Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 19
n
Hann kalli hana forskotsaðferðina.
Sumum finnist hún flókin. Hún
virki þannig, að þegar komið er að
jöfnunarsætunum sé spurt í hverju
kjördæmi: hver er sá sem hefur
mesta forskotið á næsta mann?
Þetta forskotshlutfall ráði því síðan
hvaða frambjóðandi fái fyrst
úthlutað jöfnunarsæti, og síðan koll
af kolli. Þetta skili að sínu viti betri
úthlutun en núgildandi kerfi geri,
en samkvæmt því er úthlutun jöfn-
unarsætanna þannig, að fyrst er
búin til landsröð flokkanna, eftir
landsfylgi þeirra. Svona er búin til
forgangsröð að jöfnunarsætunum
níu, sem líkja má við hlaðborð.
Hvort hægt sé að benda á betra
kerfi en nú sé við lýði sé þó ekki
aðalatriðið, að sögn Þorkels. „Mór-
allinn í sögunni“ sé samt þessi: Það
verður ekki bæði á einfaldleika og
gæði kosið. „Það er aldrei hægt að
finna beztu lausn nema með því
sem flestir myndu telja flókinni
aðferð. Það er aldrei hægt að fá
með einfaldri aðferð lausn sem
ekki hefur hættu á miklum
skavönkum í sér fólgna,“ segir Þor-
kell.
Loks vekur Þorkell athygli á því,
að í stjórnarskránni/kosningalög-
unum sé í raun verið að segja mót-
sagnakennda hluti: Annars vegar
séu hér kjördæmi þar sem vægi
atkvæða er helmingi meira í einu
en öðru, og hins vegar sé ætlazt til
að þegar landið er skoðað í heild
séu því sem næst jafnmörg atkvæði
að baki hverju þingsæti. Þess
vegna sé spennandi að velta fyrir
sér allt öðruvísi lausnum.
„Margir nefna og mér sýnist það
njóta vaxandi stuðnings að gera
landið að einu kjördæmi. En þá
fyndist mér að þyrfti að bæta all-
mörgu við,“ segir Þorkell. Til að
valkostir kjósandans í kjörklefan-
um væru ekki bara listar með 126
nöfnum frambjóðenda þá yrði
annað hvort, að mati Þorkels, að
lögbjóða einhvers konar prófkjör,
og þá helzt þannig að þau væru
leynileg og til dæmis haldin sama
daginn hjá öllum flokkum svo að
„menn geti ekki valsað á milli
flokka“.
Hinn kosturinn væri sá að gera
kjósendum kleift að velja sér menn
af þessum eina stóra landslista
hvers flokks. „Svo mætti hugsa sér
að ganga enn lengra og hafa hlað-
borð, eins og Vilmundur Gylfason
heitinn lagði til, að kjósendur gætu
valið menn af hinum ýmsustu list-
um,“ segir Þorkell. Kerfið á Írlandi
bjóði upp á tilbrigði við þetta.
Svo séu til blandaðar leiðir eins
og þýzka kosningakerfið, þar sem
helmingur þingmanna er kjörinn í
einmenningskjördæmum og hinn
helmingurinn af listum. Kjósand-
inn hefur í raun tvö atkvæði, ann-
ars vegar til persónukjörs og hins
vegar listakjörs. Yfirfært á Ísland
væri hægt að hugsa sér um 30
manna landslista og persónukjör í
annað hvort ein-, tví- eða þrímenn-
ingskjördæmum.
Vísindamenn lífefnafyrirtækis á
Nýja Sjálandi hafa komist að því
að til eru kýr sem framleiða fitu-
snauða mjólk eða undanrennu,
samkvæmt fréttavef BBC. Genið
sem veldur þessari breytu var
uppgötvað 2001 í kúnni Marge en
genið kom einnig fram í nokkrum
kvíga hennar. Með nánari rann-
sóknum á genamengi þessara kúa
telja vísindamenn möguleika á að
hægt verði að koma upp hjörð af
kúm sem eingöngu framleiða
undanrennu.
Sumir aðilar í mjólkuriðnaðin-
um benda þó á að fita í mjólk sé
ekki hættuleg sé hennar neytt í
hófi og aukning á hjartasjúkdóm-
um og heilablóðföllum megi ekki
rekja beint til fitu í nýmjólk. Ed
Komorowski, tæknistjóri hjá
Dairy UK, segir að á meðan það
muni henta sumum mjólkurfyrir-
tækjum vel að fá undanrennuna
beint af kúnni séu önnur fyrirtæki
sem selji rjómann af mjólkinni í
aðrar vörur. Nýmjólk er um 25
prósent þeirrar mjólkur sem seld
er í Bretlandi í dag en afgangur-
inn er undanrenna eða léttmjólk.
Hálfur lítri af nýmjólk inniheldur
3,5 prósent mettaða fitu, léttmjólk
inniheldur 1,7 prósent mettaða
fitu og undanrenna 0,1 prósent
mettaða fitu.
Undanrenna beint af kúnni
Kynning!
D a l v e g u r 4
T j a r n a r v e l l i r 1 5
B ú ð a k ó r 1
H a m r a b o r g 1 4 a
S k i p h o l t i 7 0
H ö f ð a b a k k a 1
N e s v e g i 1 0 0
S u n d l a u g a v e g i 1 2
H á a l e i t i s b r a u t 5 8 – 6 0
Æ g i s b r a u t 2 9 , A k r a n e s i
D a l v e g u r 4
T j a r n a r v e l l i r 1 5
B ú ð a k ó r 1
G r e n s á s v e g i 4 8
D a l v e g u r 4
verslanir Fiskisögu Veitingahús verslanir Gallerí Kjöts
Milli klukkan 17:00 og 19:00 föstudaginn 1. Júní verður kynning
á sælkeraréttum veitingahússins Eldhúsið að Dalvegi 4.
Eldhúsið býður uppá ljúffenga kjöt- og fiskrétti að hætti
Gallerí kjöts og Fiskisögu.
Fjölbreytt úrval af gæða kjöti og fisk á grillið.
Matreiðslumeistarar grilla fyrir gesti og
Ölgerðin verður með kynningu á staðnum.
Nýr matseðlill daglega!
Verði þér að góðu!
Kynning á vörum Fiskisögu og Gallerí Kjöts