Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.02.1992, Blaðsíða 29
að fá í boðið, heiðursgestunum, og fikrar sig síðan þaðan áfram. Það er mjög mikilvægt að fólk láti vita sem allra fyrst hvort það ætlar sér að koma eða ekki þannig að hægt sé að bjóða öðrum í þess stað.“ Reglur sem þessar gilda í öllum opinberum samskiptum og þjóna fyrst og fremst því hlutverki að létta fólki frá ólíkum menningarheimum samskiptin. „Protocol, fellur undir það sem hægt er að kalla almenna mannasiði. Pað skiptir miklu hvernig fólk ber sig, að það kunni að borða fallega, að það sé snyrtilegt til fara og rétt klætt. Mörgum er falleg framkoma og hæverska eins og í blóð borin en það er samt ýmislegt sem ætlar seint að lærast, til dæmis einfalt atriði eins og það að halda rétt á hníf og gaffli. Erlendis er algengt að fólk fari á sérstök námskeið til að læra hluti sem þessa. Meira að segja í Bandaríkj- unum þar sem fólk borðar bara með gafflinum." Astríður leggur jafnan mikla áherslu á að borðið sé fallega búið. „Ég á orðið mikið safn af fallegum glös- um sem ég nota til að skreyta borðið. Ég á til dæmis græn kristalsglös und- ir vatn sem ég nota oft með til að gefa lit. í stærri boðum, eins og við hirðar, tíðkast að nota gyllta eða silfurlita undirdiska. Mér finnst þeir gefa mjög skemmtilegan svip og nota þá yfir- leitt alltaf sjálf. Á borðinu hef ég hins vegar sjaldnast blóm, því mér finnst blómaskreytingar tæplaga nógu frumlegar sem borðskraut. í staðinn reyni ég að brydda upp á nýjungum til dæmis með því að setja skemmtilega antíkmuni á borðið. Pað eru nokkrar einfaldar reglur um það hvernig leggja skuli á borð. Hnífurinn í hægri og gaffallinn í vinstri, yst þau hnífapör sem fyrst skal nota og síðan koll af kolli. Skeið og gaffall fyrir eftirréttinn eiga að vera fyrir ofan diskinn og skeiðin snýr rétt en gaffallinn öfugt. ( Þ.e. skaft skeiðarinnar vísar til hægri en gaffalsins til vinstri.) Hvítvínsglasið á alltaf að vera næst disknum og rauðvíns- glasið fjær en kampavín eða vatnsglas fyrir ofan.“ Þess misskilnings gætir víða að lífið í sendiráðum snúist um það eitt að klæða sig upp á og sötra áfenga drykki. „Yfirleitt drekkur fólk mjög lítið í þessum boð- um og það er afar sjaldgæft að það fái sér sterka drykki eftir matinn. Það er hins vegar mikil vinna að halda boð þannig að vel sé. Ef um hanastélsboð er að ræða standa gestgjafarnir í um það bil klukkutíma við inn- ganginn til að taka á móti fólki og ganga síðan milli gestanna framhald á bls. 79 # „Gestum er síðan raðað eftir virðingu, helst karli og konu til skiptis, að miðju borðsins.'1 # „Dragtir eiga ekki heima í hanastélsboðum," # „Ég gerði mér alltaf far um að kynnast listafólki á hverjum stað og bauð því gjarnan með til að lífga upp á samkvæmm." # „Fólk sem vinnur viö afgreiðslu á opinberum skrif- stofum hér á landi er oft hreint og beint ókurteist." # „Hvítvínsglasið á alltaf að vera næst disknum og rauðvínsglasið fjær en kampavín eða vatnsglas fyrir ofan." # „Þess misskilnings gætir víða að lífið í sendiráðum snúist um það eitt að klæða sig upp á og sötra áfenga drykki." Amerísku „Sealy" rúnjin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samróði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og nó þannig að gefa þér góðan nætursvefn ón bakverkja að morgni. 5—15 óra óbyrgð. Höfum einnig rúmgafla, nóttborð og rúmföt í miklu úrvali. Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.