Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 27
Hollt og gott heimabakað brauð. Hér er uppskrift að hollu brauði sem er upplagt í skólanesti. Það er auðvelt að baka þetta brauð og tekur stuttan tíma. Uppskriftin gefur tvö brauð. 7 dl volg mjólk 50 g þurrger 3 msk. raps- eða sólblómaolía 2 tsk. sykur 2 tsk. salt 500 g heilhveiti 500 g hveiti Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Bætið olíu og sykri saman við. Setjið helminginn af hveitinu saman við blönduna og saltið. Hnoðið og bætið síðan restinni af hveitinu saman við. Hnoðið deigið vel og vandlega en það á að vera frekar laust í sér. Látið hefast í eina og hálfa klukkustund. Setjið bökunarpappír í tvö formkökuform og bakið brauðið í 50 mínútur við 200°C. Gott skólabrauð Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is Fyrir okkur sem höldum haustið hátíðlegt Gott er að eiga lúsakamb á vísum stað því lúsin gerir ekki boð á undan sér. Hinn árlegi lúsapóstur er byrj-aður að berast foreldrum leik- og grunnskólabarna, enda algengast að börn á aldrinum 3-12 ára fái höfuðlús. Allir geta þó fengið lús og hún veldur ekki miklum einkennum. Kláði hrjáir t.d. ekki nema einn af hverjum þremur sem er með lús. Því er ráð að kemba allri fjölskyldunni reglu- lega til vonar og vara. Margir halda að lúsin geti stokkið eða flogið frá einum yfir á annan en það er ekki svo. Hún smitast ef bein snerting verður frá hári til hárs í það langan tíma að hún geti skriðið á milli ein- staklinga. Talið er ólíklegt að lús smitist með fatnaði en betra er að nota ekki sömu greiðu eða bursta og aðrir. Hægt er að losna við lús úr hári með því að kemba það vel og vandlega daglega í fjórtán daga. Lúsakambar þurfa að vera þéttir og bilið á milli teinanna í þeim ekki meira en 0,2 millimetrar. Ef hárið er sítt er betra að teinarnir séu langir en stuttir teinar duga í stutt hár. Ráð er að kemba hárið yfir hvítum grunni, t.d. hvítu borði eða leggja hvít blöð á borðið, því þá sést vel þegar lúsin dettur úr hárinu við kembingu. Lúsasjampó fæst í apótekum og er mikilvægt að fara nákvæmlega eftir leiðbein- ingum til að losna við lúsina. Lúsin fer á stjá Nýjar rannsóknir við Háskólasjúkra-húsið í Toulouse í Frakklandi sýna að djúpar ennishrukkur gætu verið vísbending um æðakölkun sem getur leitt til hjartaáfalla eða blóðtappa. Æðakölkun lýsir sér þannig að kalk hleðst upp inni í æðaveggjunum sem rýrir teygjanleika æðanna og þrengir þær. Það takmarkar flæði súrefnisríks blóðs sem getur aftur leitt til ýmissa sjúkdóma. Ennishrukkur 3.200 full- orðinna einstaklinga voru skoðaðar og mældar og fólkinu var síðan fylgt eftir í tvo áratugi. Rannsóknin sýndi marktæka fylgni milli djúpra ennishrukka og æða- kölkunar. Ástæðan fyrir þessari fylgni er talin tvíþætt. Annars vegar orsakast bæði hrukkur og æðakölkun af streitu- kollageni sem hefur áhrif á teygjanleika vefja líkamans eins og húðar og æða- veggja. Hins vegar eru háræðar í enninu einkar þunnar sem gerir þær viðkvæmar fyrir kalkuppbyggingu sem gæti lýst sér í dýpri hrukkum. Rannsakendur taka fram að ennishrukkumæling ein og sér sé ekki sjúkdómsgreinandi en geti engu að síður verið vísbending í samhengi við aðrar greiningaraðferðir. Ennishrukkur og æðasjúkdómar Ennishrukkur geta gefið vísbendingar um hjartaheilsu. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.