Fréttablaðið - 18.05.2019, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 18.05.2019, Qupperneq 53
 Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin stendur á tímamótum vegna aukinna verkefna og eftirspurnar eftir þjónustu og leitar að öflugum sérfræðingum til starfa. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Sérfræðingur á ráðgjafar- og fræðslusvið Ráðgjafar- og fræðslusvið stýrir og skipuleggur ráðgjöf og fræðslu fyrir barnaverndarnefndir og starfsmenn þeirra, veitir samstarfsaðilum og almenningi leiðbeiningar um barnavernd og stýrir fræðslu, þróun og innleiðingu aðferða við vinnslu barnaverndarmála. Auk þess heldur sviðið utan um vinnslu tölfræðilegra upplýsinga fyrir Barnaverndar- stofu og stýrir gerð ársskýrslu stofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf eða sambærilegt próf af heilbrigðis- eða félagssviði. • Krafa um þekkingu á starfi barnaverndar, reynsla af barnaverndarstarfi æskileg. • Hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti. • Þekking og reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga æskileg. Sérfræðingur á meðferðar- og fóstursvið Meðferðar- og fóstursvið stýrir skipulagi meðferðarstarfs vegna hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda barna, þjálfar verðandi fósturforeldra og metur umönnunar- og meðferðarþörf barna við afgreiðslu umsókna barnaverndarnefnda um fósturheimili og meðferð. Auk þess veitir sviðið barnaverndarnefndum, fósturforeldrum, meðferðaraðilum á vegum Barnaverndarstofu og öðrum fagaðilum ráðgjöf vegna meðferðar- og fósturmála. Sviðið ber jafnframt ábyrgð á gæðaeftirliti með þjónustu við börn sem dvelja á fóstur- eða meðferðarheimilum og veitir leiðbeiningar um slíka þjónustu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf eða sambærilegt próf af heilbrigðis- eða félagssviði. • Þekking og hæfni til að meta upplýsingar barnaverndarnefnda og annarra fagaðila um umönnunar- og meðferðarþörf barna. • Reynsla af meðferðarvinnu eða foreldrafærniþjálfun sem nýtist í starfi og/eða fósturmálum er æskileg. • Reynsla af barnaverndarstarfi er æskileg. Tvær stöður sálfræðinga á Stuðlum Stuðlar veita börnum á aldrinum 12 – 18 ára bráðaþjónustu og sérhæfða meðferð vegna alvarlegs hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Störf sálfræðinga á Stuðlum taka nú breytingum og eru tvær nýjar stöður lausar til umsóknar. Sálfræðingar Stuðla munu hafa umsjón með greiningu og meðferð vegna barna á meðferðardeild, þar með talið fjölskyldumeðferð og eftirmeðferð, sinna ráðgjöf og handleiðslu og eiga samvinnu við starfsfólk Stuðla, barnaverndarnefnda, skóla, heilbrigðisstofnana og aðra samstarfsaðila. Einnig munu sálfræðingar Stuðla bera ábyrgð á og veita sálfræði- þjónustu við önnur meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu og bera ábyrgð á frummati og ráðgjöf vegna barna sem eru neyðarvistuð á lokaðri deild Stuðla. Menntunar- og hæfniskröfur: • Löggilding sem sálfræðingur á Íslandi. • Þekking á innleiðingu og viðhaldi gagnreyndra aðferða í meðferðarstarfi og mati á meðferðarþörf er æskileg. • Færni til að handleiða og eiga samvinnu við samstarfsfólk innan stofnunar sem utan. • Sérmenntun í meðferðarvinnu sem nýtist í starfi er æskileg. • Þekking, reynsla og færni í greiningarvinnu, hugrænni atferlismeðferð, fjölskyldu- meðferð, atferlismótun og félagsnámskenningum. Nýtt teymi í fjölkerfameðferð (MST) MST er meðferð fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærumhverfi fjölskyldunnar í samstarfi við starfsfólk barnaverndarnefnda, skóla, heilbrigðisstofnana og aðra sérfræðinga. Vegna mikillar eftirspurnar eftir MST meðferð stendur til að bæta við þriðja meðferðarteyminu og er því auglýst eftir sérfræðingum í eftirfarandi stöður: Staða teymisstjóra í MST Teymisstjóri sinnir daglegri umsjón og faglegri stjórnun MST teymis og stýrir vikulegri faghandleiðslu og klínískri starfsþróun MST þerapista samkvæmt aðferðafræði MST. Einnig metur teymisstjóri meðferðarþörf, fjallar um stigskipta þjónustu og umsóknir um meðferð í samráði við aðra sérfræðinga Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda. Teymisstjóri tekur þátt í faglegri þróun og fræðslu og samráði við erlendan MST sérfræðing um gæði í meðferð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um sálfræðing með löggildingu eða einstakling með meistarapróf og að lágmarki tveggja ára þjálfun og reynslu af klínískri vinnu, aðra en af störfum í MST. • Sérmenntun í meðferðarvinnu sem nýtist í starfi er æskileg. • Reynsla af störfum við MST meðferð er æskileg. • Krafa um þekkingu, reynslu og færni í greiningarvinnu, hugrænni atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, atferlismótun og félagsnámskenningum. Sálfræðingar / félagsráðgjafar í tvær stöður MST-þerapista MST þerapisti sinnir meðferð fjölskyldna og barna í nærumhverfi undir stjórn teymisstjóra í samvinnu við lykilaðila, gerir meðferðaráætlanir, tekur þátt í vikulegri faghandleiðslu teymis og klínískri starfsþróun með teymisstjóra og erlendum MST sérfræðingi. Þerapisti heldur meðferðarfundi og er aðgengilegur forsjáraðilum barns í síma innan umsamins sveigjanlegs vinnutíma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Krafa um meistarapróf og löggildingu/starfsréttindi sem sálfræðingur eða félagsráðgjafi. • Krafa um þekkingu og færni í hugrænni atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, atferlismótun og félagsnámskenningum. • Sérmenntun í meðferðarvinnu sem nýtist í starfi er æskileg. Nánari upplýsingar um störfin og kröfur til umsækjenda má finna á Starfatorgi, www.starfatorg.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, í síma 530 2600 eða gudruns@bvs.is. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið bvs@bvs.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.