Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 12

Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 12
5. janúar 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN Margir höfðu orðið olíuævintýri á vörum í gær, þegar skrifað var undir fyrstu sérleyfin til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Bæði íslenzkir ráðamenn og útlendir samstarfsaðilar eru feikibjartsýnir á að olía kunni að finnast og Ísland verði innan nokkurra ára orðið olíuríki. Það gæti vissulega orðið niðurstaðan. En útkoman er enn um sinn mikilli óvissu háð. Það er ekki víst að olía finnist í vinnanlegu magni. Þótt hún sé til, er ekki þar með sagt að hag- kvæmt sé að vinna hana. Víða um heiminn er verið að leita að olíu og aðstæður í Norður-Atlantshafinu eru að mörgu leyti erfiðar. Stóraukið framboð á jarðgasi, sem unnið er úr leirsteinslögum og fjallað var um í helgarblaði Fréttablaðsins fyrir hálfum mán- uði, getur breytt alþjóðlegum orkumarkaði og gert vinnsluna óhagkvæma. Verði niðurstaðan engu að síður sú að hagkvæmt sé að bora eftir olíu á Drekasvæðinu er ótal spurningum ósvarað. Íslenzk stjórnvöld hafa enn sem komið er eingöngu mótað stefnu um skattlagningu olíufyrirtækjanna. Að öðru leyti vantar stefnu- mótun um það hvernig olíuríkið Ísland ætti að haga sér. Eitt stórt álitamál snýr að umhverfismálunum. Olíuvinnsla getur verið áhættusamur bransi, eins og stórslysið í Mexíkó- flóa fyrir fáeinum árum sýndi vel. Sambærilegt slys hefði enn alvarlegri áhrif á viðkvæmt lífríki norðurhafa og gæti stórskaðað útflutningshagsmuni Íslands í sjávarútvegi og annarri matvæla- vinnslu. Verði olíuvinnsla á annað borð leyfð, verður að gera til hennar gríðarlega strangar öryggiskröfur. Við mótun stefnu hljóta að vegast á annars vegar vonir um hagnað af olíuvinnslu og hins vegar sjónarmið um varðveizlu ímyndar Íslands sem lands hreinleika – og lands sem vill vera í forystuhlutverki á sviði þróunar loftslagsvænnar tækni og nýtingar annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis. Það er yfirlýst markmið íslenzkra stjórnvalda að draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og ákveðin þversögn í því fólgin að hefja þá vinnslu á því í stórum stíl. Á móti kemur það sjónarmið að olían mun áfram sjá heimsbyggðinni fyrir hluta orkuþarfar sinnar um langa framtíð og það væri ekki skynsamlegt að láta gríðarleg verðmæti á íslenzku yfirráðasvæði liggja ónýtt. Vítin eru líka til að varast þau hvað varðar áhrif olíuarðsins á hagkerfið. Olíuauðurinn olli á sínum tíma ofþenslu og sveiflum í Noregi. Norðmenn tóku hins vegar þá skynsamlegu ákvörðun að læra af þeirri reynslu og stofna margfrægan olíusjóð sinn. Það blasir við að hér verði strax farin sama leið, ekki sízt í ljósi þess að olían er ekki endurnýjanleg auðlind og finna þarf leiðir til að komandi kynslóðir eignist einnig hlutdeild í arðinum af henni, en honum verði ekki sólundað jafnóðum. Það er heldur að mörgu leyti ekki hollt fyrir íslenzkt hagkerfi að verða enn háðara náttúruauðlindum en það er í dag. Lönd sem eru rík af auðlindum vanrækja oft mannauð, menntun og þekking- argreinar sem geta stuðlað að sjálfbærum langtímahagvexti. Við þurfum að átta okkur fyrirfram á að sú hætta getur enn aukizt og vinna á móti henni. Nokkur ár munu líða þangað til fyrir liggur hvort hægt er að hefja olíuboranir á Drekasvæðinu. Þann tíma þarf að nýta til að móta heildstæða stefnu um þessi mál. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Skoða þarf íhlutun forsetans í því ljósi að ýmsir hafa áður talað á sama veg og gefið svipuð ráð um vandaðri máls- meðferð á Alþingi. Þá hafa allir helstu sérfræðingar í stjórnskip- unarrétti og stjórnmálafræðum við háskólana sett fram fræðileg sjón- armið um margvísleg álitaefni sem ekki hafa verið nægjanlega skoðuð, jafnframt því að leggja á ráðin um agaðri og málefnalegri vinnubrögð. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki unnt að skella skollaeyrum við slíkum athugasemdum. Forsetinn bland- aði sér ekki í málið fyrr en full- reynt var að forsætisráðherra ætl- aði ekki að hlusta. Sjálfur reifaði forsetinn ýmis álitaefni varðandi stjórnarskrána við þingsetningu haustið 2011. Viðvörunarljósin hafa því logað lengi. Aftur á móti hefur forsætisráðherra ekki svarað einni einustu athugasemd efnislega. Talsmenn hans hafa hins vegar ekki sparað háskólasamfélaginu háðsglósurnar. Forsetinn gerði grein fyrir íhlutun sinni á fundi ríkisráðs daginn fyrir nýársávarpið. Hún var því formbundin stjórnskipu- leg athöfn en ekki orðagjálfur í ræðu. Ríkisráðið er réttur vett- vangur fyrir forsetann til athafna sem þessara. Það lýsir stjórn- skipulegu mikilvægi málsins að leita þarf í skjalasöfnum að for- dæmi fyrir því að forseti hafi gripið til þessa ráðs í ríkisráðinu. Forsetinn taldi sig hafa hvort tveggja gild rök og pólitískt afl til að taka stærsta mál ríkisstjórn- arinnar fyrir á þessum vettvangi í því augnamiði að breyta fram- gangi þess og hvetja til breiðari samstöðu um efni þess. Það er stórt skref og markar stjórnskipulega nokkur tímamót. Rétt er að gera þá kröfu til for- sætisráðherra að hann bregðist við íhlutun forsetans með málefna- legum sjónarmiðum í ríkisráðinu. Síðan ber honum að gera Alþingi og þjóðinni grein fyrir þeim. Furðu sætir að ekki skuli þegar hafa verið boðað til nýs ríkisráðsfund- ar í þeim tilgangi. Tímamót í ríkisráðinu Forsetinn greindi þau álita-efni sem þarfnast frekari skoðunar nokkuð ítarlega. Það eru ekki síst atriði sem lúta að stjórnskipulaginu sjálfu og þeim leikreglum sem gilda eiga í óhjákvæmilegu samspili lög- gjafarvaldsins og framkvæmda- valdsins. Hver einstök grein í stjórnar- skrá kallar á jafn mikla rannsókn og jafn ítarlegar umræður eins og heill lagabálkur í almennri lög- gjöf. Forsetinn hefur einfaldlega bent á að þessi vinna er að stórum hluta eftir. Athugasemdir forsetans við þá hugmynd að leggja ríkisráð- ið niður er athyglisverð í ljósi þess að hann hafði engan annan stjórnskipulegan vettvang til að grípa inn í þetta mál. Þó að slíkar athafnir forseta eigi að takmark- ast við yfirvofandi stjórnskipu- leg stórslys má af þessu ráða að hyggilegt getur verið að viðhalda þessari stofnun æðstu handhafa framkvæmdavaldsins. Reynslan sýnir líka að í tíð fjög- urra síðustu ríkisstjórna hafa ráð- herrar stöku sinnum haft ærnar ástæður, jafnvel skyldu, til að nota þennan vettvang til að kippa forset- anum niður á jörðina. Af einhverj- um ástæðum hafa þeir þó látið það vera. En málið er að hvorki forset- inn né ráðherrarnir mega hanga í stjórnskipulega lausu lofti við slík- ar aðstæður telji þeir athafna þörf. Til hvers ríkisráð? Það bar ekki við um þessi áramót að forystumenn stjórnmálaflokkanna sendu frá sér boðskap sem líklegur er til að brjóta upp lokaða pólitíska stöðu. Vandinn er ekki skortur á hugmyndum; fremur hitt að ekki verður séð að unnt sé að binda þær saman með breiðri málamiðlun og af nægjan- legum styrk. Í nýársávarpinu setti forseti Íslands á hinn bóginn stórt strik í reikninginn til að breyta rás stjórnarskrármálsins og gera kröfur um ríkari samstöðu. Það var tilraun til að hefja málið úr átakafarvegi eða leiða það úr blindgötu og knýja forsætis- ráðherra t i l að sýna þessu mikla viðfangs- efni málefna- lega virðingu. Við venjuleg- ar aðstæður er það ekki hlutverk þjóðhöfðingjans að blanda sér í viðfangsefni Alþingis á þenn- an veg. Alla jafna væri það til- efni harðrar gagnrýni. Segja má að stjórnarskrárendurskoðun sé helsta málefnið sem réttlætt getur slíkt inngrip af hans hálfu og þó því aðeins að í mikið óefni stefni. Að öllu virtu verður að fallast á það stöðumat með forsetanum að rétt hafi verið að taka í taum- ana í ljósi þess hvernig forsætis- ráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa hald- ið á málinu eftir að stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum fyrir einu og hálfu ári. Jafnvel má líta svo á að forsetanum hafi verið þetta skylt eins og málið er vaxið. Hirting forsetans var sannar- lega óvenjuleg og hvöss en um leið hófsöm og studd málefnaleg- um athugasemdum. Hvöss en hófsöm hirting Berglind, zumba-, aquazumba-, fitpilates- og þolfimikennari Stundatafla: Mánudagar 17:30 Baðhúsið BRENNSLA, (zumba, stöðvar og margt fleira) Þriðjudagar 18:00 Sundlaug VATNSLEIKFIMI, (zumba og þolfimi í vatni) Miðvikudagar 17:30 Baðhúsið KÓSÝ, (kviður, bak og rass, slökun og teygjur) Fimmtudagar 18:00 Sundlaug VATNSLEIKFIMI, (zumba og þolfimi í vatni) Verðskrá janúar til maí: 2x í viku kr. 32.500 (ATH 5 mánuðir) 3x – 4x í viku kr. 50.000 (ATH 5 mánuðir) Markmið Rósanna vor 2013 • að setja okkur sjálfar í fyrsta sæti • að efla sjálfstraustið • að sættast við okkur eins og við erum • að æfa skemmtilega líkamsrækt • að æfa í uppbyggjandi félagsskap • að taka eitt skref í einu • að neyta fjölbreyttrar fæðu 4x á dag • að fá okkur einu sinni á diskinn • að sleppa narti á milli mála • að breyta hugarfarinu • að hugsa jákvætt og rökrétt Skráðu þig í síma 891-6901 eða á e.berglind@simnet.is Kærleikskveðja Berglind Nú á að nota tímann til að móta ýtarlega stefnu: Olíuævintýri? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.