Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 6
FLUGMÁL Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslu Íslands nein- ar trúnaðarupplýsingar um orsakir þyrluslyss í Suður-Kóreu í júlí. „Þvert á það sem Airbus sagði upphaflega virðist fyrirtækið ekki telja að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða ef marka má svar fyrirtæk- isins við fyrirspurn Fréttablaðsins,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar. MUH-1 herþyrla sem fórst í Suður-Kóreu 17. júlí í sumar er búin sams konar gírkassa og eru í tveimur Airbus Super Puma þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur samið um leigu á. Galli í slíkum gírkassa olli tveimur mannskæðum slysum; í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagði nú í júlí að endurhanna þyrfti umræddan gírkassa. Í öllum þessum þremur tilfellum losnuðu spaðarnir ofan af þyrlunni. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí að flugmenn Landhelgisgæslunnar væru hugsi yfir væntanlegri komu þessara þyrla til stofnunarinnar. „Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Airbus og fleirum virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýs- ingafulltrúi Gæslunnar, í svari til Fréttablaðsins í kjölfarið. Vegna þessa svars frá Landhelgis- gæslunni óskaði Fréttablaðið eftir afritum af samskiptum stofnunar- innar við Airbus um málið. Því var hafnað: „Í ljósi þess að um er að ræða upp- lýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er  Landhelgis- gæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýs- ingalaga,“ sagði í synjuninni. „Varðandi spurningu þína, þá vin- samlegast athugaðu að við erum skuldbundin til að veita viðskipta- vinum okkar allar þær upplýsingar sem þeir óska til að tryggja öruggan rekstur á þeirra þyrlum,“ segir í svari frá Guillaume Steuer, yfir- manni frétta- og fjölmiðlatengla- deildar Airbus. „Að því sögðu get ég staðfest að við höfum ekki deilt neinum trúnaðarupplýsingum með Landhelgisgæslu Íslands varðandi mögulegar orsakir MUH-1 slyssins þar sem rannsóknin er enn í gangi undir forystu kóreskra yfirvalda.“ Airbus gerði Landhelgisgæslunni viðvart um fyrirspurn Fréttablaðs- ins og svar fyrirtækisins við henni. „Á sama tíma og Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslunni nein- ar trúnaðarupplýsingar um rann- sókn slyssins í Suður-Kóreu biður fyrirtækið Landhelgisgæsluna um að gæta trúnaðar vegna upplýsinga sem veittar voru símleiðis um rann- sókn sama slyss. Landhelgisgæslan mun því afhenda afrit af umræddum samskiptum,“ segir Ásgeir upplýs- ingafulltrúi í tölvuskeyti til blaðsins. Fréttablaðið fékk því í gær afrit af svarpósti frá starfsmanni Airbus við fyrirspurn tæknistjóra Land- helgisgæslunnar sem vildi fá að vita hvort vegna slyssins í Suður- Kóreu væri eitthvað að óttast í sam- bandi við þyrlurnar sem hingað eru væntanlegar. Í þeim pósti eru taldar upp nokkrar skemmdir á þyrlunni en þar er hins vegar ekki að finna neinar ályktanir um orsakir slyssins. „Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Sylvain Paquereau, starfsmanni Airbus, virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ er þó ítrekað í póstinum frá Gæslunni í gær. Þetta rímar við frásagnir fjöl- miðla í Suður-Kóreu. Þeir hafa haft eftir embættismönnum að ekki sé um sams konar slys að ræða og í Noregi 2016 þar sem galli í gírkassa varð til þess að spaðar þyrlunnar losnuðu af. Í nýlegum fréttum er þó undirstrikað að enn séu öll atriði til skoðunar í rannsókninni. Von sé á bráðabirgðaskýrslu um atvikið nú í september. gar@frettabladid.is Engin ályktun í pósti frá Airbus Fréttir í Suður-Kóreu herma að þyrluslys þar í júlí virðist ekki hafa orðið vegna galla í gírkassa eins og þeim sem eru í þyrlum sem Landhelgisgæslan leigir. Tölvupóstur frá Airbus sem áður var bundinn trúnaði birtur. Fimm létust er herþyrla fórst sekúndum eftir flugtak í Suður-Kóreu 17. júlí. Rannsókn á orsökunum stendur enn yfir. Á sama tíma og Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæsl- unni neinar trúnaðarupp- lýsingar um rannsókn slyssins í Suður-Kóreu biður fyrirtækið Landhelgisgæsl- una um að gæta trúnaðar. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar Sefitude — ný meðferð við kvíða og svefntruflunum Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag. 12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag. Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils Ert þú að fást við svefntruflanir eða kvíða? Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu. Styttir tímann til að sofna og bætir gæði svefns. florealis.is/sefitude SÚGANDAFJÖRÐUR Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnu- vegandefndar Alþingis, hefur sent Ísafjarðarbæ bréf þar sem hún fer fram á að fjármagni verði varið til endurbóta á félagsheimili Súgfirð- inga á Suðureyri. „Salernisaðstaðan er löngu orðin léleg og barn síns tíma og ekkert aðgengi fyrir fatlaða, við erum því að skoða möguleika á að færa hana í ónýtt pláss í húsinu sem var bún- ingsaðstaða þegar leikfimikennsla var í húsinu,“ skrifar Lilja í bréfi til bæjarins. Lilja er formaður stjórnar holl- vinasamtaka félagsheimilisins. „Við í stjórn Hofsú óskum eftir því að vel verði tekið í þessa málaleitan okkar um að Ísafjarðarbær láti fara fram úttekt á þeim hluta hússins sem um ræðir og geri ráð fyrir fjármunum til verksins við gerð næstu fjárhagsá- ætlunar,“ bætir Lilja Rafney við. – sa Krefur Ísafjörð um fjármagn Lilja Rafney Magnúsdóttir. MJANMAR Sjö ára fangelsisdómur sem tveir blaðamenn Reuters hlutu í Mjanmar í gær er stórt skref aftur á bak fyrir lýðræðisþróun Asíuríkis- ins. Þetta sagði Stephen J. Adler rit- stjóri Reuters í gær. Blaðamennirnir tveir, Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru dæmdir fyrir brot á lögum um með- ferð ríkisleyndarmála. Þeir voru að rannsaka meint þjóðarmorð mjan- marska hersins á Róhingjum þegar þeir voru handteknir í desember. „Án nokkurra haldbærra sönn- unargagna um meintan glæp og í ljósi sannfærandi sönnunargagna um að lögregla hafi komið á þá sök voru þeir í dag dæmdir til fang- elsisvistar í dómi sem lætur ótaldar misgjörðir öryggisyfirvalda,“ sagði Adler og bætti því við að ríkisstjórn Mjanmars ætti að grípa inn í. Lone og Oo höfðu verið að rann- saka fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Tveir lögreglu- menn boðuðu þá til fundar við sig á veitingastað þar sem þeir ætluðu að afhenda gögn um málið. Í staðinn voru Oo og Lone handteknir. „Ég er óhræddur. Ég hef ekkert gert af mér. Ég trúi enn á réttlætið, lýðræði og frelsi,“ sagði Wa Lone eftir að dómurinn féll í gær. Nokkrir æðstu yfirmenn voru í síðustu viku nefndir á nafn í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttinda- ráðs SÞ og sakaðir um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyninu vegna ofsóknanna í garð Róhingja. – þea Dómurinn stórt skref aftur á bak ÍÞRÓTTIR Mistök urðu við lagningu brautar í maraþoni og hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í síðasta mánuði. Tilfærsla grinda á Sæbraut varð til þess að brautin varð 213 metrum of stutt. Ákveðið hefur verið að öll úrslit í flokkunum skuli standa. Tímarnir eru hins vegar ógildir og verða ekki færðir í afrekaskrá FRÍ. Óvíst er hvort tímarnir munu gilda sem inn- tökuskilyrði í erlendar keppnir. – smj Maraþonið ógilt Blaðamaðurinn Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu. NORDICPHOTOS/AFP 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.