Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 44

Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 44
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Verslað á nýjum róluvelli í Hlíðunum í Reykjavík 1965. LJÓSMYNDARI INGI- MUNDUR MAGNÚSSON/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS Í ÞJÓÐMINJASAFNI Ásfríður Ásgrímsdóttir með vinkonum 1918. LJÓSMYND EFTIR SIGRÍÐI ZOËGA/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS Í ÞJÓÐMINJASAFNI Tvær konur í Reykjavík 1918. Jakobína Arinbjarnardóttir er skrifuð fyrir myndinni. LJÓSMYNDARI SIGRÍÐUR ZOËGA/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS Í ÞJÓÐMINJASAFNI Hátíð á Álfa- skeiði í Hruna- mannahreppi 1965. LJÓSMYND- ARI ÞORVALDUR ÁGÚSTSSON/ LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS Í ÞJÓÐ- MINJASAFNI Byggðasafn Árnesinga er með grunnsýningu sína í tveimur húsum á Eyrarbakka, í Húsinu og í Kirkjubæ, og hefur umsjón með Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Söfnin eru vel í sveit sett í hinum forna höfuðstað Suðurlands. Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka varðveita um 7.000 ljósmyndir og er hluti þeirra á sýningum. Það býr svo vel að varðveita ljós- myndir danskra gesta í Húsinu á Eyrarbakka, þeirra Oline Lefolii og Agnesar Lunn, sem sýna mann- lífið á Eyrarbakka frá 1890 til 1912. Ljósmyndir þessara tveggja dönsku kvenna gefa einstaka sýn á mannlífið í íslenskum kaupstað í kauptíð við aldamótin 1900 og lífið á kaupmannssetrinu. Þær fóru líka í ferðalög út fyrir Eyrarbakka og voru með myndavélarnar í far- teskinu auk þess sem teknar voru ljósmyndir af fólki að störfum. Rúmri öld síðar er þetta horfinn heimur sem við getum fræðst um á áhugaverðum söfnum á Eyrar- bakka. Ein mynd sem gefur skarpa sýn á atvinnuhætti er á grunn- sýningu í Húsinu. Ullin var stærsti liður í afkomu almennings í gamla bændasamfélaginu og var aðalsöluvara bænda ásamt fiski. Oft réð ullin því hvar bændur versluðu og komið var með hana frá sveitabæjunum í hærusekkjum úr hrosshári til verslunar. Kaup- mannsfrúin og ljósmyndarinn Oline Lefolii brá sér einn sumar- daginn upp á loft í ullarhúsinu sem var einn hluti af húsaþyrpingu sem nefndist Vesturbúðin og hýsti stórverslun danska kaupmannsins Lefoliis á Eyrarbakka. Þar ljós- myndaði hún fólk að störfum. Þetta hefur verið um 1910 á blóma- skeiði verslunar á Eyrarbakka. Ljósmyndin sýnir fólk, konur og karla við að flokka ull. Bændurnir komu með hana grófflokkaða til verslunarinnar og var hún vigtuð á stórri vog. Á ullarloftinu var unnið að því að fínflokka og hreinsa ullina og setja í stóra ullarbala sem fluttir voru til skips sem beið á hafnarlæginu fyrir utan. Þennan vettvang ljósmyndaði kaup- mannsfrúin Oline Lefolii og fangar þannig strit alþýðunnar á Eyrar- bakka við störf. Ull flokkuð í Vesturbúðinni á Eyrarbakka Mynd af myndinni mögnuðu sem Oline Lefolii tók í kringum 1910. Myndin er sýnd ásamt ullar- voginni stóru og ullarsekkjum. Vogin og sekk- irnir væru fátæklegri og segðu minna ef ljósmyndin væri ekki til staðar. Það er erfitt fyrir nútíma-fólk að ímynda sér lífið án ljósmynda, svo samofin er ljósmyndin orðin tilveru mann- fólksins aðeins 180 árum eftir að ljósmyndatæknin var fundin upp. Hver og einn einstaklingur á sitt ljósmyndasafn en þjóðin sjálf á líka sitt myndasafn. Heitið minnir okkur á að þetta er myndasafn þjóðarinnar. Mörg söfn á vegum sveitarfélaga eða héraða hófu að safna ljósmyndum eftir miðbik 20. aldar ýmist á byggðasöfnum eða skjalasöfnum. Þannig að einstakir landshlutar eða bæir geta líka státað af sínum myndasöfnum. Enginn safnkostur hefur vaxið jafn hratt í söfnum landsmanna síðasta áratug og ljós- myndir. Sú þróun er ekki bundin við Ísland heldur er alþjóðleg. Það má spyrja sig til hvers þjóð- in þurfi að eiga sitt myndasafn. Hvaða hlutverki þjónar slíkt safn? Slíkt safn geymir okkar sameigin- lega myndheim. Sá myndheimur er býsna víðfeðmur og tekur til allra þeirra ólíku þátta sem móta lífið í landinu og sambúð okkar við landið en líka til íbúanna sjálfra og daglegs lífs þeirra. Kannski koma fólki fyrst í huga sögulegir viðburðir í lífi þjóðarinnar. Í fyrra minntumst við ýmissa atburða sem tengdust árinu 1918; sambandslaga, frostavetrar, spænsku veikinnar og Kötlugoss. Þó að myndakostur frá þessum atburðum sé mjög takmarkaður er það þó í gegnum hann sem við komumst í mest návígi við þá. Í huga okkar mótast mynd af þeim lituð af ljósmyndunum. Í þeirri upprifjun kom á óvart að sjá fjöl- breytni í lífi og klæðnaði fólks sem þá byggði Reykjavík sem reyndist svo órafjarri þeirri einsleitu mynd sem við höfum gert okkur af þessum tíma. Við getum líka velt því fyrir okkur hvernig byggð hefur þróast í landinu síðan ljósmyndaöldin rann upp. Í gegnum ljósmyndir getum við rakið þróun þéttbýlis- byggðar og húsakosts til lands og sjávar. Hvernig húsakostur í Mikið heimildargildi Þessi ljósmynd er á grunnsýningu Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Þar er hún sýnd ásamt ullarvoginni stóru og ullarsekkjum. Vogin og sekkirnir væru fátæk- legri og segðu minna ef ljósmyndin væri ekki til staðar. Á sýningum safnanna á Eyrarbakka gegna ljósmyndir stóru hlutverki. Þær víkka sjóndeildarhringinn, útskýra gjarnan samhengi safngripa og varpa betra ljósi á sýningatexta. Lýður Pálsson Elsta ljósmyndasafnið er í Þjóðminjasafninu Árið 1908 var byrjað að safna ljósmyndum í Þjóðminjasafni Íslands og það er elsta ljósmyndasafn landsins. Myndasafnið hefur fengið það virðulega heiti Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni. sveitum hefur breyst með aukinni velsæld og vaxandi bústofni og þéttbýlið teygt úr sér fyrir víkur, út á tanga og upp til fjalla. En líka hvernig byggð hefur hopað og virt fyrir okkur blómleg býli til sveita sem nú heyra sögunni til eða þétt- býlisstaði sem hættu að vaxa. Alveg frá því að ljósmyndin barst til landsins voru ljósmyndir af fólki aðalmyndefnið. Fólk langaði til að eiga af sér mynd og á langri ævi var kannski bara farin ein ferð til ljósmyndara. Portrettmyndin varð minnisgripur fyrir það sjálft, vini þeirra og ættingja en líka hina sem á eftir komu. Sjálfsmyndaöldin sem við lifum á var enn langt undan. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóð- minjasafni er ekki bara að safna myndum til að varðveita til fram- tíðar heldur líka til almennrar miðlunar. Kjarni myndasafnsins er skráður í skráningarkerfi sem er opið á netinu. Slóðin til að skoða hvað þar er varðveitt er www. sarpur.is. Þar eru skráðar um 925.000 myndir úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni og yfir 115.000 þeirra eru með stafrænni mynd. Þannig er stærsta sýningin í Þjóðminjasafni í vefheimum. Ásókn almennings í landinu í að sjá og eignast myndir af ættingjum sínum og einnig sérfræðinga, sem vinna að verkefnum í útgáfu, kvikmyndum, húsavernd og ýmsu öðru, vitnar um lifandi áhuga á ljósmyndaarfinum. Inga Lára Baldvinsdóttir 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSAFNABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.