Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 50

Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 50
| ATVINNA | Búseta Þroskaþjálfi, félagsliði og stuðningsfulltrúi óskast til starfa á heimili í Víðihlíð í 50% til 89% hlutastarf. Um er að ræða morgunvaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Hlutverk starfsfólks í búsetu er fyrst og fremst fólgið í því að leiðbeina og styðja íbúa í daglegu lífi. Upplýsingar veita Guðrún Guðmundsdóttir og Sigríður Árnadóttir í síma 568-0242 og 822-7242 milli kl.09.00-17.00. Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Skóla- og frístundasvið Staða leikskólaráðgjafa á fagskrifstofu leikskólamála á skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið auglýsir eftir leikskólaráðgjafa til að starfa á fagskrifstofu leikskólamála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar. Fagskrifstofa leikskólamála leiðir nýbreytni og þróun leikskólastarfs í Reykjavíkurborg, annast eftirlit með starfsemi leikskóla og dagforeldra og veitir þeim ráðgjöf og stuðning. Hlutverk hennar er enn fremur að undirbúa og taka þátt í stefnumótun skóla- og frístundaráðs, yfirfara og meta inntak skólanámskráa, starfsáætlana, fram- kvæmd innra mats og umbótaáætlana sem gerðar eru í kjölfar mats. Starfsmenn fagskrifstofu veita ráðgjöf vegna samstarfs við foreldra, bera ábyrgð á og sitja í fjölmörgum starfshópum og þverfaglegum teymum, auk þess að taka þátt í hönnun á húsnæði og útileiksvæðum leikskóla. Helstu verkefni • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk leikskóla • Frumkvæði að þróun og nýbreytni í leikskólastarfi • Innleiðing nýjunga í leikskólastarfi • Ráðgjöf og eftirlit við skólanámskrárgerð • Þátttaka í þróun matsatferða og innleiðingu þeirra Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg • Þekking og reynsla af leikskólastarfi • Góðir samskiptahæfileikar • Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hópi Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi og áhuga á þróun og nýsköpun á þeim vettvangi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf. Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi og áhuga á þróun og nýsköpun á þeim vettvangi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf. Upplýsingar um starfið veitir Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkurborgar, hildur.skarphedinsdottir@ reykjavik.is og í síma 693 9803 og Valgerður Janusdóttir, starfsmannastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg- ar, valgerður.janusdottir@reykjavik.is og í síma 411 11 11 sími: 511 1144 Forseti Félagsvísindasviðs HÍ PIPA R \TBW A SÍA 123772 Háskóli Íslands leitar að öflugum stjórnanda og leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum skólans. Félagsvísindasvið er stærsta svið Háskóla Íslands með um 4.800 nemendur og hátt í 200 fastráðna starfsmenn. Félagsvísindasvið býður upp á fjölda námsleiða í sex deildum: Félags- og mannvísindadeild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Forseti Félagsvísindasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Umsækjendur skulu hafa: akademískt hæfi sem og þekkingu og reynslu á háskóla- og/eða rannsóknaumhverfi, leiðtogahæfileika, metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn, ríka samskiptahæfni, víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Umsóknarfrestur er til 4. mars 2013. Nánari upplýsingar um umsóknargögn, starfið og ráðningarferlið er að finna á slóðinni: hi.is/skolinn/forseti_fvs Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands 5. janúar 2013 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.