Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 39
RAFRETTUR Reykingar nútímans eru í formi rafrettna og vape-búðir spretta upp eins og gorkúlur um landið. Nú er komin ný reglugerð um markaðs- setningu á rafrettum en markmiðið með reglugerðinni er að tryggja að einungis séu seldar rafrettur og áfyllingar sem uppfylla öryggis- staðla og þau viðmið sem gilda hér á landi. Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaks- varnir. Rúmur helmingur drengja undir átján ára aldri í framhaldsskólum hefur prófað rafrettu. Rafrettur eru og verða deilumál næstu árin og aðeins sagan mun skera úr um hvort það sé rétt að flokka þær sem tóbak eða ekki. landi sínu sjónvarpsstöð, sem eys yfir þá soranum einum úr andlegu lífi stórþjóðar. Slíka sendistöð ber að afmá, en ekki að magna, eins og nú hefur verið leyft.“ Síðar sögðu þeir: „Menn kunna að deila um, hvort Ís- lendingar geti staðið undir kostnaði af eigin sjónvarpi, en hitt ætti að vera ágreiningslaust, að betra sé að vera sjónvarpslaus en lúta að erlendu hermannasjónvarpi.“ Pípurnar miklu betri Sígarettuóþverrann hefur oft borið á góma í ræðustól. Eitt sinn þegar var verið að ræða varnir gegn sígarettureykingum lögðu þeir Jón Skaftason, Pálmi Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Benedikt Gröndal og Hannibal Valdimarsson fram þingsályktunartillögu þar sem bent var á skaðsemi sígarettunnar. En þar var einnig sagt að vindlar og pípur væru miklu betri kostur. Þau væru nánast skaðlaus. „Á það skal bent, að allt það, sem hér hefur verið sagt um reykingar, á aðeins við um sígarettureykingar. Enda þótt pípu- og vindla- reykingar séu ekki alveg hættu- lausar, er skaðsemi þeirra hverfandi borin saman við sígarettureykingar. Sjúkdóms- og dánarlíkur minnka, ef menn hætta reykingum og fara minnkandi með hverju ári sem líður, en ef menn treysta sér ekki til að hætta alveg, er pípa eða vindlar betra úrræði en sígarettur.“ Svo mörg voru þau orð. Aron Einar Gunnarsson, fyrir-liði íslenska karlalandsliðs-ins í knattspyrnu, og eigin- kona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, eignuðust dreng í gær. Barnið er þeirra annað barn en fyrir eiga þau soninn Óliver. Barnið kom í heiminn á Princess of Wales sjúkrahúsinu en fjölskyld- an býr í Wales þar sem Aron leikur með félagsliðinu í Cardiff. Landsliðsfyrirliðinn tilkynnti sjálfur um fæðingu drengsins á Instagram-síðunni sinni í dag og sagði eiginkonu sína vera hetju. Aron missti sem kunnugt er af fæðingu Ólivers þegar hann var í Kasakstan í landsliðsverkefni en guttinn kom fimm dögum fyrir settan dag. Aron verður ekki með í komandi verkefni gegn Sviss og Belgíu þar sem hann er meiddur og hefur ekki stigið inn á völlinn eftir að Cardiff hóf leik í ensku úrvalsdeildinni. – bb Ofurparið Aron og Kristbjörg eignuðust son Aron og Kristbjörg eru búsett í Wales þar sem Aron spilar með Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni. Litli guttinn kom í heiminn klukkan 14.18. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21Þ R I Ð J U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.