Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 64
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 36
Heilabrot
BERGLIND REYNISDÓTTIR
sem er fjögurra ára gömul sendi krakkasíðunni
þessa fallegu mynd. Berglind á heima á Kristni-
braut í Reykjavík.
Laufey Kristjánsdóttir er átta
ára. Henni finnst gaman á
áramótunum og fagnar þeim
vanalega í faðmi fjölskyldunnar.
Mamma hennar á afmæli á ára-
mótunum og foreldrar hennar
eiga líka brúðkaupsafmæli, svo
að gamlárskvöld er mikið gleði-
kvöld hjá fjölskyldunni.
Í ár voru áramótin dálítið
öðruvísi en venjulega. Laufey
fór nefnilega til Austurríkis
með fjölskyldunni sinni og hún
tók skíðagræjurnar að sjálf-
sögðu með, því henni finnst
fátt skemmtilegra en að vera
á skíðum. En hvernig voru
áramótin öðruvísi í Austurríki
en á Íslandi? „Þau voru mjög
skemmtileg en ég sá ekki eins
marga flugelda og ég er vön og
það var dálítið skrýtið,“ segir
Laufey. Hún bætir við að dag-
arnir í fríinu hafi verið frá-
bærir, en fjölskyldan hélt jólin
á Íslandi. „Við fórum út eftir
jól til þess að vera á skíðum
og mamma mín átti afmæli
á gamlárskvöld.“ Laufey æfir
hjá skíðadeild Ármanns og
hefur gert það frá því hún var
fjögurra ára gömul. Hún er því
fim í íþróttinni og lætur engan
stöðva sig í brekkunum.
Reyndar hefur önnur vetrar-
íþrótt náð athygli hennar nýlega
en sú tengist ekki brekkum
heldur svelli. „Ég fékk skauta í
jólagjöf frá mömmu og pabba
og er búin að fara oft á skauta
síðan þá. Mér finnst skemmti-
legast að skauta á tjörninni,“
segir Laufey og hlakkar til að
æfa sig betur, en það verður
líklega ekki fyrr en hún kemur
heim til Íslands. Hún kveður og
heldur af stað niður brekkurnar í
austurrísku Ölpunum.
Fáir fl ugeldar í Ölpunum
Laufey Kristjánsdóttir fékk skauta í jólagjöf frá foreldrum sínum en varði
áramótunum í Austurríki, þar sem hún skíðaði niður brekkurnar í Ölpunum.
Í AUSTURRÍKI
Laufeyju þykir
fátt skemmti-
legra en að vera
á skíðum og var
því ánægð með
áramótaferð
fjölskyldunnar til
Austurríkis.
1. Hvað hefur maður á hægri hönd sem gengur á skíðum?
2. Hvað er það sem stendur í eldinum, án þess að brenna sig?
3. Hvenær hafa menn jafnmörg augu og dagar eru í árinu?
4. Veiðimaður sá tólf rjúpur sitja undir hrísrunna. Hann skaut eina.
Hversu margar voru eftir?
5. Hvert virðist sterkasta dýrið í heiminum?
6. Maður átti þrjá syni og hver þeirra eina systur. Faðirinn gaf þeim
hundrað þúsund krónur og bað þau að skipta þeim jafnt á milli sín.
Hvað kom í hlut hvers?
SVÖR
1. Fimm fingur. 2. Bókstafirnir í orðinu eldur. 3. 2. janúar. 4. Engin.
Hinar flugu burt. 5. Snigillinn. Hann ber húsið sitt á bakinu. 6. 25 þús-
und. Börnin voru fjögur.
Teikningar og texti: Bragi Halldórsson
25
„En gaman,“ sagði Lísaloppa glöð. „Sudoku gáta! Þær eru svo
skemmtilegar.“ Kata var ekki jafn glöð. „Hvað er þetta með
þig og stærðfræði?“ spurði Kata. „Þú fagnar öllum stærð-
fræðiþrautum.“ „Já ég geri það,“ sagði Lísaloppa. „Þær þjálfa
heilann.“ Kata dæsti. „Þjálfa heilann já, eins og maður þurfi
þess eitthvað.“ „Já heilinn er eins og vöðvarnir, þeir verða
ekki sterkir nema maður þjálfi þá.“ Þetta skildi Kata. „Allt í
lagi,“ sagði hún ákveðin. „Þjálfa heilann, hjólum í það,“ sagði
hún og bretti upp ermarnar.
8 5 3 7 2
2 1 6 7 5 8
2 8 9
7 2 8 4 3 6
5 9 6 8
8 1 3 2
6 8 3 7 2 5
4 5 9 7
3 4 8 6 9
Getur þú
hjálpað
Lísuloppu
og Kötu að
leysa þessa
Sudoku
þraut?