Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 43
1932 hannar kventískuhönnuðurinn
Elsa Schiaparelli jakka með axlapúðum
sem gera hálsinn fínlegri.
1935 lýsti Elsa Maxvell, víðfrægur
veisluhaldari frægðarfólksins, yfir: „Ég
hef svo margar undirhökur, að ég verð
að stinga bókarmerki á milli þeirra til að
finna perlufestina mína.“
1938 Tvenns konar tískuhneigðir gefa
hálsinum nýja áherslu: hlýralausi kjóll-
inn, eftirlæti nýliðanna í samkvæmislífi
heldra fólksins, og háir, turnlaga hattar.
1941 Tíska frá Viktoríutímanum sem
dró athygli að hálsinum var endurlífguð:
uppgreitt hár, gimsteinum prýdd hunda-
hálsbönd og svartir flauelsborðakragar."
Örsmátt höfuð, í jafnvægi á löngum
hálsi, eins og fíngerðum sigurnagla, er
nú keppikefli tískunnar,“ sagði í Harp-
er’s Bazaar. Greta Garbo teygir úr háls-
inum (hér fyrir ofan).
1947 Hið Nýja útlit Diors kynnir vanga-
mynd þar sem fínlegt höfuð hvílir á há-
um, grönnum hálsi yfir aðskorinni treyju
eða bol. Vogue birtir myndskreytta
grein um Hálstískuna (sjá neðar).
1950 Elisabeth Arden kynnir sérstakt
hálskrem.
1950 og áfram. Dior og Balenciaga
sníða föt í skörpum, geómetrískum
mynstrum. Öll áhersla er lögð á háls og
fótleggi, sem hvorir tveggja verða að
vera nær endalausir. Hálsbönd, sem
breiða úr sér eins og smekkir, gera háls-
inn enn grennri.
; w
f
f
■
1953 Audrey Hepburn (fyrir ofan), sem
hlaut maklegt lof fyrir „lengsta háls í
skemmtiiðnaðinum“, þreytti frumraun
sína í Hollywood í Roman Holiday.
1954 Furðulegar stellingar teknar upp
af tískusýningarstúlkum: gíraffalangir
hálsar teygðir fram, ávalar herðar, bogið
bak (fyrir neðan).
1965 Bítlarnir hefja rúllukragann til vegs.
1966 Dýrðardagar falskra lokka (hálf
tylft notuð í einu) skapa stóra höfuðið á
grönnum útlínum hálsins (forsíðumynd
Vogue 1966 fyrir neðan). Ráðleggingar
Vogue: „Dragið hárið upp - eins langt
upp og þið getið.
Lengd hálsins er
hræðilega mikil-
væg - skiptir sköp-
um.“ Demant-
skragi (að ofan til
hægri) frá sama
ári.
1966 Frumsýn-
ingin á Diminir
skuggar, vinsælum
sjónvarpsþætti á dagtíma, kynnir blóð-
suguna Barnabas Collins.
1967 Kústskaftsgilda sýningarstúlkan
Twiggy flíkaði hálsi, fótleggjum og örm-
um af álíka gildleika. Aðrar hálsáhersl-
ur: Axlasíðir eyrnalokkar og mittissíðar
perluhálsfestar.
1970 Athyglin beinist að neðri hluta lík-
amans, sem hulinn er sokkabuxum eða
buxum og sólaþykkum skóm. Hálsinn er
hulinn slæðum og drukknar í axlapúð-
um. Ein af fáum hálsáherslum:
fráhneppta, flegna hálsmálið, sem leyfist
að degi til.
1976 Gadda- eða bólugreypt hunda-
hálsbönd verða aðalsmerki pönkaranna.
Viðtal við blóðsugu eftir Önnu Rice
kemur út.
1980 Aðskornir, mjóaxla æfingagallar
og hönnunin frá Azzedine Alaia út-
heimta fullkomnar stellingar; langur háls
myndar jafnvægi útlínanna. Dallas og
Dynasty endurlífga flegna kvöldkjólinn
og háls skreyttur stórum gimsteinum
teygir úr sér á ný. Við lok áratugarins
dregur stutt hárgreiðsla athyglina aftur
að hálsinum. Romeo Gigli hannar stíl -
krónublaðalagaða blússukraga, sjalkraga
stutttreyjur og ofurlanga eyrnalokka
(fyrir neðan) sem gera kröfu um stilk-
mjóan háls. □
HEIMSMYND 43
HEIMSM1-24