Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 18.05.2019, Síða 10
 Það er alltaf að koma betur í ljós hvað áfengi er skaðlegt, nýjustu rannsóknir benda til að jafnvel hófleg drykkja sé skaðleg. Sveinbjörn Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landlæknis­ embættinu Það stenst ekki skoðun að þær milljónir ferðamanna sem hingað koma séu allar góðtemplarar. Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður HEILBRIGÐISMÁL Heildarneysla á áfengi hér á landi hefur aukist tölu- vert á síðustu árum. Hefur það farið úr 6,7 lítrum af áfengi á íbúa 15 ára og eldri árið 2010 upp í 7,7 lítra í fyrra. Embætti landlæknis fullyrðir að áfengisneysla Íslendinga sé að aukast sem verði til þess að Ísland nái ekki markmiðum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar fyrir árið 2025 og beita þurfi verð- stýringu ásamt því að takmarka aðgengi. Athygli vekur að í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir þeim 2,2 milljónum ferðamanna sem koma til landsins. Arnar Sigurðsson vínkaupmaður hefur farið yfir tölfræðina ásamt því að hafa lesið rannsóknir um áhrif aukins aðgengis að áfengi. Hann hafnar alfarið að þarna sé beint orsakasamhengi. „Ef við berum þetta saman við aðgengi að mat þá sjáum við að verslanir sem eru opnar allan sólar- hringinn eru ekki valdur að offitu. Hvorki hjá börnum né fullorðnum,“ segir Arnar. „Það er alveg sama með áfengi. Í dag er aðgengið nánast algjört. Bæði með margföldun vín- veitingastaða og Vínbúðum.“ Hann segir að þegar tekið sé mið af fjölgun ferðamanna komi í ljós að áfengisneysla fari minnkandi meðal Íslendinga þrátt fyrir aukið aðgengi. „Það stenst ekki skoðun að þær milljónir ferðamanna sem hingað koma séu allar góðtemplarar.“ Sveinbjörn Kristjánsson, verk- efnastjóri hjá Landlækni, viður- kennir að ekki sé tekið mið af fjölgun ferðamanna í tölum emb- ættisins, en á móti sé heldur ekki talið áfengi sem fólk kaupir í Frí- höfninni. „Við höfum litið á það þannig að fjölgun ferðamanna hafi ekki haft svo mikil áhrif. Þegar kemur á móti hvað Íslendingar fara mikið til útlanda, eins og nýlegar tölur sýna, þá jafnast þetta út,“ segir Sveinbjörn. „Bandarískir ferða- menn tíma ekki að kaupa sér bjór á Íslandi, nýta sér Fríhöfnina. Fólk veit þetta.“ Arnar segir tvískinnungs gæta hjá hinu opinbera. Boðaðar séu tak- markanir en á sama tíma aðgengi aukið með fjölgun Vínbúða ásamt viðamikilli starfsemi á Keflavíkur- f lugvelli. „Ef ríkinu er alvara með þessum málf lutningi þá væri það ekki að selja áfengi á sama stað og sælgæti, raftæki og leikföng.“ Sveinbjörn segir bætta þjónustu Vínbúða, bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum, vera viðbragð við þrýstingi áfengis- iðnaðarins. „Það er varnarbarátta, til að draga úr rökum hinna að ekki sé hægt að kaupa áfengi, og eðlileg þróun.“ Það hefur margsinnis komið fram í umsögnum Landlæknisembættis- ins við lagafrumvörp sem snúa að áfengi, að aukið aðgengi þýði auk- inn skaða af völdum áfengis. Hefur embættið ávallt lagst gegn því að bann við heimabruggun sé afnumið sem og afnám einkaleyfis ríkisins á áfengissölu. „Menn mega alveg hafa þá lífsskoðun að vilja ríkisrekstur á öllum sviðum. Þá eiga menn að segja það, ekki dulbúa það sem vísindi,“ segir Arnar. „Ég hef lesið ótal rannsóknir á þessu sviði og hvergi hef ég rekist á beint orsaka- samhengi um að aukið aðgengi þýði aukna neyslu. Allt tal í bergmáls- hellum um að það sé margsannað er einfaldlega rangt.“ Engin dæmi séu til staðar um beint afnám einokunarverslunar á áfengi á síðustu árum. Bendir Arnar á að áhyggjur hafi verið á lofti um aukið aðgengi þegar opn- unartími vínveitingastaða var gef- inn frjáls í Bretlandi og á Íslandi. „Það er komin tíu ára reynsla á þetta í Bretlandi. Það var varað við auknu of beldi, ofdrykkju og alkó- hólisma. Ekkert af þessu rættist. Það nákvæmlega sama var sagt um bjórinn á Íslandi á sínum tíma.“ Sveinbjörn segir einfaldast að bera saman Danmörku og Ísland. „Danmörk, þar sem aðgengið er mjög gott, sker sig alveg úr þegar kemur að áfengisneyslu. Það er allt- af að koma betur í ljós hvað áfengi er skaðlegt, nýjustu rannsóknir benda til að jafnvel hófleg drykkja sé skaðleg.“ arib@frettabladid.is Hlutur ferðamanna í áfengissölu óviss Óvíst er hve ferðamenn neyta mikils af áfengi á Íslandi. Vínkaupmaður segir tölur Landlæknisembættisins ekki standast skoðun og dregur í efa fullyrðingar um áhrif aukins aðgengis. Verkefnastjóri hjá Landlækni segir duga að bera saman Danmörku og Ísland. Áfengi er selt í verslun ríkisins á Keflavíkurflugvelli ásamt sælgæti, leikföngum og raftækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI Hamingjutár Það mátti greina mikla og ósvikna gleði á götum Taípei, höfuðborgar Taívans, í gær. Þessir sem hér má sjá voru ef til vill á meðal þeirra allra glöð- ustu og felldu hamingjutár. Þingið hafði þá samþykkt frumvarp um að lögleiða samkynja hjónabönd og stóð meirihlutinn af sér breytingartillögur íhaldsfólksins sem er í minnihluta. Taívan varð með þessu fyrsta ríkið í Asíu til þess að lögleiða samkynja hjónabönd. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND Boris Johnson, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögu- lega arftaka Theresu May sem leið- togi f lokksins. Alls sögðust 39 prósent aðspurðra helst vilja að Johnson tæki við af May. Dominic Raab, fyrrverandi ráðherra útgöngumála, mældist næstvinsælastur með um þrettán prósenta fylgi. Þeir Johnson og Raab eiga það sameiginlegt að hafa sagt af sér vegna óánægju með það hvernig May hefur haldið utan um útgöngu- ferlið. Johnson vegna áætlunar May um mjúka útgöngu og Raab vegna samningsins sem May gerði við ESB. May sagði í vikunni að hún ætlaði að opinbera áætlun um leiðtoga- kjörið þegar atkvæðagreiðslan um Brexit-samninginn er afstaðin. Sú atkvæðagreiðsla fer fram í fyrstu viku júní. Þetta verður í fjórða skipti sem þingið greiðir atkvæði um samninginn en hann hefur verið felldur í hvert einasta skipti, sem og reyndar aðrar hugmyndir um hvernig hátta skuli útgöngu. – þea Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson. 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.