Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 24
Margt er reyndar sameiginlegt með Expedition og F-150 og undirvagninn sá sami þó lengdur sé en segja má að uppbygging þessa bíls sé mix á milli F-150 og F-250/F-350. Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is KOSTIR OG GALLAR FORD EXPEDITION ● 3,5 LÍTRA BENSÍNVÉL, ● 375 HESTÖFL ● FJÓRHJÓLADRIF Eyðsla frá: 12,4 l/100 km í bl. akstri Mengun: ekki þekkt g/km CO2 Hröðun: 6,5 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 193 km/klst Verð frá: 14.990.000 kr. Umboð: Brimborg ● Útlit ● Stærð ● Lúxusinnrétting ● 8 sæti ● Aksturshæfni ● Verð ● Eyðsla Stærsti jeppi sem fá má á Íslandi nú er vafalaust Ford Expedition en þar fer risastór bíll með þrjár sætaraðir, pláss fyrir 8 manns og vel getur farið um alla farþega. Ef hægt er að tala um jeppa í XL flokki er þessi XXL. Þennan bíl má fá hjá Brimborg og er hann allrar athygli verður en kostar sitt, sem skiljanlegt er fyrir svo stóran bíl. Expedition hefur farið í mikla megrun milli kynslóða hvað vigt bílsins varðar, en Ford tókst að létta hann um ein 350 kíló milli kynslóða með aukinni álnotkun og munar um minna fyrir bæði eyðsluna, upptakið og léttleika í akstri. Þessi bíll er alls ekki fyrir alla, annaðhvort þarftu að eiga mjög stóra fjölskyldu, þurfa mikið pláss í ferðlög eða hreinlega reka ferðaþjónustu og nota hann til far- þegaflutnings því óbreyttur er hann góður kostur til að flytja fólk í lúxus og tekur 7 farþega. Enn fremur þarftu að hafa djúpt veski því kaupverðið er 15 milljónir króna. Auk þess þarftu að vera tilbúinn að punga út slatta á dælunni, því í reynsluakstrinum reyndist hann vera með 18,1 lítra eyðslu. Aflmikil vél og 10 gírar Vélin í reynsluakstursbílnum var 3,5 lítra V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum, 375 hestöfl og hentar þessum bíl sannast sagna einkar vel. Hann er prýðilega frískur með henni og alls ekki brennandi þörf fyrir meira afl, þó svo Ford bjóði þessa vél háþrýstari og skráða fyrir 400 hestöflum. Með ári góðri 10 gíra skiptingu, já, ég sagði 10 gíra skiptingu, er aflið alltaf til staðar. Það er ekki svo að greinarritari muni hægt að fá bíl með fleiri gírum í sjálfskiptingunni, en hvar endar þetta? Þessi vél og skipting kemur beint úr Ford F-150 pallbílnum, mest selda bíl Bandaríkjanna og því má treysta þessum vélbúnaði. Margt er reyndar sameiginlegt með Expedition og F-150 og undirvagn- inn sá sami þó lengdur sé en segja má að uppbygging þessa bíls sé mix á milli F-150 og F-250/F-350. Það sem helst greinir á milli Expedition og þeirra er vandaðri innrétting, flottari efnisnotkun og lúxus sem frekar ætti heima í Lincoln bílum en Lincoln er einmitt í eigu Ford. Það þarf stundum ekki að leita langt yfir skammt. Einnig verður að segjast að ytra útlit bílsins er flott og ákveðinn glæsileiki felst í stærðinni. Innréttingin í Expedition rassskellir þá sem er í Chevrolet Suburban og lætur hann líta út eins og einhvern iðnaðarbíl. Hverjum þeim sem ekur Expedition líður hins vegar eins og forstjóra eða einkabílstjóra þjóð- höfðingja. Ljúflingur en slakur í fimleikum Akstur Expedition er ferlega þægi- legt „ride“ svo lengi sem farið er beint. Það á reyndar við ansi marga eða flesta ameríska bíla, þeir eru ágætir í beinni línu en þegar kemur að því að henda þeim fyrir hornin vandast málið. Það var svo sem ekki við því að búast að þetta risastóra flugmóðurskip væri mjög gott í fim- leikum. Bíllinn er ári lipur í flestum innanbæjarakstri en þegar hratt er farið, t.d. á hringtorgunum, er eins gott að vara sig. Nokkur hringtorgin finnast þegar ekið er milli Reykja- víkur og Mosfellsbæjar og reynt var á gripinn með því að fara þau nokkuð hratt og góði Guð, það er bara hættulegt. Þar missti hann grip og reyndi að leiðrétta aksturs- leiðina með aðstoðarkerfum sínum, en þetta gerðist bara á alltof litlum hraða og olli vonbrigðum. Lipurt og létt stýri, þokkalegur beygjuradíus og enginn biðtími þegar stillt er á milli D og R gerir þennan bíl þó furðu þægilegan í borgarakstrinum, svo fremi sem maður finni nógu stórt stæði til að leggja honum í. Hentar vel ákveðnum þörfum Ford Expedition er gríðarlega vel útbúinn bíll tæknilega með öllum hugsanlegum aðstoðar- og öryggiskerfum og miklum lúxus. Of langt mál er að telja þetta allt upp, en sem dæmi er bæði kæling og hiti í rafdrifnum framsætunum og hiti í aftursætum. Feikilega gott Bang & Olufsen hljóðkerfi var í reynsluakstursbílnum sem veitti greinarritara mikla ánægju. Sam- skiptakerfið er með raddstýringu og 6 USB-tengi eru um allan bíl og þráðlaust hleðslusvæði fyrir far- síma. Vel er hugsað fyrir drykkju- þörf allra farþega og aukageymslu- hólf um allan bíl. Tignarlegt var að sjá að halla má öftustu sætaröðinni rafrænt og þar er merkilega gott fótarými en höfuðrými leyfir ekki stærri einstaklinga en 180 cm. Minnstu vinirnir fara því þangað, eða börnin. Ford Expedition er sérstakur bíll sem hentar þó vel þröngum hópi með ákveðnar þarfir. Ekki fæst stærri jeppi og það gefur mikla möguleika, en þeir sem ætla að kaupa sér fimlegan aksturs- bíl þurfa einfaldlega að fá sér minni bíl og líklega evrópskan eða frá Asíu. Þessi bíll getur þó dregið 4 tonna aftanívagn, geri aðrir betur. Risinn í jeppaflórunni Ford Expedition er risastór átta sæta jeppi sem hentar stærri fjölskyldum, þeim sem þurfa mikið pláss fyrir farangur eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Ekki skortir flutningsrými og minnir það einna helst á 20 rúmmetra gám. Gríðarlega vel fer um alla farþega í glæsilega innréttuðum risajeppanum. Gríðarstóri jepp- inn Ford Expedi- tion er bíll fyrir þá sem leita að miklu plássi, lúxus og þægilegum akstri en svona „flugmóðurskip“ verður seint gott í fimleikum. Góð drifrás, glæsileg innrétting og þægilegheit ein- kenna bílinn. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R6 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.