Fréttablaðið - 05.01.2013, Síða 72
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 44
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRLAUG JÚLÍUSDÓTTIR
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
3. janúar. Jarðarförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju fimmtudaginn 10. janúar
kl. 13.00.
Sverrir B. Valdemarsson
Brynhildur Sverrisdóttir Atli Guðmundsson
Júlíus Atlason Lilja Björk Einarsdóttir
Jórunn Atladóttir Albert Steinn Guðjónsson
Sóley Birna, Björgvin Atli, Bjarki Marinó og Gabríela.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓSKAR GUNNAR SAMPSTED
prentari,
Hraunbæ 70,
lést 28. desember sl. Jarðarförin fer fram
frá Árbæjarkirkju kl. 13.00 þriðjudaginn
8. janúar 2013.
Bryndís Óskarsdóttir
Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir Gunnar Antonsson
Elísabet S. Albertsdóttir Hörður S. Friðriksson
Viktoría Dröfn og Albert Óskar
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur stuðning og samúð vegna
andláts og útfarar
RANNVEIGAR HÁLFDÁNARDÓTTUR
Akranesi.
Ólafur H. Þórarinsson Sigríður B. Ásgeirsdóttir
Þórgunna Þórarinsdóttir
Kristín S. Þórarinsdóttir Unnþór B. Halldórsson
Þórunn R. Þórarinsdóttir Kristján Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir mín,
KRISTJANA ÓLÖF SVEINSDÓTTIR
teiknari,
Fjölnisvegi 13,
andaðist að kveldi Þorláksmessu
sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Kristjönu
Ólafar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
8. janúar og hefst athöfnin kl. 13.
Grímur Þ. Sveinsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
NJÁLL HARALDSSON
sem lést sunnudaginn 30. desember, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.
Ingigerður Karlsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR
Árskógum 8,
lést fimmtudaginn 3. janúar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR PÁLSSON
fv. yfirkennari,
sem lést 27. desember, verður jarðsunginn
frá Seljakirkju í Reykjavík miðvikudaginn
9. janúar kl. 13.00.
Jón P. Ásgeirsson
Rósa Ásgeirsdóttir Björn Gunnlaugsson
og barnabörn.
Okkar ástkæri,
BJÖRN KOLBEINSSON
lögfræðingur hjá EFTA,
lést af slysförum föstudaginn 28. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 11. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar
eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum.
Kolbeinn Sigurðsson Aðalheiður Ingvadóttir
Sigurður Kolbeinsson
Jóhannes Ingi Kolbeinsson Andrea Kristín Jónsdóttir
Friðdóra Dís Kolbeinsdóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir Pétur Jónsson
Elías Þórhallsson Berglind Inga Árnadóttir
Hrafnhildur Þórhallsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
mágur, afi og langafi,
BJARNI DAGBJARTSSON
Eirhömrum, Mosfellsbæ,
lést á Hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut miðvikudaginn 2. janúar sl.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 18. janúar nk. kl. 15.00.
Aðalheiður Bjarnadóttir Kristján Þór Ingvarsson
Dagbjartur Bjarnason Guðrún Steinþórsdóttir
Guðbjörg Bjarnadóttir Viðar Sigurðsson
Margrét Þyri Sigurðardóttir Jónas Eydal Ármannsson
Jóhann Haukur Sigurðsson Guðrún Leósdóttir
Hjálmtýr Dagbjartsson Hjördís Bogadóttir
Jón Sverrir Dagbjartsson Þóra M. Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Sagan um Karíus og Baktus kom
fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá
hafa þessir litlu þrjótar notið fádæma
vinsælda meðal barna víða um heim
enda skemmtilegri á sviði en í munni,
eins og segir í fréttatilkynningu leik-
hússins.
Þeir hafa skotið upp kollinum víða,
meðal annars í brúðukvikmynd,
á hljómplötu og í leikhúsi. Nú um
helgina birtast þeir á sviðinu í Kúlunni
í Þjóðleikhúsinu en Karíus og Baktus
er annað tveggja leikrita sem Þjóð-
leikhúsið setur upp í vetur til að fagna
aldarafmæli höfundarins, Thorbjörns
Egners.
Í verkinu segir frá tannálfunum
Karíusi og Baktusi sem hafa komið sér
fyrir í munninum á drengnum Jens.
Þar lifa þeir sældarlífi, enda er Jens
helst fyrir að borða alls kyns sætindi
og hann notar tannburstann lítið. Þess-
ir tveir hrappar skemma tennurnar í
Jens og þegar þeir gerast of aðgangs-
harðir verður Jens að fara til tann-
læknis. Í kjölfarið þurfa Karíus og
Baktus að glíma við tannbursta og bor.
Friðrik Friðriksson leikur Karíus en
Ágústa Eva Erlendsdóttir Baktus og
leikstjórn er í höndum Selmu Björns-
dóttur. Sýningin, sem verður frum-
sýnd í dag, tekur rúman hálftíma í
flutningi.
Skemmtilegri á sviði en í munni
Leikritið um Karíus og Baktus eft ir Thorbjörn Egner frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag.
BAKTUS OG KARÍUS Ágústa Eva Erlendsdóttir og Friðrik Friðriksson í hlutverkum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þetta er þriðji dagurinn minn í starfi
og ég er bara að koma mér inn í málin,
taka við að stjórna þeim viðburðum
sem búið er að skipuleggja á næstunni
og horfa lengra fram á við,“ segir Íris
Daníelsdóttir, nýr framkvæmdastjóri
menningarhússins Bergs á Dalvík. Hún
er menntaður viðskiptafræðingur frá
Háskólanum á Akureyri með áherslu á
markaðsmál.
Íris segir ótrúlega fjölbreytt starf í
húsinu fyrir alla aldurshópa, miðað við
smæð samfélagsins. „Hér er Bókasafn
Dalvíkurbyggðar, kaffihús og fjölnota-
salur sem tekur 160 manns í sæti og er
mikið notaður fyrir hvers kyns viðburði.
Þetta vinnur allt vel saman og húsið iðar
af mannlífi flesta daga,“ segir Íris og
tekur fram að á sumrin séu þar aðgengi-
legar upplýsingar fyrir ferðamenn á
svæðinu.
Menningarhúsið Berg var formlega
tekið í notkun 5. ágúst 2009. Það stend-
ur í hjarta bæjarins og úr anddyrinu er
fallegt útsýni yfir höfnina og út á Eyja-
fjörðinn. Íris segir þar gott fyrir fólk að
setjast niður, fá sér kaffi þegar kaffi-
húsið er opið, lesa blöðin og fara á netið.
Það sé líka upplagt fyrir minni sýningar
og móttökur. En er kaffihúsið ekki alltaf
opið? „Kaffihúsareksturinn hefur verið
í höndum annarra aðila en menningar-
hússins. Þeir hættu í nóvember. Nú er
verið að stækka eldhúsið og vonandi
fáum við nýja rekstraraðila í febrúar,“
svarar hún. En hvað er næst á dagskrá á
menningarsviðinu, fyrir utan þetta dag-
lega? „Um aðra helgi, 12. janúar, hefst
ný tónleikaröð sem nefnist Klassík í
Bergi. Þá halda Sæunn Þorsteinsdóttir
sellóleikari og Sam Armstrong píanó-
leikari fyrstu tónleikana í þeirri röð.“
Er Íris búsett á Dalvík? „Hér hef
ég búið allt mitt líf,“ segir hún. „Bara
skroppið að heiman nokkrum sinnum en
alltaf komið aftur.“ - gun
Húsið iðar af mannlífi
Íris Daníelsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri menningar-
hússins Bergs á Dalvík. Hún segir fj ölbreytt starf þar fyrir alla aldurshópa.
FRAMKVÆMDASTJÓRI BERGS Á DALVÍK
„Hér hef ég búið allt mitt líf. Bara skroppið
að heiman nokkrum sinnum en alltaf komið
aftur,“ segir Íris.