Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 76
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 48MENNING
BÆKUR ★★ ★★★
Töfrahöllin
Böðvar Guðmundsson
UPPHEIMAR
Jósep Malmholm situr
á flugvellinum í Frank-
furt þegar sagan hefst.
Hann lætur hugann reika
og rifjar upp æsku sína
og lífshlaup meðan hann
bíður þess sem verða vill.
Sögutíminn er líklega 2008, rétt
eftir hrunið stóra, en Jósep er þá
um fimmtugt. Hann segir sögu sína
frá fæðingu, af samskiptum við for-
eldra sína og ýmsa velgjörðarmenn
og af konunum í lífi sínu.
Einn af stærstu áhrifavöldum í
lífi aðalpersónunnar er Kormákur
Cooltran, athafnamaður sem ásamt
öðru rekur Varghól, veiðihús fyrir
erlenda stóreignamenn. Jósep er
ungur ráðinn þangað sem hesta-
sveinn og hórusmali (eins og hann
orðar það sjálfur) en starfsemi
Varghóls miðar að því að halda við-
skiptavinunum ánægðum og koma
bílar, hestar, lax, hórur og kókaín
þar mjög við sögu. Allt til þess að
Kormáki takist ætlunarverk sitt,
sem afhjúpað er undir lok bókar-
innar.
Lengst af er Jósep sannkölluð
andhetja. Hann er litlaus og óspenn-
andi karakter sem sífellt þráir
viður kenningu annarra. Hann tekur
aldrei afgerandi frumkvæði í sínu
lífi, heldur sveiflast bara með, er
undirlægja þeirra sem sterkari eru
en hann. Hugsjónir hans og skoð-
anir (ef hann hefur einhverjar)
eru ekki frá honum komnar heldur
apaðar upp eftir afa hans, Símoni
frænda á Stóra-Háfi eða Kormáki
Cooltran. Hann virðist gersamlega
vængbrotinn án kvenna og gerir
ótal tilraunir til að höndla ham-
ingjuna í kvenmannslíki, en það
gengur brösuglega. Jósep er enn
fremur á köflum ansi ógeðfelld
persóna, fullur af fordómum og
mannfyrirlitningu. Lýsing hans á
sjálfum sér þegar hann
í örvæntingu sinni hugs-
ar um að leita sér kvon-
fangs á netinu er nokkuð
nákvæm:
„Rúmlega fertugan
mann vantar góða konu
sem vill eiga með honum
börn. Reglusamur og í
góðri vinnu. Engin börn
frá fyrri hjónaböndum
eða samböndum. – Og
hvað meira? Þolir ekki
lykt af fólki, þolir helst
ekki að konan hafi komið nálægt
öðrum manni, ósjálfstæður, áhuga-
laus og áhrifagjarn. Las einu sinni
ljóð og spilaði á píanó. Löngu hætt-
ur hvoru tveggja.
Hvaða lifandi manneskja mundi
hafa áhuga á slíkum manni?“ (298-
299)
Því miður hittir Jósep hér nagl-
ann á höfuðið. Persóna hans er lítt
áhugaverð og vekur aldrei samúð
lesandans. Styrkur hans liggur
einkum í samskiptum hans við þau
Símon og Siggu á Stóra-Háfi, en þau
eru langgeðfelldustu persónur sög-
unnar. Dyggðum prýtt sveitafólk
sem reynist Jósep vel alla hans ævi
og þau laða það besta fram í honum.
Afinn Jósep er annar elskulegur
karakter og skemmtilegur, þótt
hann byggi á öllum sósíalistaklisj-
um sem til eru, blindur af aðdáun á
Sovétríkjunum og leiðtogum þeirra.
Töfrahöllin fjallar um stór-
mennskudrauma og mikilmennsku-
brjálæði á borð við þá sem leiddu
af sér hrunið, en líka um leit mann-
eskjunnar að viðurkenningu og
samastað í tilverunni.
Það er ef til vill ekki mjög gæfu-
legt að skrifa þetta í umsögn um
bækur, en hér á það vel við: Þessi
bók er allt of löng. Efnið er rýrt en
það er teygt yfir rúmar 400 síður,
sem gerir Töfrahöllina að einhverju
besta svefnmeðali jólavertíðarinn-
ar. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Löööng saga um stór-
mennskudrauma og leit manneskjun-
nar að samastað.
Saga af hestasveini
og hórusmala
Yngsta kynslóð íslenskra tónskálda
verður í aðalhlutverki á tónleikum
Caput í Kaldalóni í Hörpu í dag. Þar
með rekur hópurinn smiðshöggið
á þriggja tónleika röð í Kaldalóni,
sem haldnir voru í tilefni loka 25.
starfsárs hans en á fyrri tónleik-
unum voru leikin verk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og Atla Ingólfsson.
Á tónleikunum í dag verða leik-
in verk eftir sjö ung tónskáld: Árna
Frey Gunnarsson, Finn Karls-
son, Hafdísi Bjarnadóttur, Halldór
Smárason, Hauk Þór Harðarson,
Petter Ekman og Þórunni Grétu Sig-
urðardóttur.
Öll eiga þau það sameiginlegt að
hafa lært hjá Atla Ingólfssyni við
Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands.
Í tilkynningu frá Caput segir að þótt
þau hafi lært af sama kennara sé
ekkert þeirra steypt í sama mót og
megi því búast við fjölbreyttri tón-
list.
Caput hópurinn sérhæfir sig í
flutningi nútímatónlistar. Hann var
stofnaður 3. janúar 1988 og sigl-
ir því inn í 26. starfsár sitt nú um
mundir. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 17. Stjórnandi er Guðni Franzson.
Ungskáld í öndvegi hjá Caput
Caput rekur smiðshöggið á tónleikaröð í tilefni loka 25 ára starfsafmælis.
HAFDÍS BJARNADÓTTIR Verk hennar Krónan er á efnisskrá tónleika Caput hópsins
ásamt verkum eftir sex önnur tónskáld af yngri kynslóðinni.
OPIÐ
Í DAG FRÁ
11-16
SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP
Tölvutek • Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
.