd verða aðalsmerki pönkaranna. Viðtal við blóðsugu eftir Önnu Rice kemur út. 1980 Aðskornir, mjóaxla æfingagallar og hönnunin frá Azzedine Alaia út- heimta fullkomnar stellingar; langur háls myndar jafnvægi útlínanna. Dallas og Dynasty endurlífga flegna kvöldkjólinn og háls skreyttur stórum gimsteinum teygir úr sér á ný. Við lok áratugarins dregur stutt hárgreiðsla athyglina aftur að hálsinum. Romeo Gigli hannar stíl - krónublaðalagaða blússukraga, sjalkraga stutttreyjur og ofurlanga eyrnalokka (fyrir neðan) sem gera kröfu um stilk- mjóan háls. □ HEIMSMYND 43 HEIMSM1-24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.