Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 40
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Queen 13.693 kr. á mánuði* KING KOIL ALPINE PLUSH Hágæða Amerískt heilsurúm með millistífu fimm svæða skiptu poka gorma kerfi, mjúkur toppur og steyptir kantar, ásamt botni og fótum. Stærð King (193x203 cm) AFMÆLISVERÐ 213.459 kr. 18.816 kr.* á mánuði með kredikortaláni Fullt verð 355.765 kr. Stærð Queen (153x203 cm) AFMÆLISVERÐ 154.070 kr. 13.693 kr.* á mánuði með kredikortaláni Fullt verð 256.783 kr. King 18.816 kr. á mánuði* *12 mánaða vaxtalaus kreditkortalán**. Einnig hægt að greiða með Netgíró. HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is HUGINN MUNINN SKYRTUR NÝ VEFVERSLUN www.huginnmuninn.is Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun um matsskyldu Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin Uppbygging ferðaþjónustu í Hveradölum skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykja- vík og á og á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 3. október 2018. Svava Sigbertsdóttir er eig-andi The Viking Method þjálfunarkerfisins en hún hefur verið búsett í London þar sem hún hefur verið með stórstjörnur á borð við Nicole Scherzinger úr Pussycat Dolls og Amöndu Holden í þjálfun. Hún er stödd á landinu og ætlar að skella í námskeið 5. til 7. september í Sport- húsinu. „Mig hefur mjög lengi langað til að gera þetta hérna. Ég kem lítið heim til Íslands og þegar ég er hérna er það í stuttan tíma sem ég vil nota í að vera með fjölskyldunni. Ég er með mikið af Íslendingum í fjarþjálfun og tala mikið um það úti hvað við Íslend- ingar erum harðir af okkur og gerum bara hvað sem er, þannig að mér fannst bara tilvalið að enda sumarið svona hérna á Íslandi – láta fólk prófa eitthvað nýtt og byrja hreyfingar árið sitt á einhverju skemmtilegu og öðru- vísi,“ segir Svava. Æfingakerfið hennar hefur verið vinsælt og hún ferðast um heiminn með það. Um er að ræða þjálfunar- aðferð þar sem menn nota eigin líkamsþyngd auk handlóða og gera nokkuð sérstæðar æfingar á ákveðinn hátt og innan ákveðins tímaramma. En The Viking Method tekur ekki bara á þjálfun og næringu heldur er andlegi þátturinn mjög stór hluti hennar. „Þetta er þríþætt hjá mér en flest hreyfingarkerfi eru tvíþætt og koma að utan, það er að segja utan við þann sem notar þau. Þau snúast einungis um þjálfun og næringu, en ekkert hver þú ert sem manneskja og and- lega þáttinn. Ég tek andlega þáttinn svo mikið inn í því ég hef verið að þjálfa rosalega mikið af fólki og það er alltaf þessi andlegi þáttur sem er að hrjá fólk: flestir vita alveg að þeir eiga að borða hollt og hreyfa sig en það er rosalega erfitt að ná því ef þú ert ekki í lagi – hvernig þú hugsar og þér líður. Það er svo erfitt að komast úr þessari holu og byrja að fara að gera hluti sem eru góðir fyrir þig. Þannig vinn ég mikið með fólki.“ Svava segir að þeir sem séu í þjálf- un hjá henni taki einn dag í viku sem er helgaður „think like a viking“ hluta þjálfunar- aðferðar hennar. Hún heldur einnig fyrirlestra þar sem hún fer yfir þessar hugarfarsbreytingar sem hún lætur fólk temja sér til að koma sér í stand. En hvernig hugsa víkingar? „Víkingar hafa stjórn á lífi sínu, þeir láta tilfinningarnar ekki flækjast fyrir sér, gera það sem þarf að gera, þeir standa fyrir sjálfan sig, segja nei þegar þarf að segja nei og ef þeir þurfa að gera eitthvað þá finna þeir bara út úr því hvernig á að gera það. Góð saga sem kjarnar þetta er um stelpu sem segir við mömmu sína: „Mig langar til að verða geimfari,“ og mamman svarar: „Það á eftir að verða ógeðslega erfitt – fyrst þarftu að fara í skóla, svo menntaskóla, svo þarftu að komast í besta háskólann, svo vinna hjá ákveðnum fyrirtækum og vera þar best til að vera valin til að verða geimfari. Þá segir stelpan: „Ókei, þú ert að segja mér að ég þurfi bara að gera fimm hluti?“ Ekki vera að halda aftur af þér með að þú kunnir ekki eitt- hvað, getir ekki eitthvað, að þú bara sért svona – þá bara breytir maður því. Þetta snýst s v o l í t i ð þetta hugar- far.“ Á næsta ári er á leiðinni bók frá Svövu þar sem hún fer í saumana á þjálfunar- og hugarfarsaðferðum sínum. Bókin kemur út í bæði Evrópu og Bandaríkjunum á sama tíma. „Í bókinni verða uppskriftir, pró- gramm og svo það hvernig maður á að hugsa eins og víkingur. Þarna verður líka sagan mín og eitthvað um Ísland og okkar hugarfar. Þetta verður rosalega spennandi.“ Hún segir námskeiðið verða rosa- lega keyrslu og að fólk þurfi að vera með smá reynslu af líkamsrækt til að geta fengið sem mest út úr því. Þetta verða þrír dagar af átökum og hægt verður að velja úr tveimur hópum – annars vegar einn sem byrj- ar 7 um morgun og annar sem byrjar hálf sjö að kvöldi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sporthússins. stefanthor@frettabladid.is Þjálfari stjarnanna með námskeið á Íslandi Svava Sigbertsdóttir þjálfar stjörnurnar í London og hefur gert það gott með The Viking Method þjálfunaraðferðinni. Hún heldur nám- skeið í Sporthúsinu sem hún segir að verði alveg brjáluð keyrsla. Svava gefur út á næsta ári bókina um The Viking Method í Bandaríkjunum og Evrópu. MYND/SVAVA SIGBERTSDÓTTIR VÍKINGAR HAFA STJÓRN Á LÍFI SÍNU, ÞEIR LÁTA TILFINNINGARNAR EKKI FLÆKJAST FYRIR SÉR, GERA ÞAÐ SEM ÞARF AÐ GERA, ÞEIR STANDA FYRIR SJÁLFAN SIG, SEGJA NEI ÞEGAR ÞARF AÐ SEGJA NEI OG EF ÞEIR ÞURFA AÐ GERA EITTHVAÐ ÞÁ FINNA ÞEIR BARA ÚT ÚR ÞVÍ HVERNIG Á AÐ GERA ÞAÐ. Svava hefur verið að koma popp- stjörnunni Nicole Scherzinger í vík- ingaformið síðustu árin. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.