Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 45
þar sem boðist yrði til að borga tuttugu og fimm
yrði afskrifað um níutíu og fimm prósent. “
Arið 1990 vann Friðrik að ýmsum verkefnum, þar á
meðal í þrjá mánuði sem farandframkvæmdastjóri.
„Mitt hlutverk var að framkvæma að tillögum
rekstrarráðgjafa, sem hafði nýlokið við að gera út-
tekt á rekstri fyrirtækisins, hluti sem margir voru
erfiðir, sérstaklega gagnvart fólkinu sem vann
þarna.“ Að þessum þrem mánuðum loknum hafði
Óli Kr. Sigurðsson eigandi Olís samband við Frið-
rik og bað hann um að aðstoða sig við að undirbúa
hlutafjárútboð fyrirtækisins. Þeir Friðrik voru ekki
með öllu ókunnir, því Óli var formaður handknatt-
leiksdeildar Þróttar þegar Friðrik var upp á sitt
besta í handboltanum. Þá sat faðir Friðriks í stjórn Ölís þar
sem hann fór með hlut sinn og systkina sinna þegar Óli keypti
fyrirtækið. „Pabbi var ef til vill einn af þeim sem hafði hvað
mestan áhuga á því að selja honum fyrirtækið. Þannig var að
vissu leyti til staðar gagnkvæmt traust milli okkar. Við erum
mjög ólíkir, en náum vel saman.“ Fllutafjárútboðið í Olís
tókst betur enn nokkur hefði þorað að vona, þvert ofan í spár
spekinganna. Fllutabréfin seldust upp á þremur dögum. „Það
má læra mikið af Óla, hann hefur alltaf staðið fyrir utan
valdaklíkuna, ef þannig má að orði komast. En engu að síður
hefur hann orðið sterkefnaður af eigin rammleik. Flann er
einn af fáum mönnum sem ég þekki sem greinir strax hvað
eru aðalatriði í rekstri og hvað ekki og er fljótur að átta sig á
því hvort hlutirnir eru í lagi.“
Það er skammt stórra högga á milli. Þegar hlutafjárútboð-
inu var rétt nýlokið var fyrirtækið Skrifstofuvélar og Gísli
Jónsson lýst gjaldþrota. „Við heyrðum af þessu í útvarpinu á
miðvikudagskvöldi, gerðum sameiginlegt tilboð í þrotabúið á
föstudegi, því var tekið á sunnudegi, og ég var tekinn við sem
stjórnandi á mánudegi. Hlutafélagið sem við stofnuðum um
kaupin skýrðum við Viðreisn, okkur fanst það viðeigandi fyrir
samstarf sjálfstæðismanns og krata. Við rekum fyrirtækið
saman en ég sé um reksturinn. Óli hefur alltaf verið aðal fjár-
magnandinn en milli okkar er ákveðinn samningur þar sem
tryggir mér drjúgan hlut í félaginu, hvernig nákvæmlega það
skiptist á milli okkar er eiginlega ekki hægt að ræða.“
Hugmynd um að stofna nýtt fyrirtæki á tölvumarkaðnum
varð til í nóvember á síðasta ári. Auk þeirra Friðriks og Óla
Kr. standa IBM og Draupnisfélagið að stofnun þess en það
yrði langstærsta og öflugasta fyrirtæki með tölvur og alhliða
skrifstofutæki á landinu. „Við fáum okkar fyrirtæki metið
margfalt miðað við það sem við lögðum í það, eða 22,5 pró-
sent í nýja hlutafélginu en stofnhlutafé þess er um tvöhundruð
milljónir. Það er útséð að hlutabréf okkar í þessu nýja félagi
verða mikið meira virði en þau voru í Skrifstofuvélum. Eg
mun sitja í stjórn þessa félags fyrir hönd okkar Óla. Þetta er
nokkuð trygg fjárfesting, það hefur alla vegana lítið heyrst af
því að IBM láti fyrirtæki sem það á þrjátíu prósent hlut í fara
á hausinn. Það er verið að tjalda til langs tíma.“
Tilboð Friðriks í Almenna bókafélagið hefur vakið mikið
umtal, en félagið hefur lengi staðið höllum fæti og hefur verið
með greiðslustöðvun síðan fyrsta ágúst á síðasta ári. Skuldir
þess eru miklar en á móti kemur að það á umtalsverðar eignir,
sérstaklega í bókalager og svo eru talsverð verðmæti falin í
bókaklúbbi AB. Margir hluthafar í fyrirtækinu hafa reiðst til-
boði Friðriks þar sem ljóst er að þeir munu tapa fé sínu verði
því tekið. Fleiri bera skarðan hlut frá borði, þar á meðal rit-
höfundar. Aðrir benda á að þetta hafi verið sniðugur leikur
sem sýni best útsjónarsemi hans í fjármálum. „Bókaklúbbur
er í raun vél til að búa til peninga úr bókalager. Það eru tutt-
ugu og fimm þúsund einstaklingar skráðir í bókaklúbb AB,
þótt þeir séu ekki allir virkir þá eru þeir til á skrá og hafa
verslað við félagið í gegnum árin. Ég sé fyrir mér að það megi
nýta svona klúbb á miklu fleiri vegu. Það hefur verið reynt að
bjarga AB frá gjaldþroti með því að auka hlutafé þess en þrátt
fyrir að þessir fjölmörgu aðlilar legðu sitt af mörkum þá hefur
það reynst haldlítið. Þegar til átti að taka voru ekki allar
skuldir félagsins komnar fram. Þetta er gamla sagan, skíturinn
endar aldrei, það var ekki búið að grafa alveg niður í botn.
Þegar það hafði verið gert kom í ljós að þetta ágæta framlag,
milli fimmtíu og hundrað milljónir, var hvergi nærri nóg.
Skuldir voru enn verulegar eftir að búið var að selja Austur-
stræti 18 og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Það var því
ljóst að það þurfti meira til og þeir aðilar og félög sem höfðu
staðið í að reyna að bjarga AB, með því að leggja fram fjár-
magn, voru búnir að fá miklu meira en nóg. Þegar málum var
svona komið gerði ég stjórn Almenna Bókafélagsins tilboð
þar sem ég lýsti mig tilbúinn til að fjármagna nauðasamning
sem yrði lagður fyrir kröfuhafa, þar sem boðist yrði til að
borga tuttugu og fimm prósent af skuldum, gegn því að hluta-
fé yrði afskrifað um níutíu og fimm prósent. Þetta þýðir að
hlutur hluthafa myndi nær þurrkast úr, þeir sem kæmu inn til
að borga nauðasamningana tækju félagið yfir. Enn sem komið
er er enginn búinn að lofa mér neinu fjármagni en ég er búinn
að henda mér til sunds og skuldbinda mig persónulega fyrir
þessu þannig að ekki verður aftur snúið. Óli í Olís verður ekki
með mér í kaupunum á Almenna bókafélaginu, hann hefur
ekki áhuga á því og ekki Pressunni heldur. Þetta mál mun
ekki skýrast endanlega fyrr en 3. mars á þessu ári. En ég er
kominn inn í stjórn AB og þar er farið að undirbúa og vinna
málin eins og þau muni ganga. Sjálfur hef ég mikla trú á því
og hef ýmislegt fyrir mér.þar, því það er búið að frá vilyrði frá
svo mörgum kröfuhöfum."
Kaupin á Pressunni höfðu líka nokkurn aðdraganda.
Síðasta vor gerði Friðrik könnun á því hvað nýtt
vikublað myndi kosta og hvort markaður væri fyrir
það. Niðurstaða hans var sú að á íslenskum blaða-
markaði væri svigrúm fyrir nýtt vikublað. „f upp-
hafi var Pressan ekki inn í myndinni. En á haust-
mánuðum gáfu kratarnir ákveðin merki um að þeir
væru tilbúnir til viðræðna. Ég vissi upp á hár hvað
ég vildi og á endanum komumst við að samkomu-
lagi.“ Friðrik stendur einn að kaupunum á Press-
unni. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann
hafi fjármagnað kaupin. „Þegar maður tekur við
skuldsettu fyrirtæki þá þarf ekki að borga mikið út. Skuldirn-
ar verður þó alltaf að meta í ljósi þess hvort fyrirtækið sé þess
megnugt að standa undir þeim. Það má orða það svo að þótt
að Pressan sé skuldsett og í vanskilum þá séu skuldir samt inn-
an við helmingur af ársveltunni. Þetta segir manni að ef hægt
er að koma félaginu í jákvæðan rekstur þá getur það vel staðið
undir skuldunum. Ég tel mig hafa keypt Pressuna á sannvirði
og ætla mér að eiga hana og gera úr henni góðan hlut. Ég er
hins vegar ekki viss hvort ég læt verða af útgáfu nýs helgar-
framhald á bls. 78
HEIMSMYND 45