Fréttablaðið - 05.01.2013, Qupperneq 38
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
Það er misjafnt eftir árum hversu marga aukafrídaga vinnandi fólk
fær. Árið 2013 verður eðalár á þessu sviði því fjórtán hátíðardagar á
árinu lenda á virkum vinnudögum. Það eru tveimur fleiri en árið 2012
og fjórum dögum fleiri en árið 2011. Það er þó ekki víst að vinnuveit-
endur séu sama sinnis þótt vissulega fái þeir frí líka. Þessir fjórtán
dagar eru fyrir utan sumar- og vetrarfrí. Þetta er aukabónus sem vert
er að gleðjast yfir á dimmum janúardögum.
■ Nýársdagur (þriðjudagur)
■ Skírdagur (28. mars) (alltaf fimmtudagur)
■ Föstudagurinn langi
■ Annar í páskum
■ Sumardagurinn fyrsti (25. apríl)
■ Uppstigningardagur (9. maí)
■ 1. maí (miðvikudagur)
■ Annar í hvítasunnu (20. maí)
■ 17. júní (mánudagur)
■ Frídagur verslunarmanna
■ Aðfangadagur jóla (þriðjudagur)
■ Jóladagur (miðvikudagur)
■ Annar í jólum (fimmtudagur)
■ Gamlársdagur (þriðjudagur)
2013 GEFUR MARGA
AUKAFRÍDAGA
Sigríður Anna Einarsdóttir starfar sem fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Um áramótin
2009-2010 ákvað hún að gefa út
hljómdisk með áramótalögum.
„Vinnan við diskinn fór fram á
árinu 2011 og kom út sama ár. Mót-
tökurnar hafa verið mjög góðar
sem segir mér að hugmyndin hafi
verið hárrétt,“ segir Sigríður Anna
um upphaf ævintýrisins í kringum
útgáfu disksins Áramóta- og þrett-
ándagleði.
ÁLFAR OG TALANDI KÝR
Fyrstu minningar Sigríðar Önnu
eru úr sveitinni undir Eyjafjöllum
þar sem hún ólst upp. „Þegar ég
var lítil í sveitinni söfnuðum við
krakkarnir saman eldiviði í þrett-
ándabrennu, kveiktum í og döns-
uðum í kringum eldinn og kveiktum
á stjörnuljósum. Við ímynduðum
okkur að kýrnar töluðu og að álfar
flyttust búferlum þarna uppi í fjöll-
unum.“
FÉLAGSRÁÐGJAFI GEFUR ÚT DISK
En hvað fékk hana til þess að fara
út í svona stórt verkefni? „Mig
langaði að fylla heimilið af meiri
stemmningu í kringum þrettánda
og áramót og langaði líka að hlúa
að þjóðararfinum. Ég beið þess allt-
af að einhver gæfi út hljómdisk sem
innihéldi áramótalög, en ekkert
gerðist. Á endanum ákvað ég því
bara að gefa út þennan disk sjálf.“
Í fyrstu áttu bara að vera áramóta-
og þrettándalög á honum en það
breyttist fljótt og við bættust þjóð-
sögur, nýársljóð, erindi um áramót-
in og að lokum nýársleikþáttur sem
Jón Hjartarson skrifaði sérstaklega
fyrir þessa útgáfu. „Þá fannst mér
viðeigandi að láta syngja „Nú árið
er liðið“ af nokkrum kynslóðum. Ég
setti saman kór sem ég kalla Kyn-
slóðakór og syngur hver hópur sitt
erindi. Allt að áttatíu ára munur er
á milli kynslóðahópanna í kórnum.
Það er ákaflega hugljúft að hlusta á
þennan flutning og auðvitað hlust-
ar maður bara með hjartanu.“
ALLT LAGT Í ÚTGÁFUNA
Hljómdiskurinn er tveggja diska
útgáfa og mjög eigulegur. „Ég fékk
til liðs við mig frábært fólk. Allir
voru boðnir og búnir að leggja
hönd á plóg og ég á hlýjar og góðar
minningar frá samstarfinu. Verð ég
öllu þessu fólki ævinlega þakklát.“
Vel yfir hundrað flytjendur komu
að gerð plötunnar; kórar, einsöngv-
arar, lúðrasveit, hljóðfæraleikarar,
leikarar og doktor í menningar-
sögu. Páll Orri Pétursson sá um
upptökuna. „Þetta var ótrúlega
mikil vinna og krefjandi en ég sé
ekki eftir einu einasta augnabliki.
Það er sérstök stemmning sem
fylgir því að hlusta á diskana. Ég
vildi gera hann þannig að hann
yrði partur af hátíðinni og skap-
aði áramótastemmningu á hverju
heimili, líkt og jóladiskarnir skipta
máli fyrir jólastemmninguna. Á
viðbrögðum fólks heyrist mér að
það hafa tekist, og það gleður mig
ómælt.“ Á þrettándanum ætlar
Sigríður Anna svo að fara á brennu,
borða góðan mat og skjóta upp
flugeldum. „Svo set ég diskinn á
og læt hann færa mér þrettánda-
stemmningu og hlakka mikið til,“
segir Sigríður Anna og hlær.
■ vidir@365.is
ÁKVAÐ AÐ GERA ÞETTA BARA SJÁLF
GAF ÚT DISK Sigríður Anna Einarsdóttir ólst upp við að halda áramót og þrettánda hátíðleg í sveitinni undir Eyjafjöllum. Fyrir
áramótin 2011 gaf hún út veglegan geisladisk með lögum, sögum, ljóðum og leikþætti sem öll eiga það sameiginlegt að snúast um
áramóta- og þrettándagleði.
DANSAÐ KRINGUM
ELDINN „Þegar ég var
lítil í sveitinni söfnuðum
við krakkarnir saman eldi-
viði í þrettándabrennu,
kveiktum í og dönsuðum í
kringum eldinn og kveikt-
um á stjörnuljósum,“ segir
Sigríður Anna.
MYND/ANTON
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Ferðaáætlun FÍ 2
013
er komin út