Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 30
30 Litli-Bergþór Hvítárbrú hjá Iðu 60 ára Páll M. Skúlason: Af þrennskonar tilefni var haldin hátíð í Laugar- ási í Biskupstungum, laugardaginn 9. desember 2017. Í fyrsta lagi var því fagnað, að þann 12. desember voru liðin 60 ár frá því umferð var hleypt á brúna. Í annan stað voru tendruð ljós á nýrri ljósakeðju sem íbúar í Skálholtssókn hafa safnað fyrir og í þriðja lagi var brúin opnuð formlega, eða vígð, en það mun hafa farist fyrir þarna í desember 1957. Í einstakri vetrarblíðu, kom fjöldi fólks að brúnni til að njóta þessarar uppákomu. Kjarninn í henni var nokkurskonar gjörningur, þar sem fulltrúar íbúa við brúna í 60 ár framkvæmdu, með eldi, orði og í tónum, formlega vígslu. Þarna komu við sögu þau Ásta Skúladóttir á Sólveigarstöðum, fædd, uppalin og búsett í Laugarási og Guðmundur Ingólfsson, fæddur, uppalinn og búsettur á Iðu. Þá tóku einnig þátt í gjörningnum þau Unnur Malín Sigurðardóttir, sem flutti tónlist og vígslubiskupinn Kristján Valur Ingólfsson, sem þarna var maður orðsins. Athöfnin eða gjörningurinn fólst í því að Ásta og Guðmundur kveiktu á 32 kyndlum sem hafði verið komið á brúarhandriðunum, hvort frá sínum enda brúarinnar og mættust síðan á miðri brúnni. Þar með taldist brúin hafa verið opnuð formlega og í þann mund voru ljósin kveikt á nýrri ljósakeðju á burðarstrengjum hennar. Síðasti hluti þessarar uppákomu fólst í því að börnum á staðnum var boðið að ganga fyrst gestanna inn á brúna, umkringja þar Ástu og Guðmund og þannig taka við mannvirkinu fyrir hönd framtíðarinnar. Það voru íbúar í Skálholtssókn sem áttu frumkvæði að þessu verkefni og hrintu því í framkvæmd en fyrir þeim fóru þau Páll M. Skúlason, Elinborg Sigurðardóttir og Jakob Narfi Hjaltason. Án stuðnings frá samfélaginu er ólíklegt að þetta hefði tekist, en fjölmargir Hvítárbrú. Björgunarsveitin á staðnum. Mynd: Páll M Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.