Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 34
Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 4. SEPTEMBER 2018 Tónlist Hvað? Waco á Kexi Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Á næsta djasskvöldi Kex Hostels, þriðjudaginn 4. september, kemur fram norræni kvartettinn Waco en hann skipa þeir Martin Myhre Olsen á saxófóna, Kjetil André Mulelid á píanó, Bárður Reinert Poulsen á kontrabassa, og Simon Olderskog Albertsen á trommur. Kvartettinn hefur starfað síðan 2014, leikið víða um lönd og feng- ið frábæra dóma. Tónlistin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Hvað? Austurvígstöðvarnar í Bæjarbíói Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Ljóðapönksveitin Austurvígstöðv- arnar sendi frá sér hina umdeildu hljómplötu Útvarp Satan í sumar og vakti hún talsverða eftirtekt ekki síst fyrir hárbeitta ádeilu- texta Davíðs Þórs Jónssonar. Í tilefni af útgáfu plötunnar hafa Austurvígstöðvarnar verið dug- legar við tónleikahald og spilaði hljómsveitin meðal annars á rokk- hátíðinni Eistnaflugi í sumar við góðar undirtektir. Nú er komið að útgáfutónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem Útvarp Satan verður leikin í heild sinni. Viðburðir Hvað? Argentínskur Tangó Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó Opinn kynningartími kl. 20-21, allir velkomnir og ekki þarf að mæta með dansfélaga. Dj er Þor- varður. Njótum þess að dansa á frábæru dansgólfi í yndislegu húsi. Aðgangseyrir er kr. 1.000 en frítt er fyrir 30 ára og yngri. Hvað? Kevin Hart í Laugardalshöll Hvenær? 20.00 Hvar? Laugardalshöll Kevin Hart hefur skapað sér nafn sem einn helsti grínisti, skemmti- kraftur, höfundur og viðskipta- maður afþreyingarbransans í dag. Nú leggur hann af stað í einn allra stærsta gríntúr fyrr og síðar og við erum svo heppin að fá stór- stjörnuna til Íslands með nýju sýninguna sína. Nýja sýningin hans, Irresponsible, er hlaðin kostulegum sögum, beittum húmor og hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur. Því er óhætt að lofa þeim sem mæta í Höllina 4. september útkeyrðum hlátur- taugum að henni lokinni. Hvað? Bókmenntakvöld með Lilju Sigurðardóttur Hvenær? 19.30 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Lilja Sigurðardóttir rithöfundur les upp úr og fjallar um bók sína Búrið, en hún hlaut Blóðdropann fyrir bestu íslensku glæpasöguna 2018. Búrið er lokaþátturinn í þríleik Lilju um eiturlyfjasmygl, efnahagsglæpi og eldheita ást í Reykjavík samtímans. Fyrri bæk- urnar, Gildran og Netið, koma að sjálfsögðu einnig við sögu en þær hafa einnig hlotið frábærar við- tökur. Allir velkomnir – kaffi og meðlæti. Hvað? Bókarkynning á Gleymnu óskinni eftir Ólaf Stefánsson og Kára Gunn Hvenær? 20.00 Hvar? Norðurbakkinn, Hafnarfirði Bókakynning með léttu ívafi á bókinni: Gleymna óskin eftir Ólaf Stefánsson og Kára Gunnarsson teiknara. Kynningin verður með léttu sniði og við allra hæfi Hvað? Hvernig breyttu „fjórar dætur Guðs“ Íslandi? Erindi í Nes- kirkju Hvenær? 17.00 Hvar? Neskirkja Jørn Øyrehagen Sunde, prófessor við lagadeild háskólans í Björgvin heldur erindið Hvernig breyttu „fjórar dætur Guðs“ Íslandi? Magnús lagabætir, Jónsbók og samfélagsbyltingin á 13. öld. Hvað? Stafræn tungumálaverk- efni – kynjamunur? Hvenær? 16.15 Hvar? Veröld – hús Vigdísar Í fyrirlestrinum verður kynnt verkefni sem unnið var að í tengslum við vinnustofu í starf- endarannsóknum (ARC) við Nýmálasetrið í Graz. Nemendur í dönsku á fyrsta ári í framhalds- skóla, ásamt kennurum, lögðu þar Þórhildi lið. Nemendur leystu verkefni, sem fólst í því að velja fréttir á netinu og kynna þær fyrir samnemum sínum á Facebook með eigin texta. Sjónum verður einkum beint að þátttöku, efnis- vali og kynningu nemendanna með tilliti til kynjamunar. Hvað? Uppskerutíð í matjurta- garðinum Hvenær? 17.00 Hvar? Nytjajurtagarður Grasa- garðs Reykjavíkur Garðyrkjufræðingar Grasa- garðsins, félagar úr Hvönnum – matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands, fræða gesti um leiðir til að meðhöndla uppskeruna úr mat- og kryddjurtagarðinum svo ekkert fari til spillis. Þá verður fjallað um hvernig best er að undirbúa garðinn fyrir veturinn. Einnig munu félagar úr Seljagarði – borgarbýli kynna starfsemi sína. Fræðslan fer fram í nytjajurtagarði Grasagarðsins við Laugatungu sem er rétt austan við aðalinngang Grasagarðsins og er hægt að koma við hvenær sem er á milli kl. 17.00 og 18.30. Hvað? Ancient Antigonea – searching for the lost city in the Republic Hvenær? 17.00 Hvar? Bókasafn Hafnarfjarðar Þann 4. september kl. 17.00 mun Dorota Sakowicz fjalla um hina fornu borg Antigoneu á bóka- safninu í Hafnarfirði. Dorota er með MA í fornleifafræði og lista- sögu og er nú í doktorsnámi við háskólann í Gdansk. Fyrirlestur- inn fer fram á pólsku kl. 17.00 og ensku kl. 18.00. Sýningar Hvað? Náttúrulega | Solveig Thor- oddsen Hvenær? 16.00 Hvar? Ekkisens, Bergstaðastræti Solveig Thoroddsen sýnir verk sem fjalla um náttúruna og tengsl manneskjunnar við hana. Hvað? Myndlistarsýning | Svífur að hausti Hvenær? 16.00 Hvar? Bókasafni Kópavogs Inga Kristjánsdóttir sýnir olíu- málverk á striga sem máluð eru á síðustu tveimur árum. Verkin tjá lífsgleði sem á jafnt við á hausti sem og á öðrum tímum. Kona fer í stríð (ENG SUB) ............. 18:00 Kvíðakast (Atak Paniki) ................... 18:00 Andið eðlilega (ENG SUB) ............. 18:00 Whitney .................................................... 20:00 Kvíðakast (Atak Paniki) ................... 20:00 Nýjar hendur (ENG SUB) ................. 20:00 Adrift .......................................................... 22:00 Svanurinn (ENG SUB) ....................... 22:00 Whitney ..................................................... 22:20 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Davíð Þór Jónsson hefur vakið athygli fyrir hárbeitta ádeilutexta í lögum Austurvígstöðvanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lilja Sigurðardóttir les upp bók sinni Búrinu í Bókasafni Seltjarnarness í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hlíðarendi 20-26 Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 15. ágúst 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 23. ágúst 2018 2018 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 20-26 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst að valkvætt verður að byggja bílageymslu fyrir atvinnuhúsnæði á jarðhæð eða í bílakjallara. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vesturlandsvegur Hallar Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 15. ágúst 2018 og borgarráði Reykjavíkur þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vesturlandsvegar Halla. Í breytingunni felst að fellt er úr gildi 1000 fermetra lágmarksstærð einstakra verslana. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögur má einnig nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 4. september 2018 til og með 16. október 2018. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 16. október 2018. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 4. september 2018 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Auglýsing um tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.