Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 10
Fylkir - Aft./Fram 4-1 1-0 Sæunn Ósk Ríkharðsdóttir (9.), 2-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir (13., víti), 3-0 Bryndís Arna Níelsdóttir (45.), 3-1 Samira Suleman (47.), 4-1 Hulda Sigurðardóttir (80.). Nýjast Inkasso-deild kvenna FÓTBOLTI Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í loka- keppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjar- lægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu  stig  í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaum- ferðinni. Öllu raunhæfara er að  gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæg- lega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspil- inu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draum- urinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkenn- ast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna. Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugar- daginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðar- dóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara. Mér finnst liðinu hafa tek- ist vel að setja vonbrigðin frá laugar- deginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll töl- fræði segir að liðið sé í betra líkam- legu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verk- efni. hjorvaro@frettabladid.is Verðum að mæta hörkunni og vera hugrakkar með boltann Leikmenn íslenska liðsins æfa fyrir lokaleik sinn í undankeppni HM 2019 gegn Tékklandi sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Staðan hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti Danmörk 12 + 11 Skotland 12 + 9 Noregur 12 + 8 Wales 11 + 2, búnar með sína leiki. Ísland 10 + 3 Belgía 10 + 2 Austurríki 7 + 1 Lokaumferð í undankeppni HM 2019 í knatt- spyrnu kvenna fer fram í dag. Þar mun Ísland leika við Tékkland, en liðin berjast um að komast í umspil um laust sæti í lokakeppni mótsins. Íslenska liðið stendur betur að vígi fyrir leikinn, en jafntefli eða sigur fleytir liðinu í annað sætið og mögulega í umspil. Mér fannst leikur- inn gegn þeim úti einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Ingibjörg Sigurðardóttir HANDBOLTI Valur verður Íslands- meistari bæði í karla- og kvenna- flokki ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna Olísdeildanna í handbolta gengur upp. Haukar verða í öðru sæti í karla- flokki samkvæmt spánni, ÍBV sem varð þrefaldur meistari á síðustu leiktíð í þriðja sæti og Selfoss, spútniklið síðasta keppnistímabils í fjórða sæti. Grótta mun hins vegar fylgja KA, hinum nýliðanum í deildinni, niður úr efstu deild ef spáin rætist en Akur- eyri sem er einnig nýliði, mun bjarga sæti sínu.. Valur, sem háði baráttu við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í kvenna- flokki í fyrra, verður Íslandsmeistari að þessu sinni hafi spámennirnir rétt fyrir sér. Fram, sem varð tvö- faldur meistari síðasta vetur, verður í öðru sæti og ÍBV endar í þriðja sæti. Haukar komast í úrslitakeppnina með því að hafna í fjórða sæti, en Stjarnan situr eftir með sárt ennið í fimmta sæti. Selfoss sleppur við fall með því að verða í sjötta sæti, KA/Þór, sem er nýliði í deildinni, fer í umspil um öruggt sæti í efstu deild og HK fellur í vor ef spáin rætist. – hó Valsliðunum spáð titlunum Allsherjarpóstatkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnu- stöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands á vegum Heims- ferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi. Kjörgögn hafa verið póstlögð og þurfa atkvæði félagsmanna að hafa borist kjörstjórn félagsins að Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. september 2018. Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja en þeirri kröfu hefur verið hafnað og viðræðutilraunir ekki borið árangur þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara. Reykjavík 3. september 2018 Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands Allsherjarpóst- atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic Umfjöllun um landsleikinn gegn Tékklandi er hægt að nálgast á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS Noregur - Ísland 58-89 Stig Íslands: Emil Barja 15/7 stoðsend- ingar/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 14, Gunnar Ólafsson 13, Ragnar Nathanaelsson 12/5 fráköst, Collin Pryor 10/6 fráköst, Kristinn Pálsson 9, Tómas Hilmarsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 6, Danero Thomas 2, Haukur Óskarsson 2. Vináttulandsleikur FÓTBOLTI Fylkiskonur komust í gær upp í Pepsi-deild kvenna á ný eftir eins árs dvöl í Inkasso-deildinni með 4-1 sigri á Aftureldingu/Fram á heimavelli sínum. Árbæingar féllu úr efstu deild síð- asta haust en líkt og sumarið 2013 stoppuðu þær stutt í næst efstu deild, aðeins eitt ár. Þurftu þær tvö stig úr síðustu þremur umferðunum til að gull- tryggja sætið í efstu deild á næsta ári og afgreiddu þær verkefnið strax á heimavelli í gær.  Deildarmeistaratitillinn er þó ekki í höfn enda getur Keflavík ennþá náð Árbæingum. – kpt Árbæingar upp í efstu deild á ný Árbæingar fagna sætinu í efstu deild eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.