Litli Bergþór - Jul 2018, Page 30

Litli Bergþór - Jul 2018, Page 30
30 Litli-Bergþór Hvítárbrú hjá Iðu 60 ára Páll M. Skúlason: Af þrennskonar tilefni var haldin hátíð í Laugar- ási í Biskupstungum, laugardaginn 9. desember 2017. Í fyrsta lagi var því fagnað, að þann 12. desember voru liðin 60 ár frá því umferð var hleypt á brúna. Í annan stað voru tendruð ljós á nýrri ljósakeðju sem íbúar í Skálholtssókn hafa safnað fyrir og í þriðja lagi var brúin opnuð formlega, eða vígð, en það mun hafa farist fyrir þarna í desember 1957. Í einstakri vetrarblíðu, kom fjöldi fólks að brúnni til að njóta þessarar uppákomu. Kjarninn í henni var nokkurskonar gjörningur, þar sem fulltrúar íbúa við brúna í 60 ár framkvæmdu, með eldi, orði og í tónum, formlega vígslu. Þarna komu við sögu þau Ásta Skúladóttir á Sólveigarstöðum, fædd, uppalin og búsett í Laugarási og Guðmundur Ingólfsson, fæddur, uppalinn og búsettur á Iðu. Þá tóku einnig þátt í gjörningnum þau Unnur Malín Sigurðardóttir, sem flutti tónlist og vígslubiskupinn Kristján Valur Ingólfsson, sem þarna var maður orðsins. Athöfnin eða gjörningurinn fólst í því að Ásta og Guðmundur kveiktu á 32 kyndlum sem hafði verið komið á brúarhandriðunum, hvort frá sínum enda brúarinnar og mættust síðan á miðri brúnni. Þar með taldist brúin hafa verið opnuð formlega og í þann mund voru ljósin kveikt á nýrri ljósakeðju á burðarstrengjum hennar. Síðasti hluti þessarar uppákomu fólst í því að börnum á staðnum var boðið að ganga fyrst gestanna inn á brúna, umkringja þar Ástu og Guðmund og þannig taka við mannvirkinu fyrir hönd framtíðarinnar. Það voru íbúar í Skálholtssókn sem áttu frumkvæði að þessu verkefni og hrintu því í framkvæmd en fyrir þeim fóru þau Páll M. Skúlason, Elinborg Sigurðardóttir og Jakob Narfi Hjaltason. Án stuðnings frá samfélaginu er ólíklegt að þetta hefði tekist, en fjölmargir Hvítárbrú. Björgunarsveitin á staðnum. Mynd: Páll M Skúlason.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.