Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 2
Veður Fremur hæg suðlæg átt í dag og víða dálítil rigning eða skúrir, síst þó norðaustanlands. SJÁ SÍÐU 14 Instagram eða dauði Það er ýmislegt lagt á sig fyrir hina fullkomnu Instagram-mynd. Þessir ferðamenn við Gullfoss í gær voru aðeins hluti þeirra fjölmörgu sem streymdu inn fyrir afgirt svæði og hunsuðu augljósar bannmerkingar. Ljósmyndari Fréttablaðsins fangaði glæfraskap þessara þriggja þar sem þau skiptust á að klifra út á brúnina til að stilla sér upp fyrir mynd. Fyrir neðan beið þeirra dauði og lítið hefði þurft til að illa færi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Akstur undir áhrifum vímuefna er aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð. Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmda- stjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Sam- kvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“ Þorkell Máni Pétursson spark- spekingur viðurkennir að leiktím- inn sé mjög sérstakur. „Tímasetn- ingin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu sam- félagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnu- staðir hafi gefið frí þegar karlalands- liðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þor- kell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frá- bært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völl- inn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. sighvatur@frettabladid.is Trúir því að fólk fái frí til að fara á leikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir tímasetningu leiks Íslands og Tékklands í undan- keppni HM kvenna óheppilega en aðalatriðið sé að spila leikinn og fá þrjú stig. Þorkell Máni Pétursson segir frábært að fólk geti hætt fyrr í vinnu á þriðjudegi. Laugardalsvöllur verður ekki jafn þéttsetinn í dag og á laugardaginn þegar tæp- lega tíu þúsund manns mættu á leik Íslands og Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Þorkell Máni Pétursson sparkspekingur DÓMSMÁL Saksóknari fer fram á sextán ára fangelsi yfir Val Lýðssyni fyrir að bana bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, á bænum Gýgjarhóli II um páskana. Þetta kom fram í munnleg- um málflutningi fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær. Þýskur réttarmeinafræðingur bar vitni um það að þung högg á höf- uðið og í síðu hefðu orðið til þess að Ragnar lést. Kolbrún Benediktsdóttir vara- héraðssaksóknari sagði að Val hefði ekki getað dulist að árásin hefði getað leitt til dauða bróður hans, en Valur ber við minnisleysi sökum áfengisneyslu. Fyrir hönd barna Ragnars er farið fram á 40 milljónir króna í bætur. Ragnar fannst látinn á heimili Vals að Gýgjarhóli II eftir að hafa heimsótt bróður sinn í félagi við þriðja bróðurinn á föstudaginn langa. – smj Fer fram á 16 ára dóm yfir Val DÓMSMÁL Sjömenningarnir Sindri Þór Stefánsson, Matthías Jón Karls- son, Pétur Stanislav, Hafþór Logi Hlynsson, Ívar Gylfason, Kjartan Sveinarsson og Viktor Ingi Jónasson hafa verið ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagna- verum í Reykjanesbæ og Borgarnesi síðastliðinn vetur. Búnaðurinn var notaður til bitcoin-vinnslu. Þeim er gefið að sök að hafa lagt á ráðin, skipulagt, framkvæmt eða átt aðild að innbrotum og þjófn- uðum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarnesi í desember í fyrra og ársbyrjun á þessu ári. Í innbrot- unum var tölvubúnaði fyrir 42,5 milljónir króna stolið en tjónið af völdum innbrotanna er metið á 78 milljónir króna. Þetta kemur fram í ákæruskjali gegn mönnunum sjö en aðkoma þeirra að málunum er ólík. Í ákærunni kemur meðal annars fram að einn mannanna, Ívar, hafi látið Sindra Þór, Matthíasi Jóni og Pétri í té fatnað merktan öryggis- fyrirtæki til að klæðast við inn- brotið og þjófnaðinn. Við rannsókn málsins fundust 14,34 grömm af kókaíni auk raf- stuðbyssu. Farið er fram á að fíkni- efnin og vopnið verði gert upptækt. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gefur út ákæruna. Líkt og Frétta- blaðið hefur greint frá verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. – bg Dulbjuggu sig sem öryggisverði Sindri Þór og sex aðrir eru ákærðir í stóra gagnaversmálinu. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.