Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 22
Fáir verða fyrir vonbrigðum við að stíga inní þennan bíl. Það sem enn meira máli skiptir er hve vel er frá öllu gengið og smíðin góð, sem reyndar ein- kennir Kia-bíla. Þrautabrautin sem reyndi mikið á aksturshæfni blaðamanna og bílsins. Kia Ceed mun einnig fást sem langbakur og verður hann 95 mm lengri og með 625 lítra flutnings- rými, það stærsta í þess- um flokki bíla. Síðan kemur að „Shooting Break“ útfærslu bílsins. Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is KOSTIR OG GALLAR KIA CEED ● 1,4 LÍTRA BENSÍNVÉL ● 140 HESTÖFL ● FRAMHJÓLADRIF Eyðsla frá: 5,6 l/100 km í bl. akstri Mengun: 125 g/km CO2 Hröðun: 9,2 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 205 km/klst Verð frá: 2.990.777 kr. Umboð: Askja ● Útlit ● Aksturshæfni ● Smíðagæði ● Búnaður ● Lítið vélarúrval enn sem komið er Askja kynnti nýja þriðju kyn-slóð Kia Ceed í lok síðasta mánaðar en fyrri kynslóðir hans hafa reynst æði vinsælar hér á landi sem víðar og er það ekki að ósekju. Ceed, eins og aðrir Kia-bílar, eru einstaklega bilana- frír og það er engin furða að Kia sitji í efsta sæti á flestum þeim listum sem mæla lága bilanatíðni og ánægju bíleigenda. Kia Ceed kom fyrst til sögunnar árið 2006 og önnur kynslóð hans var kynnt árið 2012. Ceed fellur í C-stærðarflokk bíla og er með 4,5% af heildarsölu bíla í þessum flokki og seldust 98.000 slíkir í Evrópu á síðasta ári. Kia hefur ekki lengt Ceed á milli kynslóða, eins og svo títt er með nýjar kynslóðir bíla, en hann er þó 2 cm breiðari. Ceed hefur frá byrjun verið snotur bíll útlits en þessi nýja kynslóð tekur þeim fyrri þó vel fram og ekki skaðar að hann erfir ýmis útlitseinkenni frá fegurðardísinni Kia Stinger. Núna gerir flatari gluggalína bílinn lengri ásýndar og þar sem húddið hefur verið lengt um 7 cm virðist bíllinn allur veglegri og stærri. Eina ferð- ina enn er bíll sem teiknaður er undir yfirumsjón Peters Schreyer sláandi laglegur þó hann nái samt Kia Stinger seint. Líka langbakur og „Shooting Brake“ Kia Ceed mun einnig fást sem langbakur og verður hann 95 mm lengri og með 625 lítra flutnings- rými, það stærsta í þessum flokki bíla. Stallbakurinn er með 395 l rými og hefur það stækkað um 15 lítra á milli kynslóða. Auk þess skartar hann stærstu skott- opnuninni í sínum flokki sem og lægstu hleðslustöðunni. Ceed mun ekki lengur fást með 3 hurðum, eingöngu 5, og munu fáir gráta þá tilhögun. Síðar mun enn bætast í útgáfuflóru Ceed því von er á „Shooting Brake“-útgáfu bílsins og fer þar sjúklega flottur bíll sem þeir blaðamenn sem sóttu kynn- inguna á Ceed í Algarve í Portúgal í sumar fengu að sjá. Sá bíll verður kynntur á fjórða fjórðungi þessa árs. Kia hefur aukið verulega hlut- fall hástyrktarstáls í bílnum og gert hann 30% stífari, en að auki hefur hann lést um 23 kíló á milli kynslóða. Kia ætlar ekki að kynna, a.m.k. ekki á næstunni, neina raf- magnsútgáfu Ceed, en þar teflir Kia hvort sem er fram nokkrum bílum, bæði í tengiltvinnútgáfum sem og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Kia lagði mikla áherslu á aksturs- gæði nýs Ceed og í því augnamiði var tilraunagerðum hans mikið ekið á Nürburgring-brautinni. En hvernig skyldi hafa tekist til? Mögnuð akstursgeta Í sem fæstum orðum þá hefur aksturshæfni bílsins aukist mikið og til að sýna það með sem skýrustum hætti setti Kia upp ýmsar skemmtilegar þrautabrautir Fimari og fríðari Kia Ceed Þriðja kynslóð Kia Ceed var að lenda og mikil bót hefur orðið á aksturshæfni hans og hann er nú enn fríðari bíll. Ekki er að spyrja að smíðagæðum í þessum bíl frekar en í öðrum bílum frá Kia. Kia Ceed kom fyrst til sögunnar árið 2006 og önnur kynslóð hans var kynnt árið 2012. Ceed fellur í C-stærðarflokk bíla og hefur selst mjög vel í Evrópu. í reynsluakstrinum í Portúgal og þar reyndi mjög á bílinn og var hreint með ólíkindum hversu mjög mátti leggja á hann. Til dæmis var hann þaninn úr kyrrstöðu og upp í um 70 km hraða og þá skyldi forðast hindrun (bara keila þó) með því að rífa bílinn til hliðar og snarhemla skömmu síðar. Þetta gerði bíllinn svo fimlega að furðu sætti og ökumaður sat eftir með „hissuna“ á andlitinu. Einnig var lögð lengri þrautabraut sem fara skyldi á tíma og þar reyndi sko á aksturshæfni bílsins og galið hvað hann gat. Gaman er að geta þess að af þeim 126 blaðamönnum sem staddir voru þarna náðu tveir Íslendingar 1. og 3. sæti í brautinni. Askja býður Ceed í upp- hafi með 1,4 lítra og 140 hestafla T-GDI bensínvél, sem og 1,0 lítra og þriggja strokka vél sem skilar 120 hestöflum. Báðar þessar vélar reyndust þrælskemmtilegar og bíllinn snarpur með þeim báðum. Ceed er þó líka framleiddur með 1,6 lítra dísilvél sem fá má í 115 og 136 hestafla útfærslum. Teiknaður í Evrópu Það sést mjög vel á Kia Ceed að hann er teiknaður í Evrópu fyrir Evrópubúa, bæði að utan sem innan. Fáir verða fyrir vonbrigðum við að stíga inn í þennan bíl. Það sem enn meira máli skiptir er hve vel er frá öllu gengið og smíðin góð, sem reyndar einkennir Kia bíla. Auk þess er bíllinn merki- lega vel hlaðinn tæknibúnaði, t.d. árekstrarvara sem bremsar sjálfur, bílastæðaaðstoð, akreinaaðstoð, hita og kælingu í sætum og fá má hann með frábæru 320 watta JBL hljóðkerfi. Kia Ceed má fá í ódýr- ustu útfærslu á 3 milljónir með 1,0 lítra vélinni og í sparibúningi með 1,4 lítra vélinni upp að 4 millj- ónum króna. Kia Ceed er og hefur alltaf verið mjög samkeppnishæfur bíll í sínum flokki og margir munu áfram meta 7 ára ábyrgðina sem á honum og öðrum Kia-bílum er, lága bilanatíðni hans og nú ferlega flott útlit og mikla aksturshæfni. Þessi bíll mun áfram seljast vel á Íslandi af skiljanlegum ástæðum. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R4 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.