Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 76
um voru haldnar til ágóða fyrir ekkjur eða eitthvert annað
gott málefni. En það gat nú farið svona og svona. Þóra skrif-
aði 1871: „I vetur var haldin handverksmannatombóla. Fyrsta
kvöldið gekk allt vel fram. Annað kvöldið heyrði ég sagt að
slagsmál hefði verið og ljósin slökknað, allir fullir og konurn-
ar, sem fyrir innan borðin stóðu, skírðar í öli og lýsi, en hafðu
ekki eftir mér blessuð, sagði Gróa á Leiti í Pilti og stúlku og
svo segi ég í þessu bréfi. Ekki veit ég hvernig þriðja kvöldið
var en líklega ekki betra. Svo héldu þeir ball á eftir.“
Fyrir kom þó að gripið var til óvenjulegra ráða til að lífga
upp á skammdegið og það gerðist einmitt í janúar 1870. Þá
tóku Vigdís Waage veitingakona og Sverrir Runólfsson stein-
höggvari sig til og efndu til nýstárlegrar uppákomu á Tjörn-
inni. Þóra biskupsdóttir skýrir svo frá:
„Mikið gekk á í vetur út á Tjörninni. Þar var „kanefart"
sem Vigdís og Sverrir voru forsprakkar fyrir. Var þar tjald
reist upp og logaði ljóstýra inni, sat þar Vigdís með flösku og
staup, en Sverrir með peningapyngju að taka mót borguninni
fyrir það sem Vigdís lét í té. Þeim sem hafa vildu, skammt frá
tjaldinu, voru tveir sleðar og var þeim snúið í hring af níu
mönnum. Sótti þangað margt fólk því að gott var veðrið, ekki
var samt mikið af fínu fólki þar. Það var eitthvað keimlíkt og í
Dyrehavsbakken á sumrin í Danmörku."
FLJÚGANDI FART Á TJÖRNINNI
Næsti vetur var ekki eins viðburðaríkur. Þóra biskupsdóttir
skrifar í lok mars 1871:
„Ekki hefur nú margt við borið í vetur, svo ekki verður
spunnið langt úr því, en ætla ég að tína það ég man og byrja á
böllunum fyrst fólkið álítur mig svoddan dansehest. Tvö hafa
þau verið en aðeins á annað þeirra fór ég og var það mikið
skemmtilegt. Nú verður víst ekkert ball á konungsins fæðing-
ardag í skólanum því piltarnir vilja ekki hafa það, en þeir fá
ekki heldur ball. A hverjum miðvikudegi hafa embættismenn
og kaupmenn haft samkomu hjá Ola Möller og þykjast vera
að ræða um gagnleg málefni!!!. Stiftamtmannsfrúin hefur boð-
ið nokkrum ungum stúlkum að koma upp eftir á hverjum mið-
vikudegi, annan daginn frá fimm til sjö, en hinn frá fimm til
ellefu og syngja, þykir okkur það skelfing gaman. . . höfum
við sungið af Elverskud, er það dæmalaust fallegt, náttúrlega
fjórraddað. - Skautaferðir hafa ekki verið miklar hér í vetur
fyrir dömur því ýmist hefur verið snjór á Tjörninni eða hvasst
svo vindurinn hefur tekið í pilsin og það er ekki hentugt. Ég
hef verið alls þrisvar og var ég farin að geta rennt mér einsöm-
ul, fór ég með staf og er það ágætt. Stundum leiddu mig herr-
ar og fór ég þá í fljúgandi fart á stað en maður lærir ekki eins
mikið á því og að bögglast einsömul við það.“
Það skal hér tekið fram að mikill uppreisnarandi var meðal
skólapilta í Lærða skólanum um þessar mundir og sú var
ástæða þess að fella átti niður hina annars árlegu skólahátíð
sem þótti meginviðburður í bæjarlífinu. Óli Möller var með
veitingastofu í Flafnarstræti 16, húsi sem enn stendur, en stift-
amtmannsfrúin var hin danska Olufa Finsen.
„AÐ HANN SKYLDI GERA ÞEIM ÞENNAN GRIKK!“
Ær og kýr ungu hefðarstúlknanna í Reykjavík var leitin að
mannsefnum við hæfi. Astamál, trúlofanir og giftingar með
tilheyrandi kjaftasögum var eitt helsta umræðuefnið í bréfum
þeirra biskupsdætra. Þeim var auðvitað vorkunn því að gift-
ingarmarkaðurinn var heldur þröngur. Ekki var til í dæminu
fyrir hefðardömur að giftast niður fyrir sig og var því bitist um
hvern einasta unga karlmann í höfðingjastétt og þeir voru
ekki margir. Elínborg skrifaði í mars 1867: „Nú er Lárus
Sveinbjörnsson loksins marskeraður á stað til að biðja sér
stúlku, sú lukkulega var Jörgína Thorgrímsen á Eyrarbakka.
Þú getur nærri getið hvaða harmur það var fyrir bæjardömur!
Og hvað þær sitja eftir með sárt enni að hann skyldi gjöra
þeim þennan grikk?“ Elínborg Pétursdóttir er greinilega með
hugann við karlpeninginn þetta ár þó að sjálf þykist hún ekki
hafa neinn sérstakan áhuga: „Kristján Zimsen er trúlofaður
fröken Kristensen nokkurri í Hafnarfirði svo til minnar miklu
sorgar fékk ég hann ekki. Það var þó búið að biðja þess að ég
fengi hann. Kona skómakarans hérna þekkir mig og þykir
vænt um mig og vildi svo að ég yrði fyrir því happi að hljóta
hann. Maðurinn er góður, en hann fellur ekki í minn smekk.“
Já, biskupsdóttir var með ólíkindalæti. I sama bréfi: „Stína
Siemsen er trúlofuð Sveini Guðmundssyni frá Búðum, það
kom svona að eins og þjófur að nóttu.“ Og enn: „Til mikillar
undrunar heyri ég sagt að franski presturinn, sem var á Pand-
óru, komi aftur að ári. Mér þykir það hálfleiðinlegt því satt að
76 HEIMSMYND