Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 53

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 53
þeim sömu laun og karlmönnum myndi það kosta atvinnurekendur og opinbera aðila mun meiri út- V8V'J|«s» . starfa. Það hlýtur líka að liggja í augum uppi að þjóðfélag sem menntar konur til jafns við karlmenn hlýtur að sjá sér hag í að nýta þá þekkingu sem konur búa yfir. Öll vitum við að ein- staklingar eru ólíkir að upplagi, sumir eru betur til þess fallnir en aðrir að bera ábyrgð og stjórna. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að slík hæfni skiptist eftir kyni, konur séu síður greindar en karlmenn eða skorti andlega getu til að tak- ast á við mikilvæg málefni. Góð dæmi um hæfni kvenna til að takast á við og fara með völd eru konur eins og Margrét That- cher, Gro Harlem Brundtland, Golda Meir og Mary Robin- son. Þá má benda á að þó að aukið jafnrétti kynjanna muni að ein- hverju leyti ganga á for- réttindi karla þá hljóta karlmenn sem feður, eiginmenn og bræður að sjá mikilvægi þess að stuðla að framgangi þessara mála. Annað sem bent hefur verið á er að karlmenn eru ólík- ir einstaklingar og kvöð- in um að vera „góð fyrir- vinna“ fellur misvel að persónuleika þeirra. Mörgum væri þægð í að eiginkonan væri ekki að- eins hálfdrættingur á við þá í launum þannig að framfærslu og umönnun heimilis mætti skipta jafnar. í dag er því oft þannig farið að vegna þess mikla launamisrétt- is sem við lýði er eiga hjón ekki annarra kosta völ en að karlmaðurinn stundi fulla vinnu og taki alla þá yfirvinnu sem býðst. Þannig æxlast því málin að konan leggur minna upp úr starfsframa og gengur ef til vill ekki eins hart fram í því að fá launahækkarnir. Heim- ilsfaðirinn er dæmdur til að vera fjarvistum frá fjölskyldu sinni í mun meira mæli en ef öflun tekna dreifðist jafnar. Aukið launajafnrétti gæti því skapað bæði konum og karlmönnum aukið svigrúm og kost á að velja sér lífsmynstur sem tekur meira mið af persónuleika þeirra og hæfileikum en kynhlut- verkum. kki má heldur gleymast að starfsframi og sanngjörn laun eru mannréttindi. Allir hafa upplifað þá miklu gleði og stolt sem því fylgir að fá greidd laun í fyrsta sinn. Það er hluti af sjálfsvirðingu hvers og eins að vera metinn að verðleikum af félögum og umhverf- inu. Konur sem finna fyrir því að fram hjá þeim er gengið þegar ráðið er í ábyrgðarstöður og að störf kynbræðra þeirra eru talin verðmætari að því leyti að þeim eru greidd hærri laun hljóta að líta á framlag sitt á vinnu- markaðnum sem léttvægt. Það felst mikil niðurlæging í því fyrir konur sem þjóðfélagshóp að litið sé á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að hefðbundin kvennastörf séu láglauna- störf. Hver hefur ekki heyrt fullyrt að með aukinni atvinnu- þátttöku kvenna í einhverri starfsgrein verði hún þar með lág- launastétt og er kennarastéttin oft tekin sem dæmi. íslenskt þjóðfélag þarf á konum að halda og þar er vinnu- markaðurinn ekki undanskilinn. Seint gleymist þegar konur lögðu niður vinnu einn haustdag á miðjum áttunda áratugnum HILDUR PETERSEN FRAMKVÆMDASTJÓRI stæða þess að konur eru ekki komnar í stjórnunarstöður í ríkara mæli en raun ber vitni held ég að byggist fyrst og fremst á gömlu vanmati. Það er heilmikið framboð af vel menntuðum konum á vinnumarkaðinum í dag. Á sumum heimilum er það hins vegar svo að vinna karlmannsins hefur forgang fram yfir vinnu konunnar. Hann getur því tekið að sér yfirvinnu en hún ekki vegna þess að heimilishaldið lendir mestmegnis á henni. Mín reynsla er sú að það sé helst vinnutíminn sem stöðvar konur í að sækja um stöðuhækkanir. Mér hefur fundist nokkuð bera á því að fólk um þrítugt taki ákvörðun um að eiga ekki börn. Þetta er ákaflega varhugaverð þróun að mínu mati og slæmt til þess að hugsa ef barnleysi er krafan sem við gerum til kvenna í ábyrgðarstöðum. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt fyrir konur að gæta sín á því að semja sig ekki út af vinnumarkaðinum með því að gera stöðugt kröfur um lengra fæðingarorlof. Kona er ekki jafn fýsilegur kostur í augum atvinnurekenda ef hætta er á að hún verði frá lengur en hálft ár vegna barneigna.“ Hildur rekur hundrað manna fyrirtæki en á engu að síður heimili og tvö börn. „Maðurinn minn er líka í krefjandi starfi en með góðu samstarfi er þetta hægt. Störf okkar beggja hafa jafnan forgang og við hjálpumst að við að sinna heimilinu. Það kemur þó alltaf fyrir öðru hvoru að við þurfum að leita til vandamanna með pössun fyrir börnin sem eru fjögurra og sjö ára. En í okkar augum er heimilið ekki iyrirstaða." til að leggja áherslu á kröfuna um aukið jafnrétti. Þá sást greinilega hversu stór hlutur kvenna í íslensku atvinnulífi var orðinn, þjóðfélagið hálflamaðist. vers vegna tekur vinnumarkaðurinn ekki betur á móti konum en raunin er, heldur setur þeim kosti sem eru illaðgengilegir? Neyðir þær nánast til að velja milli heimilis og starfsframa? Enn sem komið er hafa þær flestar tekið heimilið fram yfir vinnuna en þar er að vera breyting á. Konur eru teknar að líta stjórnunarstöður hýru auga. Við það að konur axla meiri ábyrgð á vinnumarkaðnum hlýtur eitthvað undan að láta á heimilunum nema vinnumarkaðurinn, eig- inmenn og feður taki höndum saman og leggi sitt af mörkum til að greiða konum leiðina til fullrar þátttöku og valda í ís- lensku samfélagi.D HEIMSMYND 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.