Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 71

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 71
og er það fréttist að þessi töfralæknir væri kominn, kom fólk er kenndi sér einhvers meins. Það er erfitt að útskýra hvernig þetta fer fram. Það gerist í dimmu herbergi. Töfralæknirinn liggur á strámottu á gólfinu, bundinn með leðurreimum og snýr andlitinu niður. Fólk situr þétt saman í myrkrinu. Allt í einu fara hlutir um fljúga um loftið og maður fer að hugsa um hvort einhver sé uppi í stiga með veiðistöng, en eftir þriðju eða fjórðu nóttina var ég farinn að hugsa - ég veit ekki hvað er að gerast en hvað sem það er, er það yfirnáttúrulegt. Eld- ingar blossuðu um allt herbergið og flauta sem er nefnd arnar- flauta og var notuð í bardögum flaug um í lausu lofti. Hvernig getur þú útskýrt þessa hluti? Þú útskýrir þá ekki, þeir verða ekki útskýrðir. Fyrst hélt ég að brögð væru í tafli, en nú er viðhorf mitt annað. Það þarf ekki að útskýra þá, það er nóg að trúa því sem maður sá. Eg hef líka tekið þátt í svita-athöfnum sem eru virkilega dá- samlegar athafnir og ráðlegg ég öllum að taka þátt í þeim. Þetta er mjög virðuleg samkoma, sem hefur einn stjórnanda. Indíánar trúa því að steinar hafi sál og að jörðin sé lifandi og henni blæði er við særum hana og ég get trúað því líka. Stein- ar eru látnir í hrúgu á mitt gólfið í gluggalausum kofa sem á er lítil hurð. Indíánarnir hita steinana af mikilli natni allan dag- inn áður en gengið er til samkomunar. Þá setjast menn saman, naktir í hring og stjórnandinn hellir vatni öðru hvoru á stein- ana. Hann talar rólega um sálir steinanna, um að allt eigi virð- ingu okkar skilið, hann segir jafnvel brandara og allir eru af- slappaðir og í góðu jafnvægi, það hitnar alltaf meira og meira og þú svitnar meira en nokkru sinni, þar til þér finnst þú vera að deyja af hita en þú deyrð ekki heldur finnst þér þú vera hreinsaður. Þetta er yndisleg athöfn. Þegar ég hef byggt draumahúsið mitt ætla ég að fá Indíánana til að byggja svona kofa fyrir mig. Það er synd að Indíánarnir skuli enn þurfa að berjast fyrir því að fá bein forfeðra sinna úr söfnum til þess að veita þeim viðeigandi greftrun, en líkin voru sett á söfn eftir að þeim var rænt. Eg talaði við einn Kaliforníu-Indíána og hann sagði mér að þeim hefði loksins tekist eftir mikla baráttu að fá bein forfeðra sinna úr einu safninu, en þegar yfirvöld af- hentu þeim beinin fleygðu þeir þeim fyrir fætur þeirra eins og hverju öðru drasli án þess að sýna hinum látnu minnstu virð- ingu - það er hræðilegt. Ef við færum að bera virðingu yfir- leitt í þessu landi þá mundi margt breytast hjá okkur á einni nóttu. Astæða þess að ég fer í bókasöfnin til að lesa upp er sú að fólk hefur glatað virðingu og áhuga fyrir bókasöfnum, um leið og borgaryfirvöld vantar peninga í kassann eru þeir teknir frá bókasöfnunum, svo það endar með því að það verða engin bókasöfn í Ameríku11. Féll bókin Dansar við úlfa í skuggann fyrir kvikmyndinni? „Ja - bókinni var hafnað af flestum stærri útgáfufyrirtækj- um í Ameríku 1986. Það var svo 1988 að pappírskiljufyrirtæki gaf hana út því þeir héldu að þetta væri ástarsaga. Kevin Costner gerði stórkostlega hluti með myndinni Dansar við úlfa og Jim Wilson framleiðandi einnig. En þegar ég skrif- aði bókina var ég liðþjálfinn Dunbar og það gerði mér kleift að upplifa þetta ævintýri því þessar aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi í Ameríku. Þó að andinn ríki þar enn þá eru vís- undarnir horfnir og þó að ennþá séu einhverjar sléttur eftir þá er þessi lífsstíll óðum að hverfa. Eg er mikill baráttumaður fyrir því að auðlindum Ameríku sé bjargað. Við eigum ríkt land en við verðum að breyta hugsanagangi okkar frá rán- yrkju til ræktunar því við eigum ekki langan tíma eftir hér á jörðinni ef við höldum svona áfram“. Við hvaða aðstæður gengur þér best að skrifa? „Mér líkar best að skrifa þar sem ekki er sjónvarp, sími, bílar eða hávaði, en ef ég get ekki fengið slíkan stað þá vil ég skrifa í kaffihúsum, flugvöllum, á stöðum þar sem ég get verið einn í fjöldanum. Mér fellur vel að skrifa í friði eða algjörri ringulreið, ekkert þar á milli. Ég handskrifa allt í fyrstu, en skrifa það svo á ritvél seinna. Mér líkar áþreifanlega hliðin á að skrifa og ég vil geta bætt við skrif mín án þess að horfa á þau á prenti“. Ertu rómantískur? „Ég er gersamlega og fullkomlega rómantískur maður“. Hversvegna var endirinn á myndinni ekki sá sami og í bókinni, og Indíánaættbálkurinn ekki Comanche? „Þessi spurning er borin fram oftar en nokkur önnur. Svarið er auðvelt. Comanche-lndíánar eru ekki margir og tungumál þeirra er að deyja út. Þar sem þeir búa í dag eru engir vísundar lengur. En Dakota-Indíánarnir eru margir og þar er stærsta vísundahjörð í heimi. Fólk segir við mig: Comanche-Indíánar eru eitt og Dakota-Indíánar annað, en ég svara því til að viðhorf Indíána og andi þeirra sé sá sami. Ég skrifaði marga endi fyrir myndina og sá endir að Dunbar hverfur frá Indíánunum varð ofaná. Mér líkar betur endirinn í bókinni, en ég tel að sá endir sem valinn var á myndina hafi verið sá sem hentaði henni best og gerði sem flesta ánægða“. Ert þú einnig ljóðskáld? „Ég hef alltaf skrifað ljóð en ekki gefið þau út. Á þessu ferðalagi mínu hef ég lesið upp ljóð eftir mig um leið og ég hef kynnt nýju bókina og því hefur verið svo vel tekið að ég hef ákveðið að gefa út ljóðabók“. Um hvað fjallar nýja bókin? „Þetta er ástarsaga. Hún fjallar um ungan mann í hernum sem kemst í vandræði við yfirmann sinn. Sá refsar honum með því að láta hann þrífa öll almenningsklósettin á svæðinu alla daga á meðan hann bíður frekari refsingar, en þá hittir hann 17 ára gamla stúlku og þau fella hugi saman. Hann kemst svo að því að hún er dóttir yfirmannsins. Sagan er um það hvernig það er að verða ástfanginn og vera með einhverjum í fyrsta sinn. Bókin er byggð á minningum mínum, en er skáldsaga vegna þess að þegar þú ferð til baka á vit minninganna, þá manstu hvaða tilfinningar og straumar voru í herberginu en ekki hvernig húsgögn voru þar og þeir sem ef til vill voru með þér í þessu sama herbergi hafa mjög sennilega aðra minningu um hvað þar gerðist heldur en. Þess vegna kaus ég að hafa þetta skáldsögu. Columbian Pict- ures ætla að kvikmynda söguna og mun ég skrifa kvikmynda- handritið svo ég verð bundinn kvikmynduninni eitthvað fram á næsta ár. Mig langar til að ferðast um Evrópu, ef til vill næsta vor og þá ætla ég að koma til Islands." Ertu draumóramaður? „ Já svo sannarlega“. Hafa veikindi þín breytt lífsviðhorfi þínu að einhverju leyti? „Þau hafa fengið mig til að nota líf mitt betur, reyna að deila því með öðrum og gefast aldrei upp, því mér er orðið betur ljóst hvað lífið er í raun dýrmætt og stutt.“ Indíánarnir segja að honum sé batnað, læknarnir segja að hann sé á batavegi, en Michael Blake segist ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut.D HEIMSMYND 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.