Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 26
Loksins kom að því að BMW sýndi endanlegt útlit sport-bílsins BMW Z4 sem fyrirtækið þróaði í samstarfi við Toyota. Það gerðist fyrir skömmu í Monterey í Kaliforníu. BMW sýndi svokallaða Z4 M40i First Edition útgáfu bílsins sem er með 6 strokka og 3,0 lítra vél sem afkastar 340 hestöflum. Það dugar honum til að taka sprettinn í 100 á 4,6 sekúndum. BMW Z4 er með jafna þyngdardreifingu á öxlunum eins og sönnum sportbíl sæmir. BMW ætlar brátt að upplýsa hvaða aðrir vélarkostir verða í boði og þá má búast við því að fjögurra strokka vél með forþjöppu bætist við úrvalið. Þá mun BMW vafalaust í leiðinni upplýsa hvaða verðmiði verður á þessum grip sem skiptar skoðanir voru um hvað fegurð varðar. BMW þróaði þennan bíl í samstarfi við Toyota og fær útgáfa hans frá Toyota líklega nafnið Supra. BMW sviptir hulunni af Z4 Útlit BMW Z4 sportbílsins er umdeilt. Í dag, 4. september, mun Mercedes Benz svipta hulunni af sínum fyrsta rafmagnsbíl í röð bíla sem bera munu nafnið EQ. Mun það gerast í Stokkhólmi. Þessi bíll verður rafmagnsjeppi sem fær heitið EQ C og er í grunninn byggður á GLC-jeppa Benz. Þegar þessi bíll kemur á markað verður hann líklegast af árgerðinni 2020. Heyrst hefur að bíllinn verði með tvo rafmagnsmótora með samtals 402 hestöfl sem send eru til allra hjóla bílsins. Drægi hans verður á bilinu 400 til 480 km. Þessar tölur benda til þess að bílnum verði att gegn öðrum rafmagnsjeppum sem þegar eru komnir á markað, svo sem Tesla Model X, Jaguar I-Pace og Audi E-Tron. Því má telja líklegt að hann muni kosta nálægt 70.000 doll- urum, eða ríflega 7 milljónir króna. Mercedes Benz ætlar að smíða marga bíla undir merkjum EQ, enda líkt og aðrir bílaframleið- endur með mikil áform er kemur að rafmagnsbílum. Fyrsti EQ-rafmagnsbíll Benz frumsýndur í dag Mercedes Benz EQ C er fyrsti hreinræktaði rafmagnsbíllinn frá Benz. Hyundai á Íslandi kynnir nk. laugardag, 8. september, nýja og uppfærða útgáfu af Tucson sem er einn af vinsælustu sportjeppum framleiðandans. Bíllinn hefur fengið uppfærða og snarpari 1,6 lítra og 136 hestafla dísilvél með forþjöppu en auk þess er hægt að fá bílinn með nýrri, sk. „mildri tvinntækni“ (Mild Hybrid) sem Hyundai hefur valið að frum- sýna með Tucson. Við 1,6 lítra dísilvél Tucson er ný og afar skil- virk sjö gíra DCT-sjálfskipting sem dregur úr eldsneytiseyðslu um 0,9 lítra að meðaltali á hverja hundrað kílómetra þar sem hún fer úr 6,1 l í 5,2 l við blandaðan akstur. Þá er bíllinn ennfremur kominn með HTRAC-fjórhjóladrif sem upphaf- lega var hannað fyrir lúxusmerkið Genesis. Mild Hybrid Tucson er fyrsti bíll Hyundai sem fáanlegur er með Mild Hybrid- tækninni, 48 volta og 12 kW hjálparrafmótor sem hefur það hlutverk fyrst og fremst að draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Tækni Mild Hybrid í Tucson er frábrugðin tækni hefð- bundinna tvinnbíla að því leyti að rafmótor Tucson er ekki hugsaður sem aflgjafi sem vinnur stöðugt með sprengihreyflinum heldur Hyundai kynnir uppfærðan Tucson Tucson er fyrsti bíll Hyundai sem fáanlegur verður með Mild Hybrid-tækninni, 48 volta og 12 kW hjálparrafmótor sem hefur það hlutverk fyrst og fremst að draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings og telst því vera „grænni“. Uppfærður Hyundai Tucson sem nú er kominn með Mild Hybrid tækni. BMW hefur á undanförnum árum verið það bílafyrirtæki sem náð hefur hlutfallslega mestum hagnaði af sölu bíla sinna, en nú ber svo við á öðrum fjórðungi þessa árs að Suzuki skákar BMW í þessu tilliti. Suzuki náði 11,8% hagn- aði af sölu en BMW var á sama tíma með 11,4%. Á meðan allt gengur Suzuki í haginn hefur BMW misst titilinn söluhæsta lúxusbílafyrirtæki heims til Mercedes Benz og flækst að auki í dísilvélasvindl eins og svo margir aðrir bílaframleiðendur og geldur nú að auki fyrir þá innflutn- ingstolla sem Trump hefur sett á innflutta bíla í Bandaríkjunum. Suzuki hefur hins vegar upplifað síaukna eftirspurn eftir bílum fyrir- tækisins í vanþróaðri löndum og jók til dæmis hagnaðinn af sölu bíla sinna á Indlandi um 68% á milli ára. Indland er stærsti markaðurinn fyrir Suzuki-bíla. Suzuki skákar BMW í hagnaði  Suzuki Swift er vinsæll víða um heim. eingöngu sem hjálparaflgjafi við vissar kringumstæður þegar reynir á dísilvélina og eldsneytiseyðslan eykst. Þá kemur 12 kW hjálpar- rafmótorinn inn til að sporna við aukinni eyðslu. Svipsterkur sportjeppi Tucson hefur ávallt verið svip- sterkur sportjeppi vegna flæðandi hliðarlína, stórra hjólfelga, áberandi brettakanta og sterk- byggðra þakboga sem undirstrika góða eiginleika bílsins til aksturs við misjafnar aðstæður. Þessir eiginleikar eru undirstrikaðir enn betur með breyttri útlitshönnun Tucson, sem m.a. hefur fengið ný aðalljós með LED sem gefa honum enn svipsterkara yfirbragð. Þau ná upp í efstu horn stallaða grillsins og eru miðpunktur hins endur- hannaða framhluta. Ný LED-ljósa- samstæða blasir við að aftan sem einnig gefur einkennandi útlit og aukinn sýnileika. Að auki hafa fram- og afturstuðari verið endur- hannaðir í nýju útliti sem ýtir enn undir sérkennandi útlit sport- jeppans. Nýtt mælaborð og 8" miðjuskjár Í farþegarými Tucson blasir við breytt hönnun þar sem nýtt mælaborð og 8" snertiskjár eru mest áberandi auk vandaðra leðuráklæða og textílefna sem gefa bílnum fágaðra heildaryfir- bragð. Á þægindasviðinu skapar rafstýrð handbremsa meira pláss á miðstokknum fyrir þráðlausa hleðslustöð fyrir snjallsíma. Þá auðveldar 360° umhverfis- myndavélakerfið ökumanni að leggja bílnum í stæði auk þess sem leiðsögukerfið styðst við þrívíddarkort og fimm ára endurgjaldslausa áskrift að LIVE Services sem veitir m.a. aðgang að upplýsingum um veður, umferð og fleira. Að lokum má nefna að Tucson er búinn nýjustu akstursöryggis- og aðstoðartækni Hyundai, svo sem sjálfvirkri hemlun, akreinavara, blindhorns- viðvörun og annarri öryggistækni. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Revolution Macalibrium® Karlmenn sem komnir eru á miðjan aldur glíma margir hverjir við einkenni sem rekja má til minnkandi framleiðslu testósteróns. Revolution Macalibrium er blanda ólíkra arfgerða macajurtarinnar, sérstaklega ætluð karlmönnum til að draga úr þessum einkennum og koma meira jafnvægi á hormónabúskapinn. Maca er afar virk rót og því er ráðlagt að byrja á því að taka 1 hylki á dag og bæta við öðru hylki eftir 1-2 vikur. Eftir 3-4 mánuði má minnka skammtinn aftur niður í 1 hylki en það gæti nægt til að viðhalda jafnvægi. Meiri kynlöngun - minni kvíði Hefur góð áhrif á: Orku og úthald Beinþéttni Kynferðislega virkni Frjósemi og almennt heilbrigði 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.