Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið HEYRNARSTÖ‹IN Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin ™ SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður sjö af stærstu útgerðarfélögum landsins nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra. Munar þar mest um afkomu Samherja sem greindi í gær frá því að hagnaður síðasta ár hefði numið 14,4 milljörðum króna. Félagið mun greiða 1.270 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Rúmur helmingur af starfsemi Samherja er erlendis en í fyrra var félaginu skipt í tvennt, Samherja hf. og Samherja Holding ehf. Innlenda starfsemin heyrir undir fyrrnefnda félagið en hið síðarnefnda tók við erlendum eignum samstæðunnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og annar aðaleigenda ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, segir í tilkynningu að þessi góða niður- staða í fyrra sé ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður. „Heldur afrakstur mikillar sam- vinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heim- inn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. Söluhagnaður eigna hafði mikið að segja í afkomu Samherja en hann nam fimm milljörðum króna. Hagnaður sjö af tíu stærstu útgerðum landsins, sem birt hafa afkomu sína eða skilað ársreikningi fyrir síðasta ár, nemur samanlagt 24,8 milljörðum króna samkvæmt lauslegri samantekt Fréttablaðsins. Arðgreiðslur þessara félaga til eig- enda sinna nema milljörðum króna sömuleiðis. – smj Stóru útgerðarfélögin högnuðust um 25 milljarða í fyrra Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. HB Grandi 2.980 milljónir Samherji 14.400 milljónir Brim hf. 1.914 milljónir Síldarvinnslan 2.900 milljónir Ísfélag Vestm. 440 milljónir Vinnslustöðin 1.045 milljónir Fisk-Seafood 1.124 milljónir Alls 24.803 milljónir ✿ Hagnaður stórra sjávar- útvegsfyrirtækja 2017 SVÍÞJÓÐ Fulltrúar atvinnulífsins í Svíþjóð hafa áhyggjur af áformum Svíþjóðardemókrata um að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu, það er Swexit, að loknum kosningunum sem haldnar eru þann 9. septem- ber. Fulltrúarnir benda á að aðild sé mikilvæg þar sem Svíar séu háðir útflutningi framleiðslu sinnar. Leiðtogi flokksins, Jimmie Åkes- son, segir Svía undirgangast of mikla löggjöf erlendis frá. Þeir sendi stjórnmálamenn á fjölda funda. Það séu samt sem áður Frakkar og Þjóð- verjar sem taki allar ákvarðanirnar. Samkvæmt skoðanakönnunum fá Svíþjóðardemókratar um fimmtung atkvæða í komandi kosningum. Tæp 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu, ESB, samkvæmt könnun frá því í maí. – ibs Vilja atkvæði um Swexit Svíþjóðardemókratar vilja úr ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 70 prósent Svía eru fylgjandi aðild að ESB. Nokkur helstu þing- mál vetrarins: • Ný heildarlög um veiðigjald • Heildarlög um þjóðarsjóð • Ný umferðarlög • Endurskoðun lyfjalaga • Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum • Endurskoðun ýmissa laga- ákvæða vegna afnáms upp- reistar æru • Endurskoðun ýmissa laga- ákvæða um laxeldi • Frumvarp um Auðlindagjald í laxeldi • Frumvarp um rafrænar þinglýsingar • Ákvæði um barnaþing sett í lög um umboðsmann barna • Ýmsar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands • Alþingi og dómstólar felld undir upplýsingalög • Endurskoðun barnaverndarlaga • Endurskoðun laga um LÍN STJÓRNMÁL Þing kemur saman eftir sumarfrí á þriðjudaginn eftir viku. Búast má við að efnahagsmálin verði allsráðandi í þinginu í vetur og auk fjárlagavinnunnar verði kjara- viðræður og veiðigjöld efst á baugi. Logi Einarsson formaður Samfylk- ingarinnar segir að stjórnin hefði þurft að kynna eitthvað „konkret“ inn í kjaraviðræðurnar mun fyrr. „Fjármálaáætlun gefur ekki tilefni til bjartsýni um að það verði hægt að mæta kröfum um lífskjarajöfnuð sem verður forsenda þess að það verði hægt að leysa kjaramálin á farsælan hátt,“ segir Logi Einarsson og telur ekki nægilegt svigrúm í áætl- uninni til að stjórnvöld geti komið nægilega kröftuglega inn til að mæta áskorunum sem fylgja þessum kjara- samningum. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra boðar frumvarp til nýrra heildarlaga um veiðigjald og frum- vörp sem lúta að laxeldi, þar á meðal um auðlindagjald. Veiði- gjaldafrumvarp hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn. „Það er búið að boða lækkun veiðigjalda. Það verða væntanlega gerðar einhverjar smávægilegar skrautbreytingar til að friða Vinstri græn en tilgangurinn verður áfram sá sami, bara að lækka gjaldið. Það sem við viljum er að þessi þjóðar- hlutur sé alveg skýr, að það náist sátt um hver eigi að vera hlutur þjóðarinnar út úr auðlindinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir formaður Viðreisnar. Auk umræðu um kjaramál og veiðigjöld spáir Þorgerður því að heilbrigðismálin verði áberandi í pólitíkinni í vetur. „Það er greini- lega mikill ágreiningur milli Sjálf- stæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt,“ segir Þorgerður. Forsætisráðherra verður einnig með mál á dagskrá vetrarins sem búast má við mikilli umræðu um. Má þar nefna endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem verður meðal annars byggt á hugmyndum nefndar sem Ásgeir Jónsson fór fyrir og skilaði af sér í vor. Meðal þess sem er til skoðunar er fjölgun aðstoðarseðlabankastjóra úr einum í tvo. Frumvarp þetta verður lagt fram á vorþingi. „Svo á ég von á frumvörpum frá starfshópi um tjáningarfrelsi sem er samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta,“ segir Katrín. Hún hefur óskað eftir því að starfshópurinn taki ákveðna þætti upplýsingalaga til endurskoðunar. „Eitt af því sem ég er búin að biðja þau um er að Alþingi og dómstólar verði felld undir upplýsingalög eins og hefur verið gagnrýnt. Þetta var ekki gert þegar ný upplýsingalög voru sett 2012.“ Þá eru einnig nokkur mál sem lifa áfram frá síðasta þingvetri. Þórhild- ur Sunna Ævarsdóttir þingflokks- formaður Pírata nefnir frumvarp dómsmálaráðherra vegna afnáms uppreistar æru sem eitt þeirra mála sem deilur gætu skapast um. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er enn í vinnslu en verður dreift til þingmanna strax eftir helgi. adalheidur@frettabladid.is Búast við átökum um kjaramál og veiðigjöld á komandi vetri Alþingi kemur saman á þriðjudag eftir viku. Auk fjárlaga má búast við átökum um kjaramál og veiðigjöld. Breytingar á upplýsingalögum eru í farvatninu og lögum um Seðlabanka verður breytt eftir áramót. Þing- málaskrá ríkisstjórnarinnar verður kynnt strax eftir helgi. Stjórnarandstaðan býr sig undir átök í vetur. Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson verða í eldlínunni í vetur. Kjara- málin bíða Bjarna. Kristján verður í veiðigjöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það er greinilega mikill ágreiningur milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er að byggjast upp á þeirra vakt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.