Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 20
Ekki er langt síðan að Vlad-ímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bíla- sýningu í Moskvu. Bíllinn fer í sölu í janúar á næsta ári og býst rúss- neski framleiðandinn við að selja 150 eintök af honum fyrsta árið. Í fyrstu verður hann aðeins í boði í heimalandinu Rússlandi en fljót- lega miklu víðar og markmiðið er þá að selja um 10.000 eintök á ári. Ekki er því að neita að þessi Aurus Senat bíll er nokkuð líkur Rolls Royce Ghost bílnum og svo sem ekki leiðum að líkjast, en hliðar- svipurinn, stórt grillið og ferköntuð aðalljósin skapa þessi líkindi. Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allra- handa aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bíla- framleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum. Aurus Senat eins og forsetabíll Pútíns en bara aðeins minni útgáfa hans Hinn rússneski Aurus Senat er hlaðinn munaði og ekki skortir hann heldur afl. Nú á tímum gegndarlausrar eftirspurnar eftir jepplingum hafa margir bílaframleið- endur gripið til þess ráðs að útfæra þekktar bílgerðir sínar í hækkaðri mynd og dugar þar að nefna VW Golf Alltrak, Audi A6/A4 Allroad og Volvo V90 Cross Country. Með þessum útfærslum geta bílafram- leiðendur rukkað kaupendur um aðeins hærra verð, þrátt fyrir lítinn þróunarkostnað og sloppið við að hanna nýja bíla frá grunni. Svo virðist sem Toyota ætli að vera með í þessum leik því til stendur að setja á markað hinn vinsæla Corolla bíl á stultum og fær hann nafnið Toyota Corolla Cross, en Toyota er að minnsta kosti búið að sækja um einkaleyfi á því nafni. Mjög litlum sögum fer af því hvernig þessi bíll verður útbúinn en víst má telja að auk hækkunar á undirvagni verði hann með ýmsum hlífðarplötum svo hann líti nú út fyrir að vera fær í flestan sjó. Háfætt Toyota Corolla á leiðinni Venjuleg Toyota Corolla bifreið. Nú stendur yfir bílasýning í Moskvu og þar sýna m.a. innlendir framleiðendur sína dýrð og auðvitað vantar ekki Lada-bíla þar. Það er bílaframleið- andinn AvtoVAZ sem framleiðir Lada-bíla og þar á bæ hafa menn sett á sig töffaraskóna og smíðað tilraunabíl sem leysa á af hinn klassíska Lada Sport, eða Niva eins og stór hluti heimsbyggðarinnar þekkir hann. Þessi bíll er svo mikil breyting frá forveranum að leitun er að öðru eins. Þarna fer glettilega flottur jeppi sem virðist geta tekist vel á við torfærur. Líkindin með gamla bílnum eru eiginlega aðeins fundnar á húddinu og afturstuðar- anum, restin er gerbreytt. Bíllinn stendur á ruddalega flottum 21 tommu felgum, en ekki er nú víst að framleiðslubíllinn verði þannig útbúinn. Stórtækar breytingar Yfirmaður hönnunardeildar Avto- VAZ segir að fyrirtækið sé að búa sig undir framtíðina með hönnun þessa bíls og þeim virðist bara hafa Lada Sport töffari í Moskvu Það er bílaframleiðandinn AvtoVAZ sem framleiðir Lada-bíla og smíðaði til- raunabíl sem leysa á af hinn klassíska Lada Sport sem Íslendingar þekkja vel. Hér er sko aldeilis komið gerbreytt útlit á Lada Sport sem ekki þótti fríð áður. Í nýrri skýrslu stjórnvalda um skatta á ökutæki kemur fram að frá og með 1. september og til næstu áramóta verði notast við gamla útblástursgildið NEDC, en fyrir bíla sem einungis munu hafa nýja gildið, WLTP, verði það lækkað um 17,36% í mótvægis aðgerðum. Frá byrjun árs 2019 ætla stjórnvöld svo að falla frá 10 flokka vöru- gjaldstöflunni og taka upp línulega álagningu en áfram verður notast við NEDC-gildið á þeim bílum sem hafa það áfram á COC-vottorðum sínum. Árið 2020 mun svo gamla gildið, NEDC, falla niður alfarið, við innflutning á nýjum bílum, en áfram verður stuðst við línulega vörugjaldaálagningu. Stjórnvöld stóðu við sitt Miðað við fyrstu skoðun Bílgreina- sambandsins þá eru stjórnvöld að koma til móts við þær áhyggju- raddir sem hafa verið uppi vegna hærri útblástursgilda samkvæmt nýju mælingaraðferðinni WLTP. Því ættu bílaumboð landsins að geta andað aðeins rólegar, en stjórnvöld hafa hingað til lýst því yfir að þessar nýju mælingar í mengunargildum muni almennt ekki hækka verð á nýjum bílum. Það má þó búast við því að sumir bílar muni hækka í verði með nýju WLTP-gildunum og aðrir lækka. Þetta gæti því breytt því aðeins hvaða bílar verða freistandi til kaupa og hverjir missa vinsældir sökum hærra verðs. Línuleg álagning og 17,36% lækkun á WLTP Umferðin í Reykjavík er þung á álagstímum og útblástur frá bílum því mikill. tekist ansi vel upp. Ný Lada Sport er örlítið styttri bíll en Dacia Duster, en hærri á vegi og með slaglengri fjöðrun og brattari aðfallshornum að framan og aftan og því torfæru- hæfari bíll. Ennfremur eru stærri hjólaskálar á bílnum og því hægt að setja stærri dekk undir hann. Ekki er ljóst hvaða vélar verða í boði í bílnum, en víst er að hann verður í boði sjálfskiptur og með háu og lágu drifi. Að innan er líka búið að færa Lada Sport inn í framtíðina og hann er til dæmis með tveimur skjáum í mælaborðinu. Tæknilega er bíllinn líka kominn vel inní 21. öldina öndvert við forverann og tveggja svæða sjálfvirk miðstöð, Bluetooth-tenging, skriðstillir og fleira góðgæti færir þennan Lada Sport heila öld fram í tímann. Ný reglugerð um skatta á öku- tæki vegna nýju WLTP-útblásturs- gildanna mun ekki hækka verð á bílum að jafnaði. TILBOÐ Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is www.mtdekk.is DEEGAN 38 A/T 285/70R17 kr. 37.900 stk. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R2 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.