Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 38
Reykingar almennt Sé leitað á vef Alþingis má sjá að reykingar hafa farið fyrir brjóstið á alþingismönnum lengi. Sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson lagði orð í belg árið 1995 um reykingar: „Þess vegna hafa jafnvel í landi frelsisins, Banda- ríkjunum, verið teknar upp reglur og sett lög um það sem banna ekki aðeins reykingar t.d. í flugvélum og á veitingastöðum heldur banna líka reykingar á vinnustöðum. Svo hörð er lög- gjöfin í New York t.d., háborg viðskiptafrelsisins, að í skýjakljúfunum á Manhattan, í skýja- kljúfunum á Wall Street, þekktasta götunafni viðskiptafrelsisins í heiminum, er samkvæmt löggjöf bannað að reykja á hverri einustu hæð skýjakljúfanna.“ Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi alþingismaður, sá þarna ástæðu til að grípa fram í fyrir Ólafi og kallaði svo glumdi um þingsalinn: „Þetta er kolvitlaust fólk.“ Þess má geta að 370 dauðsföll á Íslandi árið 2015 mátti rekja til reykinga. Hræðslan við Kanasjónvarpið Íslendingar voru nánast í moldar- kofum þegar Kaninn kom. Og með Kananum kom Kanasjónvarpið. Þá var sótt að íslenskum ungmennum og andstæðingar Kanasjónvarpsins sáu sér leik á borði á Alþingi. Alfreð Gíslason læknir, Einar Olgeirsson, Finnbogi R. Valdimarsson og Lúðvík Jósefsson lögðu fram þingsályktun- artillögu þar sem stóð: „Íslendingar mega ekki una því lengur að hafa í Ástandið Jónas frá Hriflu lagði fram frumvarp til laga um varnir gegn kynsjúkdómum árið 1940. „Lögreglustjóranum í Reykjavík er heimilt að ákveða, að aðgangur að bryggjum Reykjavikurhafnar skuli óheim- ill kvenmönnum frá kl. 8 síðdegis til kl. 8 árdegis, nema þeim, sem eiga þangað brýnt erindi.“ Segir í frumvarpinu að mikill kynsjúkdómafaraldur gangi um Reykjavík og að lögreglan þurfi hvað eftir annað að sækja kvenfólk út í erlend skip. Þyki lögreglu- stjóra mikil nauðsyn að geta haldið þessum ófarnaði í skefjum með því að banna óviðkomandi og tortryggilegu kvenfólki aðgang að höfninni um kvöldtíma og nætur. Frumvarpið var fellt og eru konur velkomnar niður á höfn enn þann dag í dag, jafnvel eftir klukkan 20. Ríkið mátti bara flytja inn áfengi Einu sinni var það þannig að einungis ríkið mátti flytja inn áfengi. Engum öðrum var treystandi fyrir slíkum ósóma. Þegar rætt var um málið í þinginu sagði Ögmundur Jónasson í ræðustól: „Það á smám saman að tína fjaðrirnar af þessu fyrirtæki og þessari stofnun, iðn- aðardeildina þar sem t.d. kökudrop- ar eru framleiddir … Það er verið að stíga markviss úthugsuð skref í þá átt að leggja ÁTVR niður.“ Þess má geta að ÁTVR lifir enn ágætlega og framboð á áfengi hefur aldrei verið betra. Sænska tóbakið Sænska fínkorna munn- og neftóbakið hefur verið bannað síðan 2002. Íslensk ungmenni fóru þá að troða í sig íslenska ruddanum af miklum móð og voru seld um 40 tonn árið 2016. Árið 2002 voru seld um 10 tonn af ruddanum. Samkvæmt tölum Landlæknis enda um 70-80 prósent af seldu neftóbaki í munni ungmenna. Ekki er líklegt að innflutningur á sænska tóbakinu, sem hefur verið rannsakað í þaula, verði leyfður á ný í bráð. Þess í stað verða íslensk ungmenni að sætta sig við hið íslenska sem engin lang- tíma rannsókn hefur verið gerð á. Það mátti reykja í flugvélum Hér áður fyrr þótti sjálfsagt að það mætti reykja í milli- landaflugi. Þegar þrengt var að reykingamönnum fengu þeir reykingamenn sem ekki gátu hamið sig fjórar sæta- raðir aftast. Aðrir farþegar myndu nú ekki fá yfir sig reykinn. Þann 1. apríl 1993 ákváðu Flugleiðir að banna reykingar í flugi væri flugvélin á lofti í minna en tvær og hálfa klukkustund. Boð og bönn fortíðarinnar Ný reglugerð heil- brigðisráðherra um tilkynningar til Neytendastofu um markaðssetningu rafrettna og áfyll- inga fyrir rafrettur sem innihalda nikó- tín tók gildi 1. sept- ember. Alþingi hefur oft sett boð og bönn. Sum svínvirka en önnur ekki. Frétta- blaðið tók saman nokkur skrýtin lög sem hafa rúllað frá lagaborði Alþingis. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.