Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 19
Bestu jólabækurnar eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR: LES BÆKUR EFTIR VINI MÍNA Friðrik Pór kveðst hættur að fá jólagjafir og þar af leiðandi þurfi hann að útvega sér þær bækur sjálfur sem hann hafi áhuga á fyrir jólin. Engu að síður hefur hann flett í gegn um nokkrar ný- útkomnar jólabækur: „Þær bækur sem ég hef nú þegar gluggað í eru Klettur í hafi - bók þeirra Sigmundar Ernis og Ara Trausta, bók Tolla og Einars Más, skáld- sögu Guðbergs Bergssonar, Svaninn, og bók eft- ir hann Hafliða Magnússon á Bfldudal þar sem hann segir skemmtilegar sögur úr þorpinu. Ann- ars fannst mér vanta fleiri skáldsögur um þessi jól eins og svo oft áður. Þetta eru allt mjög góðar ritsmíðar en ég á eftir að lesa heilmargar bækur ennþá, þar á meðal íslenska drauminn eftir Guð- mund Andra Thorsson." „Ástæðan fyrir því að ég les bækurnar sem ég nefndi er sú að ég á svo marga vini og kunningja úr rithöfundastétt sem ég er skyldugur til að fylgjast með vegna þess að þetta eru menn sem sjá mínar myndir." Færðu innblástur sem kvikmyndagerðarmaður við lestur bóka? „Já, en fremur við lestur ljóða en skáldsagna. Við lestur ljóða kvikna oft hugmyndir sem ég nýti mér í kvikmyndagerð." FRIÐRIK SHOPUSSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA: LEYNILÖGGUSÖGUR, SAGA REYKJAVÍKUR OG FJÁRLÖGIN Við spurninguna um lestur jólabókanna stundi fjármálaráð- herra enda hafði hans jólabók þetta árið verið fjárlögin. Þá vit- um við það að samviskan nagar hann ekki eftir þessi jól. Að ölli gríni slepptu gaf ráðherrann sér tíma til að blaða í Sögu Reykjavíkur sem rituð er af Guðjóni Friðrikssyni: „Sú bók er sérstaklega skemmtileg svona yfir að líta en nánari lestur á henni verður að bíða betri tíma. Ætli hún komi ekki til með að duga mér út árið. Annars sökkti ég mér niður í leyni- löggureyfara fyrir svefninn þessi jól. Slíkar sögu rífa mig helst út úr gráma hversdagsleikans. Það eru hins vegar margar nýútkomnar bækur sem mig langar til að lesa, til dæmis bókin um Jónas frá Hriflu og ég mun ugglaust lesa nokkrar skáld- sögur og ljóð þegar og ef tími gefst til.“ Friðrik segist enginn bókaormur það sé hins vegar eiginkona hans Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir: „Munurinn á mér og eiginkonu minni er sá að hún lætur bækur hafa forgang fram yfir margt annað í frítíma sínum. En mér finnst ég hins vegar ekki koma öðru að en skýrslum frá ríkisendurskoðun og minnispunktum sem tengj- ast starfi mínu á kvöldin,“ sagði Friðrik Shopus- son fjármálaráðherra. HENNÝ HERMANNSDÓTTIR DANSKENNARI OG FYRIRSÆTA: BÍÐ EFTIR BÓKAMÖRKUÐUNUM „Ég var mjög spæld þessi jól þar sem ég fékk enga bók í jóla- pakkann. Hins vegar hef ég áhuga á lestri margra bóka sem út komu um jólin. Þar ber fyrsta að nefna bókina um Heiðar sem ég hef þegar gluggað í og finnst verulega áhugaverð enda kemur hann víða við í þeim heimi sem mér er kunnugur. Ég ætla einnig að lesa ævisögu Árna Tryggvason- ar og bókina hans Ólafs Jóhanns Ólafssonar, og bókin um Ladda heillar mig einnig. Fyrir mér eru ævisögur afþreying þó ég lesi einnig bækur um dulræn málefni, ástarsögur og ljóð,“ sagði Henný. Þegar hún var barn og unglingur sagðist hún ekki hafa lesið mikið en nú bíði hún spennt eftir hinum árlegu bókamörkuðum því þá sé hennar tími: „Undanfarin ár hef ég keypt mér uppundir fimmtán bækur á bókamörkuðunum. Ef þær duga ekki til þá á ég greiðan aðgang að bóka- hirslum föður míns þar sem er að finna ógrynni af bókum.“ GUÐRÚN HELGADÓTTIR ALÞINGIS- MAÐUR OG RITHÖFUNDUR: BÖRNIN LÆRÐU ÓÐFLUGA UTAN AÐ „Ég komst að mestu í gegnum bók Guðjón Friðrikssonar - Sögu Reykjavíkur um jólin. Sú bók finnst mér ofsalega skemmtileg. Að öðru leyti las ég tilviljanakennt það sem barst inn á heimilið, þar á meðal las ég mér til töluverðrar ánægju bókina um hann Gísla Sigurðsson lækni í Kúvæt og Fógetavald Illuga Jökulssonar. Svo var það ein bók sem ég las oft- ar en aðrar þessi jól fyrir börn fjölskyldunnar en það var hin yndislega bók Þórains Eldjárns Óð- fluga. Sú bók naut alveg sérstakrar hylli þessi jól á mínu heimili. Börnin voru fljót að læra hana utan að og fóru með ljóðin í tíma og ótíma sem sýnir svo sannarlega hvaða þörf börn hafa fyrir rím og ljóðlist almennt," sagði Guðrún Helga- dóttir. „Mér finnst einnig nauðsyn að lesa Guð- berg, Guðmund Andra og um Jónas frá Hriflu. Svo ætla ég að lesa Ólaf Jóhann Ólafsson enda er ég ekki nærri nógu kunnug hans skrifum,“ bætti Guðrún við. Guðrún hefur sjálf hugsað sér að vera með í næstu jólabókaskriðu ef tími gefst til og halda sig við skrif fyrir börnin. argir hafa haft orð á því hvað Vigdís Finn- bogadóttir forseti Islands líti ljómandi vel út þessa dag- ana. Hún hefur verið forseti Islands í rúman áratug og þær ljósmyndir sem hafa verið teknar af henni á því tímabili skipta ugglaust orð- ið þúsundum. Af þeim má merkja hvernig forsetinn hefur smátt og smátt breytt um hárgreiðslu og nýlega hefur hún látið stytta hár sitt. Það fer henni mjög vel - eins og margir sjónvarps- áhorfendur tóku eftir þegar hún talaði til þjóðarinnar á nýársdag. Það er upplífgandi að sjá fólk blómstra í starfi! Það eru ekki margir þjóðar- leiðtogar sem eldast svona vel í starfi en þessi forseti segir líka sjálf að það sé heilmikið eftir af sumrinu í sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.