Fréttablaðið - 18.05.2019, Side 26

Fréttablaðið - 18.05.2019, Side 26
Selmu er enn í fersku minni æ s i s p e n n a nd i s t ig a -talningin í Eurovision árið 1999 og spennan og stressið sem fylgdi þátt-töku í keppninni. „Það er alltaf pressa sem fylgir því að vera fulltrúi lands og þjóðar,“ segir Selma og segist ekki hafa reynt að tækla hana á sérstakan hátt. „Ég reyndi bara að anda inn og út og gera mitt besta.“ Selma spáir Hatara velgengni í keppninni. „Það er eitthvað í loft- inu, Hatari stendur algjörlega upp úr, enginn er með atriði eða lag í líkingu við þau svo ég held þau verði í topp 3. Mér finnst hollenska lagið mjög fallegt og Svíþjóð er algjör heilalímmiði,“ segir hún um þau lög sem henni finnst skara fram úr í keppninni. Hún segist eiga erfitt með að velja uppáhaldslag sitt í Eurovision frá því að keppnin hófst. „En ef ég verð að velja eitt þá segi ég Euphoria.“ Hvað er það við þessa keppni, heldur þú, sem dregur nærri alla Íslendinga að skjánum? „Góð spurning. Skemmtileg afþreying og show sem börn og full- orðnir geta sameinast um.“ Fjölmiðlar sitja fyrir Hatara Selma segir Hatara vera vel tekið af aðdáendum og fjölmiðlum. „Fjöl- miðlar sitja um þau hvar sem þau koma og stærstu miðlarnir sækj- ast eftir viðtölum. Svo sá maður í salnum að þau eiga dygga aðdá- endur sem klæða sig upp en maður fann einnig fyrir því að Ísraelsmenn fagna þeim ekki,“ segir Selma. Selma kom fram á Euro Club sem er á vegum keppninnar og söng þar vel valin Eurovision-lög. „Það var tryllt. Ég tók mín lög og svo kom Friðrik Ómar og við tókum hans lag og nokkur vel valin Eurovision-lög. Troðfullt hús af einlægum aðdáendum keppninnar sem sungu með hverju einasta lagi. Svoleiðis gigg eru best,“ segir Selma sem segist reglulega lenda í skemmtilegum uppákomum með aðdáendum Eurovision og sú varð líka raunin í Tel Avív. „Hingað kemur fólk hvaðan æva úr heiminum, við lentum í því í fyrrakvöld þegar við vorum á leið á undankeppnina að finna ekki leigu- bíl enda margir að fara þangað. Við sáum tvo menn álengdar vera að tala við leigubílstjóra og heyrðum að þeir voru á leiðinni í höllina. Ég spurði hvort við mættum deila leigubíl með þeim og þeir sam- þykktu það. Í bílnum fórum við að spjalla og komumst að því að þeir voru frá Þýskalandi. Þegar talið barst að Íslandi og Hatara sögðust þeir ekki tengja við það lag og þá segir annar, en það var eitt lag frá Íslandi sem tók þátt fyrir 20 árum sem er mitt allra uppáhalds, það heitir All Out of Luck og ég man að ég hélt partí þetta kvöld og þegar að lagið hafnaði bara í öðru sæti þá var ég alveg eyðilagður og þar með partíið. Þá bara pikkaði ég í mann- inn og sagði: Ég söng þetta lag, ég er Selma. Aumingja maðurinn missti algjörlega andlitið og snöggsvitnaði og átti erfitt með að horfa framan í mig eftir þetta. En svo jafnaði hann sig og við hlógum að því hvað heim- urinn er lítill. Tókum svo mynd af okkur saman og kvöddumst. Svona er lífið í Eurovision-landi.“ Upplifun að heimsækja Jerúsalem Selma segir Tel Avív magnaða borg en hún heimsótti einnig Jerúsalem aftur og fannst það mikil upplifun. „Tel Avív er borg sem aldrei sefur, iðandi mannlíf, strandlíf, mikið af f lottum veitingahúsum og mikið næturlíf. Við fórum til Jerúsalem og það var gaman að koma þangað aftur enda keppti ég þar. Ég keyrði fram hjá höllinni sem ég kom fram í og við fórum í gamla bæinn og að Grátmúrnum sem er auðvitað upp- lifun.“ Með mörg járn í eldinum Selma er að koma úr hörkuvinnu- törn, Ronja ræningjadóttir í Þjóð- leikhúsinu hefur gengið vel og hún ræktar einnig tónlistarferilinn með. Hvernig fer hún að þessu? Er hún með f leiri klukkustundir en við hin í sólarhringnum? „Ég er bara eins og hver annar duglegur Íslendingur, geri þetta með þrautseigju, elju og skipu- lagningu,“ segir Selma en í lok maí hefjast æfingar á Shakespeare verð- ur ástfanginn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. „Ég er mjög spennt að hefja æfingar. Svo er ég að fara á leiklistarhátíð í Hong Kong með Hróa Hött sem við Gísli Örn Garð- arsson höfum sett upp víðs vegar um heiminn, ég er að gifta fólk og stjórna nafngjafarathöfnum fyrir Siðmennt og er að veislustýra mikið og syngja svo ég er alltaf með mörg járn í eldinum. Síðan ætla ég nú líka í frí, mun ferðast til Víetnam með vinum og börnunum mínum.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Ísraelsmenn fagna ekki Hatara Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdótt- ir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. „Það var tryllt. Ég tók mín lög og svo kom Friðrik Ómar og við tókum hans lag og nokkur vel valin Eurovision-lög.“ ÞÁ BARA PIKKAÐI ÉG Í MANNINN OG SAGÐI: ÉG SÖNG ÞETTA LAG, ÉG ER SELMA. AUMINGJA MAÐ- URINN MISSTI ALGJÖR- LEGA ANDLITIÐ. Klæddu þig eins og Hatari KeðjurFást í byggingar-vöruverslunum á borð við BYKO og Brynju. Fatnaður Það má nota svarta rusla- poka til að gera bæði pils og bol og líma það saman með límbandi. Þá er hægt að notast við rifnar nælon- sokkabuxur og svartar leggings. Allt sem er svart, eða hvítt, þröngt úr leðri eða pleðri er hægt að nýta í góðan búning. Ólar Það má gera ólar úr lím- bandi, til dæmis svörtu „gaffer tape“ sem er ekki mjög sterkt. Það má líma það utan á fötin og útbúa mynstur með því. Það má líka redda sér ólum í gæludýrabúðum. Lin sur Í ýmsu m part ýversl- unum, til dæm is í Part ý- búðinn i og Hó kus Pó kus eru til l insur, s vartar og hvítar e ins og n okkrir Hatara meðlim ir nota . Svartur varaliturÞað má bjarga svarta varalitnum með öskudags-litum ætluðum börnum. 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.