Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 50

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 50
KONUR TIL VALDA - í karlaklúbbum eins og Rótarý, Lions og Frímúrarareglunni verður til vinátta Konur í ábyrgðarstöðum skortir hins vegar oft slík tengsl. heim í hádeginu til að sækja börnin í leikskólann þegar að því kemur að finna mann til að leysa hann af um tíma. Pétur hef- ur þar með öðlast dýrmæta reynslu sem mun teljast honum til tekna þegar að því kemur að úthluta stöðuhækkunum. Hér er mikilvægt að atvinnurekendur séu á varðbergi, sýni vilja í verki og reyni að skapa konum tækifæri til jafns við karlmenn. Konur hafa látið sig dreyma um að koma upp svipuðu tengsla- neti og karlmenn í atvinnulífinu hafa gert. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar, en af einhverri ástæðu hafa slíkir hópar kvenna í atvinnulífi aldrei orðið langlífir. Samstaða karlmanna er hins vegar raunveruleg. Ungur maður sem gerist meðlimur í Rótarý, Lions eða Frímúrarareglunni binst hópi ráðsettra kynbræðra sinna sem kemur saman í hádeginu tvisvar í mán- uði til að ræða málin, skiptast á upplýsingum, ráðum og ábendingum. Þarna verður til vinátta og oft sterk hagsmuna- tengsl sem geta reynst mjög dýrmæt. Menn sem eru saman í Rótary eða Lions geta leitað hver til annars ef með þarf, spurt frétta, þreifað fyrir sér með nýjar hugmyndir og leitað þeim stuðnings. Konur hafa tekið að fikra sig hægt og bítandi upp á við í virðingarstiga vinnumarkaðarins. „Pær hafa aukið hlut sinn í millistjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá hinu opinbera en þar er eins og myndist ósýnilegt þak og konur komast ekki lengra,“ bendir Elsa Þorkelsdóttir á. En vilja þær í raun takast á við þessi ábyrgðamiklu störf? Eru konur tilbúnar til að axla ábyrgð á vinnumarkaðinum og lengja þar með vinnudaginn sem þegar er orðinn æði langur þegar ofan á fjörutíu stunda vinnuviku bætist ómæld vinna við rekstur heimilis og umönn- un barna. Því miður er það nefnilega enn svo að í flestum til- fellum bera konur hitann og þungann af heimilishaldi, þótt vissulega hafi þar orðið nokkur breyting á seinni árum. Stjórnunarstöður eru tímafrekar og krefjandi. Þar reynir á þætti eins og frumkvæði, útsjónarsemi, innsæi, mannleg sam- skipti og ekki síst sjálfsöryggi. Það hefur lengi loðað við konur að þær hafi ekki nægjan- legt sjálfstraust og séu meira hikandi er karl- menn. Þær grípi ekki tækifærin þegar þau gefast líkt og þeir. Sé konu boð- ið sæti í nefnd eða ráði sé hún mun líklegri en karl- maðurinn til að hafna boðinu og bera fyrir sig skýringu eins og þeirri að margir séu betur til starf- ans fallnir en hún. Skortur á sjálfstrausti kvenna get- ur verið ein skýringanna á því hvers vegna svo fáar konur gegna stjórnunar- stöðum en á alls ekki við alltaf. Jafnréttiskönnun sem gerð var á vegum BHM leiðir í ljós að um fjörutíu og tvö prósent há- skólamenntaðra kvenna lýsir áhuga á að komast í stjórnunarstörf þó áhugi karlmannanna í sömu könnun sé enn meiri eða sextíu prósent. Ahugi kvenna virðist því vera fyrir hendi þótt að nauð- synlegt sé að gera skýran mun á orðum og gerðum. Þegar konu er boðin krefjandi stjórnunarstaða á stórum vinnustað verður hún að huga að mörgum þáttum áður en hún gerir upp hug sinn. Því miður eru talsverðar líkur á að hún telji að sér sé stillt upp við vegg, valið standi milli fjölskyldu og starfs- frama, því aðstæður geri henni ekki kleift að samræma þetta tvennt. Sveigjanlegan vinnutíma hefur nokkuð borið á góma í tengslum við umræðuna um jafnrétti á vinnumarkaði. Tölvur og farsímar gera stjórnendum kleift að vera í tengslum við vinnustaðinn án þess að vera þar stöð- ugt í holdinu. Þáttur mannlegra tengsla verður þó seint metinn til fulls og viðvera stjórnenda er mikil- væg. Á mörgum sviðum atvinnulífsins verður ekki komist hjá því að vera við þann tíma sem bankar og EDDA HELGASON FRAMKVÆMDASTJÓRI ótt það séu hlutfallslega færri konur í / / ábyrgðarstöðum en karlmenn, þá gegna konur ""V eins og Guðrún Erlendsdóttir forseti Y Hæstaréttar og Salóme Þorkelsdóttir forseti þings mjög valdamiklum embættum. Konur eru lögfræðingar, læknar og alþingismenn. Ég 1 hef þá trú að allir sem hafa metnað og j| hæfileika geti fengið að njóta sín. Mergurinn málsins er að fjölskyldu- og atvinnulíf rekst oft á. Hjón sem vinna bæði mikið verða að hjálpast að við heimilisreksturinn og heimilismynstrið hlýtur fyrir vikið að verða að einhverju leyti öðruvísi en það hefðbundna.“ Edda er ein af fáum konum hér á landi sem eru í forsvari fyrir fjármögnunarfyrirtæki. „Ég tek gjarnan upp hanskann fyrir konur sem hafa sýnt að þær eru hæfar þegar verið er að veita stöðuhækkun. Það sama held ég að þeir menn geri sem eiga dætur og/eða konur. Hins vegar er ég ósammála þeim sem halda því fram að karlmenn reyni markvisst að stöðva framgang kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta á ef til vill við um klúbba karlmanna eins og Rotarý, þangað vilja þeir ekki fá konur. Atvinnurekandi sem ræður í stöðu metur hins vegar hæfni hvers einstaklings fyrir sig því það skiptir hann höfuðmáli að ráða besta fólkið. Það eru nokkur atriði sem atvinnurekandi hefur í huga þegar hann ræður fólk. Yfirleitt er það einhver ákveðinn aldur sem hann telur ákjósanlegastan fyrir umsækjanda. Hann lítur á menntun og starfsreynslu viðkomandi. Stjórnandi fyrirtækis þarf líka að vera ákveðinn og hafa mikla reynslu til að geta tekið ákvarðanir. Ef til vill er það ákveðnin sem konur vantar helst. Þær eru að eðlisfari meiri sáttasemjarar, en því má heldur ekki gleyma að það kemst enginn í toppstöðu án þess að vera góður sáttasemjari.“D 50 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.