Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 40

Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 40
| FÓLK | HELGIN6 Grýla, Leppalúði, jólasveinarnir og jólin verða kvödd í samfylgd álfa, trölla, huldufólks og annarra vætta í Sólheimum í Grímsnesi á morgun, þrettándanum. Gleðin hefst í íþróttaleikhúsi Sólheima klukkan 16 þar sem gestum verður boðið að velja sér gervi, fá and- litsmálun og klæðast fjölbreyttum búningum í eigu Sólheima. Þegar klukkan slær 17 leiða álfakóngur og álfadrottning blys- för að brennustæði Sólheima við undirleik trommusláttar, söngs og sprells. Kveikt verður í tilkomumiklum bálkesti klukkan 17.10 og sungið og kveikt á blysum við þrettándabrennuna. Skemmtun á sviði hefst klukkan 17.30 og dagskráin endar með flugeldasýningu. Í Grænu könnunni verður boðið upp á ljúffenga Leppalúðasúpu og nýbakað lífrænt nornabrauð á foreldravænu verði. Rjúkandi heitt kakó og brakandi piparkökur verða einnig á boðstólum í anda jóla. Allir eru hjartanlega velkomnir í Sólheima. Margir hafa fyrir sið að koma einnig við á þrettándagleði Selfyssinga í bakaleiðinni, en blysför verður farin frá Tryggvaskála klukkan 20 að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti og jólin kvödd með glæsilegri flugeldasýningu í félagsskap álfa og trölla. Sé veðurútlit tvísýnt er rétt að athuga hvort dagskrá breytist áður en haldið er af stað. Sjá heimasíðurnar solheimar.is og arborg.is. Jólin kvödd í Sólheimum Fólk og forynjur með logandi kyndla á þrettándagleði í Sólheimum um jólin í fyrra. af öllum vörum 25-60% afsláttur Opið laugardag 11-16 www.worldclass.is NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST FRÁ 7. JANÚAR VERTU MEÐ!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.