Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 28
Ég hef líka stundað lotubundna föstu í nokkur ár núna en er ekki með fastan ramma sem þýðir að ég borða eingöngu þegar ég er svöng sem er misjafnt milli daga. Fyrsta mál- tíðin er yfirleitt ekki fyrr en í kringum hádegið, stundum fyrr, stundum seinna. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Linda æfði áhaldafimleika í níu ár og stundaði hópfimleika með Gerplu í þrjú ár. Í dag stundar hún Crossfit og starfar sem einkaþjálfari í Reebok Fitness en hún lærði einkaþjálfun í Íþrótta- akademíunni. Hvað æfir þú oft í viku? Þrisvar til fjórum sinnum. Hver er uppáhaldsæfingin þín? Fyrir utan handstöðu verð ég að segja bulgarian split squat. Hver er besta teygjan? Efra baks teygjan eða figure 4. Aðhyllist þú einhverja sérstaka stefnu í mataræði? Borða það sem mér líður vel með að borða og fer vel í mig. Ég reyni að borða sem mest úr plönturíkinu og vel af fitu til að fá jafnari og stöðugri orku yfir daginn. Ég hef líka stundað lotu- bundna föstu í nokkur ár núna en er ekki með fastan ramma sem þýðir að ég borða eingöngu þegar ég er svöng sem er misjafnt milli daga. Fyrsta máltíðin er yfirleitt ekki fyrr en í kringum hádegið, stundum fyrr, stundum seinna. Ég borða um tvær til þrjár stórar mál- tíðir yfir daginn. Ég hef gengið í gegnum miklar meltingartruflanir gegnum árin og það að leyfa líkamanum að stjórna hvenær hann fær mat og hvíla meltinguna þar á milli hefur hjálpað mér ótrúlega mikið. Líkaminn fær tíma til að sinna öðrum verkefnum og öllum líður betur. Er eitthvað sem þú neitar þér um? Ég er með ofnæmi fyrir mjólk og soja svo ég forðast það algjörlega. Ég reyni að forðast hvítan sykur, sætuefni og önnur fylliefni en leyfi mér allt í hófi. Ég hef minnkað neyslu á rauðu kjöti og kjúklingi verulega undanfarið en borða ennþá fisk og egg. Getur þú lýst dæmigerðum mat- seðli yfir daginn? Fyrsta máltíðin gæti verið til dæmis chia-grautur með fjalli af hituðum berjum, hampfræjum, kókosflögum og blöndu af möl- uðum fræjum. Eða þykkt rautt boozt í skál með hnetusmjöri, kókos flögum og frosnum blá- berjum ofaná. Önnur máltíð gæti verið steikt Borða bara þegar ég er svöng Einkaþjálfarinn Linda Björk Árnadóttir mælir með því að fólk finni sér þá hreyfingu sem það hefur gaman af. Þá sé gott að hlusta á líkamann og borða eingöngu vegna hungurs en ekki af vana. Linda Björk Árnadóttir einkaþjálfari reynir að borða sem mest úr plönturíkinu og vel af fitu. MYND/EYÞÓR Taco er hægt að gera á margvíslegan hátt. Litlu tortilla-kökurnar eru frá- bærar í mjúkt taco með risarækj- um. Rækjurnar eru kryddaðar með ólífuolíu, papriku, cumin, salti og hvítlaukskryddi. Með þeim er haft ferskt salsa og lárperumauk sem er mjög gott. Þetta er mjög einfaldur réttur og góður. Salsa 2 ferskjur, skornar smátt ½ rauð paprika, skorin smátt ½ laukur, smátt skorinn Safi úr einni límónu 1 msk. ólífuolía Smávegis ferskt kóríander og salt Öllu blandað saman í skál. Gott er að hafa lárperumauk með en í það þarf eina lárperu, 1 msk. sýrðan rjóma, safa úr hálfri lím- ónu, salt og ferskt kóríander. Setjið allt í matvinnsluvél. Einnig er gott að hafa sýrðan rjóma með sriracha-sósu. Sex msk. sýrður rjómi og 3 tsk. sriracha hrært saman. Steikið rækjurnar í olíu í stutta stund. Setjið í volga tortillu og kreistið límónusafa yfir. Setjið salsa yfir ásamt sósunni. Setjið meiri sriracha-sósu ef þið viljið hafa þetta sterkara. Taco með risarækjum Rækjur eru góðar í mjúkt taco með fersku salsa og lárperumauki. egg eða stökkar kjúklingabaunir með helling af grænmeti. Eða samloka með túnfisk í tahini sósu, avókadó, tómatsneiðum og káli. Þriðja máltíð gæti verið kókos- karrý fiskisúpan mín eða sítrónu- lax með sætkartöflumús, hvít- laukssósu úr sýrðum hafrarjóma og ferskt salat með. Hvað borðar þú fyrir og eftir æfingu? Það fer allt eftir hvenær æfingin er hvort ég borði eða ekki. Fyrir mig er ekkert mál að taka vel á því á æfingu án þess að borða ef ég borðaði vel daginn áður. Annars borða ég ekkert öðruvísi fyrir eða eftir æfingu, bara sama og venjulega en þó með aðeins meiri áherslu á próteingjafa eftir æfingu. Hvaða borðar þú milli mála? Þegar það gerist leita ég í hnetur og fræ, ferskt grænmeti eins og papriku, gulrætur og gúrku eða ávexti eins og banana, epli og vínber Lumar þú á einhverjum góðum heilsuráðum? - Að hlusta á líkamann og borða eingöngu þegar hann er raunveru- lega svangur en ekki af vana eða þorsta. Ég bendi fólki á að þamba tvö glös af vatni, bíða í 30 mínútur og sjá svo til. - Að finna þá hreyfingu sem fólk hefur gaman af. Besta planið fyrir þig er það plan sem þú munt fylgja. - Kókosolía til steikingar, sem tannkrem, hárnæring, body lotion, farðahreinsir, rakamaski, græðir, varasalvi, handáburður … nefndu það bara. LOSAÐU ÞIG VIÐ FÓTAPIRRINGINN Sölustaðir: Flest apótek og www.heilsanheim.is Ertu að glíma við fótapirring og sinadrátt á nóttinni? MAGNESÍUM NIGHT húðvörurnar geta hjálpað þér. Innihalda: Magnesíum Arnica Lavender 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.