Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 14
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Yndislegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Skúli Þórisson klæðskeri, áður Suðurbraut 20, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 31. ágúst. Úför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. september kl. 15. Jóhanna Þórey Jónsdóttir Ragnheiður Helga Jónsdóttir Arnfinnur Bragason Berglind Jónsdóttir Rikharð Sigurðsson Ragnar Gunnar Þórhallsson Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorsteinn Auðunsson Kjartansgötu 16, Borgarnesi, andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi miðvikudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 14. Ingibjörg Þorsteinsdóttir Arilíus D. Sigurðsson Stefán Þorsteinsson Guðríður Guðjónsdóttir Vigdís Þorsteinsdóttir Ólafur E. Sigurðsson Guðrún Þorsteinsdóttir Jóhann Ó. Jóhannsson Auður Ásta Þorsteinsdóttir Ólafur Þorgeirsson afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Kristján Aðalsteinsson lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 28. ágúst. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. september kl. 15.00. Guðrún Pétursdóttir Georg Pétur Kristjánsson Ósk Sigþórsdóttir Silla Þóra Kristjánsdóttir Hálfdán Kristjánsson Anna Kristjánsdóttir Gústaf Steingrímsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, Guðmundur Bogi Breiðfjörð blikksmiður, Laugateigi 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 5. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bertha R. Langedal Sigríður Kristjánsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 29. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram fimmtudaginn 6. september kl. 13 frá Digraneskirkju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir alúð og umhyggju. Kristján H. Þorleifsson Kristín Kristjánsdóttir Ingunn Þorleifsdóttir Leó Pálsson Sigurbjörg Þorleifsdóttir Sölvi Bragason Sigþór Þorleifsson Aðalheiður Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir, bróðir, frændi og mágur, Hermann Hermannsson Markörgatan 61, Västervik, Svíþjóð, lést á líknardeild Landspítalans 26. ágúst. Jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum sýnda samúð og hlýhug. Róbert Marvin Gíslason Borghildur Júlíusdóttir Aron Þór Hermannsson Svanur Örn Hermannsson Sigríður Ása Maack Okkar ástkæra Sólrún Guðbjörnsdóttir listamaður og kennari, lést fimmtudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið styrktarsjóð. Börn, barnabörn, eiginmaður, systkini og nánustu vinir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ásta Ebenharðsdóttir Ránargötu 11, Akureyri, lést 26. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks á Sandgerði, Lögmannshlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Guðrún Jóhannsdóttir Guðmundur Búason Jóhann Jóhannsson Steinunn Eggertsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigfús Tómasson Engjahlíð 3b, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 26. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 7. september kl. 13.00. Sigríður Sigursteinsdóttir Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir Björgvin S. Stefánsson Sigurður Tómas Sigfússon Sigfús Ægir Sigfússon Guðbjörg Jóna Sævarsdóttir Þórir Sigfússon María Unnur Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fyrst á dagskránni er að fara á fund sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra er með á Hótel Vatnajökli. Hann er að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun. Reyndar byrjaði ég  á að  fá tölvuaðganginn í lag. En ég er nú bara búin að vera í embættinu í kortér!“ segir Matthildur Ásmundardóttir  þegar hún er spurð hvert hennar fyrsta verk hafi verið sem bæjarstjóri Hornafjarðar. Hún tók við í gærmorgun og máttarvöldin buðu upp á heiðríkju. „Hér er yndislegt veður og útsýni til allra átta,“ svo notuð séu hennar orð.   Matthildur er  ýmsum hnútum kunnug í Hornafirði, hún ólst þar upp og hefur verið þar framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands síð- ustu sex ár. Segir þó brýnustu verkefni sín nú vera að setja sig vel inn í bæjar- málin. „En ég er aðeins búin að hita upp.  Hitta bæjarráð og nefndarmenn og vera á einum bæjarstjórnarfundi.“  Eftir náms- og starfsár í Reykja- vík kveðst Matthildur hafa flutt austur árið 2003, til að sinna þar sjúkra- þjálfun, ásamt manni sínum, Hjálmari Jens Sigurðssyni. „Við ætluðum bara að vera í tvö ár. Ég átti hér vissulega rætur en það var dálítið erfitt ástand í bæjar- félaginu þá og straumurinn lá suður. Það breyttist fljótt og eftir hrun varð lands- byggðarsveifla – hún er reyndar núna líka, kannski vegna húsnæðisverðsins í Reykjavík. Hér er verð mun lægra og svo er miklu rólegra í svona umhverfi, maður er örskotsstund að hjóla í vinnuna og krakkarnir í skólann.“ Matthildur er móðir þriggja barna, sjö, tólf og fimmtán ára. „Elsti sonur- inn kemst á framhaldsskólaaldur eftir þennan vetur en var nýfæddur þegar við fluttum,“ segir hún. Að síðustu er hún spurð hver taki við hennar gamla starfi hjá heilbrigðisstofnuninni. „Það er ekki vitað, auglýsingaferlið er að klárast,“ segir hún en upplýsir að nýr hjúkrunar- stjóri hafi verið ráðinn í stað Ásgerðar Gylfadóttur. „Það er kona frá Reykjavík. Bróðir hennar keypti hér gamalt hús sem hefur verið rekið kaffihús í. Þetta er fólk sem hefur búið í 101 en vill flytja út á land og komast í nálægð jökla og náttúrufegurðar.“ gun@frettabladid.is Fyrsti dagur bæjarstjóra Matthildur Ásmundardóttir tók við sem bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hornafirði í gær og var varla sest í stólinn þegar hún fékk viðtalsbeiðni frá Fréttablaðinu. Matthildur í hinu ægifagra hornfirska umhverfi sem eflaust dró hana heim aftur. Við ætluðum bara að vera í tvö ár. Ég átti hér vissulega rætur en það var dálítið erfitt ástand í bæjarfélag- inu þá og straumurinn lá suður.  4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.