Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 42
Tilboð Friðriks í AB hefur vakið reiði
margra hluthafa.
föstum lausapennum Pressunnar. „Þetta er gamla klíkan, the
good old boys, hópur sem nú eru orðnir Davíðsmennirnir.
Við vorum allir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma
og erum enn. Félagið var þó fyrst og fremst stofnað í kringum
hugmyndafræði. Við lásum mikið, vorum með lesklúbba og
sóttum ráðstefnur. Þarna mótaðist kjarninn að þeirri lífsskoð-
un sem maður hefur haft síðan og lítið orðið að vinda ofan
af.“
¥
Eg held að þessi félagsskapur okkar frjálshyggju-
manna hafi haft einhver áhrif á það hvernig nútíma
sjórnmálin hafa þróast og ekki síst það hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn er í dag. Það er ekki nokkur
vafi að valdakjarninn í Sjálfstæðisflokknum, þeir
sem ráða flokknum núna, er undir miklum áhrifum
frá þessum sömu hugmyndum. Menn eins og Davíð
Oddsson, Björn Bjarnason, Þorsteinn Pálsson, Geir
Haarde, Eykon, Guðmundur Garðarsson, sem að
vísu er dottin út af þingi, Árni Mathiesen og Vil-
hjálmur Egilson. Margir af þessum mönnum tengd-
ust einmitt okkar hópi á þessum tíma. Við frjáls-
hyggjumenn erum hvorki froðufellandi ofstækismenn eða blá-
eygir skátadrengir, við vitum að það þarf að fara með löndum
í mörgum málum. Þegar á heildina er litið held ég að það
þurfi miklu meiri snerpu í íslenskt þjóðlíf, hvort sem um er að
ræða stjórnmál eða atvinnulíf. Menn geta kallað það hörku ef
þeir vilja. Að mínu mati verða menn að standa og falla með
gerðum sínum. Ef þeim er borgað fyrir að gera eitthvað þá
eiga þeir að gera það vel, ef þeir gera það ekki þá verður að
finna einhvern annan. Ég býst við að það megi segja að ég sé
dálítið kaldlyndur að þessu leyti. Ég á tiltölulega auðvelt með
að ganga í verk eins og það að segja fólki upp ef á þarf að
halda. Mér þykir það hins vegar leiðinlegt og ég veit alveg að
ég er að kalla yfir fólki, óvissu og stundum erfiðleika. En ég
reyni alltaf að gera svona hluti þannig að fólk haldi sinni
sjálfsvirðingu. Það má segja að þetta sé mér eðlislega auðvelt
en ég geri það ekki af léttúð. Vinir mínir hafa lýst mér þannig
að ég hafi mjög skýr markmið og þegar ég er búinn að setja
stefnuna eitthvert og veit hvert ég ætla þá geri ég það sem
þarf til að ná því marki. Ég er á vissan hátt einfari í því sem ég
geri en ég held samt að mér gangi vel að fá fólk með mér, en
þá til góðra verka og þannig að fólk gangi fram af dálítilli
snerpu við að koma hlutunum áfram.“
Friðrik er sonur Friðriks Kristjánssonar forstjóra, sonar
Kristjáns Kristjánssonar athafnamanns á Akureyri, og Berg-
ljótar Ingólfsdóttur húsmóður. „Ég man vel eftir húsi afa og
ömmu við Brekkugötu 4 á Akureyri. Þetta var mikið slot,
hálfgert ættaróðal," segir hann og lýsir glæsilegum húsakosti á
heimili afa síns. „Afi átti mikinn bflaflota, en ók sjálfur um á
bfl númer A-l, sem var á tímabili tólf sflindra Lincoln sem
heyrðist varla í þegar hann var í gangi.“ Kona hans Málfríður
Friðriksdóttir var frá Sauðarkróki. Foreldrar Friðriks fluttust
suður þegar hann var mjög ungur og tóku við rekstri
Fordumboðs KR. Kristjánssonar í Reykjavík og byggðu síðan
Hótel Esju sem faðir hans rak til ársins 1974. Þá voru bæði
fyrirtækin seld, Fordumboðið Sveini Egilssyni, sem var sam-
keppnisaðilinn og hótelið Flugleiðum. „Faðir minn sem hafði
verið framkvæmdastjóri þessara fyrirtækja fór þá formlega séð
á eftirlaun, aðeins fjörutíu og fjögurra ára gamall, þótt hann
hafi séð um eignaumsýslu síðan.“ Móðir Friðriks, Bergljót,
ólst upp hjá frænku sinni í vesturbænum eftir að hún missti
móður sína fjögurra ára gömul. Hún útskrifaðist frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og hefur skrifað í heimilishorn Morg-
unblaðsins í fjölmörg ár.
Friðrik er næstelstur af fimm systkinum. Elst er Vala sem
nýverið hefur lokið doktorsprófi frá Oslóarháskóla í ónæmis-
fræði. Tveim árum yngri en Friðrik er Kristján. „Hann er
listamaðurinn í fjölskyldunni. Við bræðurnir stofnuðum ásamt
fleirum Islensku auglýsingastofuna en seldum síðar okkar hlut
í henni. Nú starfar hann við framleiðslu sjónvarpsefnis. Hann
og sambýliskona hans Vilborg Einarsdóttir gerðu handritið að
sjónvarpsmyndinni Steinbarni og unnu til verðlauna fyrir
það.“ Kolbrún er næstyngst, hún er kennari og íslenskufræð-
ingur frá Háskólanum en yngst er Bergljót sem er að ljúka
magistersprófi í fjölmiðlun frá háskólanum í Munchen og hef-
ur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár.
Friðrik er stúdent úr hagfræðideild Verslunarskólans en á
þeim árum áttu íþróttir hug hans allan. „Ég spilaði handbolta
með Þrótti og hafði verið í unglingalandsliðinu en var kominn
í meistaraflokk og spilaði tólf leiki með A-landsliðinu síðasta
árið. Ég man vel þegar ég fékk fyrstu einkenni liðagigtarinn-
ar. Það var um vorið sjötíu og fimm, einmitt um það leyti sem
keppnistímabilinu var að ljúka, að ég vaknaði upp um morgun
með helbláa tá. Við höfðum spilað leik kvöldið áður og mað-
ur var vanur að meiða sig eitthvað í öllum hamaganginum
þannig að ég setti þetta ekki strax í rétt samhengi."
Elín kemur inn í stofuna, þar sem við sitjum í ljósum
leðursófum og spjöllum saman, með möppu fulla af
myndum og greinum frá handboltaferli Friðriks.
„Ég var búin að finna möppuna til því mig langar að
fara að sýna strákunum hana nú þegar þeir eru að
verða orðnir nógu gamlir og farnir að hafa áhuga á
íþróttum," segir Elín. Friðrik flettir í gegnum möpp-
una og stoppar við mynd þar sem hann er að taka
við verðlaunum. „Þessi var tekin þegar ég var
markakóngur í fyrstu deildinni og Haraldur Sveins-
son á Morgunblaðinu afhenti mér styttuna. Það var
heilmikil dramatík í kringum þetta,“ segir hann
stoltur og blaðar áfram í möppunni sem geymir minningar um
glæsilegan handboltaferil. „Það fyrsta sem ég man eftir Frið-
riki var einmitt frá þeim tíma þegar hann var í handboltanum.
Ég hafði mjög mikinn áhuga á íþróttum sem krakki og ung-
lingur, en þótt að áhuginn væri mikill vantaði hæfileikana. Eg
spilaði með Ármanni sem Friðrik kallar lélegasta liðið í
Reykjavík, var örsjaldan inná og greip aldrei boltann þegar ég
fékk sendingu. En þetta spillti ekki áhuganum, ég og fór oft
niður í Laugardagshöll til að fylgjast með leikjum. Ég man
mjög greinilega eftir Friðriki því hann var svo góður, en ég
var ekkert að spá í hann þá, hann var svo miklu eldri. Á þess-
um árum eru fimm ár mikill aldursmunur. Hins vegar sá ég
hann svo aftur í Háskólanum, í viðskiptafræði þegar ég var á
fyrsta ári og hann á fjórða. Mér fannst hann óskaplega glæsi-
legur, en hann leit náttúrulega ekki við okkur stelpunum á
fyrsta árinu.“ Friðrik segir þetta eilífðar deiluefni, hvort hafi
séð hitt fyrst. „Ég tók eftir henni þegar hún byrjaði í við-
42 HEIMSMYND