Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 70
samkeppni meðal ungs fólks þar sem verðlaunin eru vegleg og
þeim góð hvatning, en með þessu er hann að efna heit sitt er
hann gaf þegar honum gekk illa á framabrautinni og svaf jafn-
vel í bílskúrum vina sinna er þröngt var í búi hjá honum. Þá
hét hann því að ef honum tækist að ná frægð mundi hann
hjálpa þeim sem á eftir kæmu. Hann hefur heimsótt 16 borgir í
þessari ferð, en gengur þó ekki heill til skógar. Um það bil
sem upptökum myndarinnar Dansar við úlfa var að ljúka,
fékk Michael Blake úrskurð um að hann væri haldinn krabba-
meini. Veikindin hafa þó ekki bugað rithöfundinn, því Uni-
versal Studios kvikmyndafyrirtækið hefur fengið hann til að
skrifa kvikmyndahandrit að myndinni Poodle Springs, sem er
sakamálasaga og tilraun til að endurvekja söguhetjuna Philip
Marlowe, og einnig til að vinna að kvikmyndahandriti um
villta hesta Ameríku sem nú eru í útrýmingahættu. Það á vel
við umhverfissinnann Michael Blake sem gengur með hálstau
frá samtökum náttúruverndarsinna sem á eru myndir af villt-
um dýrum og nýju bókina sína lét hann prenta á endurunninn
pappír. um kvikmyndun á nýju bókinni
Eg hitti hann í Chicago þar sem hann var á kynningarferða-
lagi og þrátt fyrir annasaman dag og upplestur sem fara átti
fram um kvöldið, neitaði hann mér ekki um viðtal, en bauð
mér brosandi að borða með sér. Hlýlegt brosið og blíðleg aug-
un sögðu mér að sú tilfinning sem ég hafði fengið fyrir rithöf-
undinum Michael Blake af lestri bókar hans var rétt og ég
hlakkaði til að eiga við hann viðtal.
Var Dansar við úlfa þín fyrsta bók?
Já og hún varð til vegna þess að mér hafði gengið illa að
vinna fyrir mér sem handritahöfundur. Þó þeir í Hollywood
væru ekki óánægðir með það sem ég skrifaði, voru þeir
hræddir um að kvikmyndir mínar yrðu ekki vinsælar. Þær
fjölluðu fremur um fólk og tilfinningar en atburði. Mér gekk
verulega illa og lifði í algjörri fátækt, vann fyrir mér með því
að skrifa greinar, sem útvarpsmaður og reyndar hvað sem
bauðst. Kevin Costner vinur minn vissi að ég átti í erfiðleikum
og þegar ég kom með hugmyndina að liðforingjanum Dunbar,
stakk hann upp á því að ég skrifaði bók en ekki kvikmynda-
handrit, satt að segja stakk hann ekki aðeins upp á því heldur
sagði reiðilega við mig. „ Vogaðu þér ekki að skrifa handrit
um þetta verk - skrifaðu bók“. Ég var staddur heima hjá þeim
hjónum og er ég var að kveðja tók hann í hálsmálið á skyrt-
unni minni og ítrekaði alvarlegur í bragði: „Skrifaðu bók“. Ég
fór heim og byrjaði næsta morgun að skrifa og níu mánuðum
síðar lauk ég við bókina Dansar við úlfa.
Hvar ertu fæddur?
Ég fæddist í Fayetteville í Norður-Carolínu 5. júlí 1945.
Faðir minn var þar í hernum í stríðinu. Þaðan fluttumst við til
Texas en ég var um það bil tveggja ára er við settumst að í
Kaliforníu þar sem ég ólst upp, reyndar á mörgum stöðum því
foreldrar mínir voru sífellt að flytja af einum stað til annars“.
Bókin þín Dansar við úlfa er mjög vinsamleg í garð Indíána,
styður þú málstað þeirra?
„Áður en ég skrifaði bókina hafði ég ekkert kynnst Indí-
ánum nema frá sögulegu sjónarmiði, ég byrjaði að lesa bækur
um frumbyggja Vestur-Bandaríkjana frá árunum 1830 til 1890.
Ég hafði kynnst Indíánum úr bókum í bernsku, en mér var
alltaf kennt í skóla að Indíánar hefðu verið villimenn og heið-
ingjar, að þeir hefðu ekki fallið inn í bandarískt samfélag og
nauðsynlegt hefði verið að vinna á þeim og þó sorglegt væri
hvernig farið hefði fyrir þeim, væri ekkert við því að gera. En
ég átti eftir að komast að því sem ég vissi ekki áður en ég las
þessar sögur, að Indíánar eru mikil ljúfmenni, vitrir, þokka-
fullir, félagslega skipulagðir og mjög meðvitaðir um það sem
er að gerast í lífi þeirra. Þessar bækur eru öllum fáanlegar en
fólk les þær bara ekki, það er að segja almenningur gerir það
ekki. Með þessum bókum fann ég sannleikann um þetta fólk
og ég ber virðingu fyrir þeim.“
Varðstu undrandi á siðmenningu Indíána?
Viðhorf þeirra til lífsins varð mér undrunarefni. Það sem
við teljum siðmenningu er rakvélar, lestir, flugvélar og klukk-
ur en ekki lífið sjálft. Indíánar höfðu annað viðhorf til lífsins,
þeirra lífsstíll var mjög einfaldur en samfélög þeirra voru vel
uppbyggð, þeir lifðu í fullkomnu samlyndi við veröldina.
Þetta er að mínu áliti ein af ástæðunum fyrir vinsældum Dans-
ar við úlfa. Það snertir fólk og vekur það til umhugsunar um
hvort við séum ef til vill komin af leið með lífsstílinn og hvort
við ættum ef til vill að endurmeta líf okkar. Ég var spurður
fyrir stuttu að því hvað mér fyndist um Ameríku nútímans og
ég svaraði því til að Ameríkanar hefðu ekki rétt gildismat, en
þessu erum við að reyna að breyta og það er fullt af fólki sem
berst fyrir því“.
Trúir þú að sálir séu til?
„Ég trúi því að sálir, ungar og gamlar, séu til á meðal okk-
ar, en ég hef ekki haft mikla reynslu í þessum efnum svo segja
má að ég byggi þessa sannfæringu á trú. Ég veit ekki hvort þú
þekkir sögu Crazy Horse en hann var Indíáni og stórmenni.
Hann trúði því að hinn raunverulegi heimur væri hinn ósýni-
legi heimur þeirra sem kvatt hefðu þennan heim, en jörðin
sjálf og sá heimur sem við lifum í væri sá óraunverulegi. Ég
hef aldrei haft sérstakan áhuga á trúmálum en ég hef lengi
haft mjög mikinn áhuga á skoðunum Crazy Horse. Ég get sagt
þér þetta því ég veit að þú heldur ekki að ég sé skrýtinn en
flestir Ameríkanar mundu halda að ég væri vitlaus. Einhver
spurði mig einu sinni hvort ég tryði á endurkomu Krists og ég
svaraði því til að ég héldi að hún hefði þegar átt sér stað með
komu Crazy Horse til jarðarinnar en hann var tekinn af lífi
1877. Trú Indíánana og reyndar einnig mín, snertir frekar
hinn óraunverulega heim sem við lifum í, það að allir eiga að
virða það sem lifir. Það er mjög mikill þáttur í uppeldi Indíána
að sýna öllu virðingu. Indíánar eiga sér spakmæli sem er -
Þetta er góður dagur til að deyja-. Ég á fyrirtæki sem ég lét
heita Góður dagur til að deyja. Mér finnst það gott nafn, en
umboðsmaður minn og viðskiptaráðunautur voru alls ekki
ánægðir með það, svo ég varð að sannfæra þá með því að
skýra út fyrir þeim að þegar það er góður dagur til að deyja -
þýðir það að allt sé gott, það sé friður í veröldinni og þar með
góður tími til að hverfa frá jörðinni. Þetta er jákvæð hugsun,
en hér í Ameríku tekur fólkið henni sem neikvæðri hugsun,
vegna þess að dauði er hugsaður sem martröð, sem endalok
alls, en ég hef allt aðra skoðun á því.
Það hefur of margt hent mig sem sannar mér annað. Ég var
með krabbamein í fyrra og Indíánarnir framkvæmdu læknis-
athöfn á mér. Þeir voru frá verndarsvæðinu Pine-Ridge sem
er í suður Dakota og eru afkomendur töfralæknis sem var
kennari Crazy Horse. Þeir komu alla leið til Kaliforníu og
höfðu upp á mér til þess að lækna mig“.
Tókst þeim að lækna þig?
„Líttu á mig! Lít ég ekki vel út? Indíánarnir settu upp búðir
70 HEIMSMYND