Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 4

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 4
4 Litli-Bergþór VélaVerkstæði Guðmundar oG lofts ehf. Hestamannafélagið Logi Ársskýrsla 2017 Aðalfundur var haldinn 11. maí 2017 á kaffi Mika. Þar urðu nokkrar breytingar á stjórninni. Helga María Jónsdóttir tók við gjaldkerastöðunni af Líney Kristinsdóttur. Sólon Morthens lét af störfum og kom Gústaf Loftsson nýr inn í stjórn. Árið 2017 var stjórn félagsins þannig skipuð: Freydís Örlygsdóttir, formaður Trausti Hjálmarsson, varaformaður Helga María Jónsdóttir, gjaldkeri Sjöfn Sóley Kolbeins, ritari Gústaf Loftsson, meðstjórnandi. Starf hestamannafélagsins Loga var með nokkuð hefðbundnu sniði árið 2017. Vetrarmótin voru þó haldin með breyttu sniði í ár. Að þessu sinni voru þau ekki haldin með hestamannafélaginu Trausta, heldur voru tvö fyrstu mótin haldin í Friðheimum og þriðja og síðasta mótið var haldið á Kjóastöðum 3. Haldin voru reiðnámskeið í reiðhöllinni á Flúðum í samstarfi við hestamannafélagið Smára og voru þau vel sótt. Reiðnámskeiðið í Hrísholti var á sínum stað í júní og í framhaldi var haldin firmakeppni á mótssvæði Logamanna í Hrísholti. Á undanförnum árum hefur samstarf hesta- mannafélaganna í uppsveitum aukist mikið og hélt það áfram 2017. Sameiginleg Uppsveitadeild fullorðinna og æskunnar voru haldin yfir vetrar- mánuðina. Allir þessir viðburðir hafa vakið athygli og hleypt miklu lífi í hestamennsku á svæðinu. Sameiginlegt gæðingamót Loga og Smára var haldið í annað sinn dagana 22. til 23. júlí 2017, á mótssvæði Smáramanna. Hægt var að halda mótið með glæsibrag þar sem Landsstólpi var aðalstyrktaraðilinn og þökkum við þeim vel fyrir. Að þessu sinni var metþátttaka og voru yfir 200 skráningar og var mikið álag á mótshöldurum og mótssvæði en allt tókst þetta mjög vel og þökkum við öllum þeim sem komu að þessu móti fyrir hjálpina. Unglingaflokkur Loga 21. apríl 2017. F.v Inga Hanna, Sölvi Freyr og Rósa Kristín.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.