Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 18
Maukaðar rauðrófur má nota út í pítsudeig. Rófurnar eru ekki bara hollar heldur gefa pítsunni skemmtilegan lit. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Rauðrófur má matreiða á ýmsan máta, baka í ofni ásamt öðru rótargrænmeti eða frysta og nota í morgunþeyt- inginn. Þær má einnig nota út í pítsudeig en útkoman er stórkost- lega bleik og bráðholl pítsa. Rauðrófupítsa 1 bolli volgt vatn 2 tsk. þurrger 480 g hveiti (mætti deila upp í heilhveiti – rúgmjöl – hveitiklíð á móti hveitinu) 1 ½ tsk. salt 2 tsk. hunang ¾ bolli maukaðar rauðrófur (u.þ.b. 2 stórar rauðrófur, bak- aðar við 170 gráður í ca. 40 mínútur og flysjaðar) Setjið pítsustein í ofninn og hitið ofninn í 260 gráður. Hrærið vatn og ger saman í skál. Bætið þá mjölinu, salti, hunangi og rauðrófumaukinu út í skálina og blandið saman í deig. Hvolfið deiginu á hveitistráð borð og hnoðið í um það bil 5 mínútur eða þar til deigið er orðið mjúkt og teygjanlegt. Ef deigið er klístrað þarf að bæta matskeið af hveiti í einu á borðið og hnoða þar til það festist ekki lengur við borðið. Mótið deigið í kúlu. Smyrjið skál að innan með örlítilli olíu, setjið deigið í botninn og veltið því í skálinni svo olían þeki deigið. Leggið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað í 2 tíma eða þar til það hefur tvö- faldast að stærð. Það mætti skipta deiginu í tvennt og geyma annan helminginn í kæli þar til síðar. Leggið bökunarpappír á borð og penslið með ólífuolíu. Setjið deigið á pappírinn og teygið það til og fletjið út með höndunum. Penslið olíu á aðra örk af bökunar- pappír og leggið yfir deigið og rúllið það út með kefli þar til það er um 5 mm að þykkt. Færið yfir á bökunarplötu. Álegg Ýmiss konar álegg kemur til greina. Til dæmis er gott að smyrja botninn með pestói eða kotasælu, mylja geitaost yfir og skera niður spergilkál (mætti snöggsjóða spergilkálið í 1 til 2 mínútur og kæla í ísvatni strax á eftir, áður en það fer á pítsuna). Dembið pítsunni yfir á pítsusteininn í ofn- inum með bökunarpappírinn enn undir. Bakið í 3 mínútur, takið þá pappírinn undan pítsunni og snúið henni í leiðinni til á stein- inum og bakið áfram í 3 mínútur. Takið pítsuna út úr ofninum og bætið til dæmis spínati, kletta- salati og granateplafræjum á hana. www.bakersroyale.com Bleikt og bráðhollt Rauðrófur eru stútfullar af hollustu. Þær innihalda meðal annars A- og C-vítamín, fólasín, kalk, kalíum og járn. LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Lífið á frettabladid.is fjallar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt fleira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Þriðjudaginn 11. september mun Fréttablaðið gefa út sérblaðið NÁMSKEIÐ Nú þegar haustið fer að ganga í garð þá er vert að skoða hvaða námskeið eru í boði. Við ætlum að taka viðtöl við aðila sem sækja skemmtileg námskeið og fara yfir heilsueflandi kosti þess að sækja námskeið reglulega. Boðið er upp á hefðbundin auglýsingahólf sem og umfjallanir sem eru settar upp af blaðamanni okkar í góðu samráði við auglýsanda. Stór dreifing og mikill lestur Fréttablaðsins tryggir að blaðið nær afar vel til ákjósanlegra markhópa. Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir; Arnar Magnússon, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Netfang, arnarm@frettabladid.is Sími: 512-5442 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.