Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 78
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 50
BÓKIN SEM
BREYTTI
LÍFI MÍNU
Eiríkur
Guðmundsson
rithöfundur
og gagnrýnandi
„Ég er ekki viss um að bækur geti breytt lífi
manns nema þegar maður er mjög ungur,
ómótaður og í vissum skilningi ekki neitt.
Seinna sannfærir maður sig um að þær hafi
skipt sköpum við mótun þeirrar myndar
sem maður vill draga upp af sjálfum
sér. Það má hins vegar tala um endur-
fæðingar. Þær hafa verið nokkrar í mínu
tilfelli, og tengst jafn ólíkum verkum og
fyrstu skáldsögum Einars Más þegar ég var
barnungur, ljóðum eftir Fernando Pessoa
og Rilke, og skáldsögum Faulkners, Do-
stójevskís, Kawabatas, og Leyndardómum
Hamsuns. Nýjasta endurfæðingin stendur
yfir andspænis síðustu verkum japanska
rithöfundarins Yukio Mishima, kvartett sem
lokið var þann 25. nóvember árið 1970,
daginn sem höfundurinn svipti sig lífi eins
og að var stefnt. Yfir þessu dauðans verki
endurfæðist ég á hverjum degi nú í myrkri
aðventunnar. Ég held mig þó til einföldun-
ar við Töfrafjallið, ógleymanlega skáldsögu
eftir þýska rithöfundinn Thomas Mann frá
árinu 1924. Hvað er fallegra en „elsk-
endur“ sem skiptast á röntgenmyndum?
Og er hægt að kynna persónu betur til
sögunnar en svona: „Þetta er Madame
Chauchat […] Hún er svo kærulaus.“
Ástin vaknar nær samstundis. Töfrafjallið
er ein þeirra bóka sem manni finnst
að rúmi allt. Ég reyni ekki einu sinni
að lýsa henni. Hún rak mig fyrir löngu
út á snævi þaktar svalir með þríarma
kertastjaka og nokkur Álafossteppi og
hafði varanleg áhrif. Síðan þá hef ég
aldrei fest rætur á flatlendinu.“
Töfrafj allið eft ir Thomas Mann
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR 05. JANÚAR 2013
Fundir
11.00 Edda Björgvinsdóttir talar á
laugardagsfundi Heilaheilla í Síðumúla
6. Allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir og aðgangur ókeypis.
13.30 Fundur Félags kennara á eftir-
launum verður haldinn á Grand-Hóteli.
Margrét Sveinbjörnsdóttir flytur erindi
um Þingvallasveit á 20. öld klukkan 15.
Erindið er undir yfirskriftinni Afdala-
sveit í alfaraleið.
Uppákomur
16.00 Myndbandsverkið The Shades of
Blue eftir Mariko Takahashi verður sýnt
í Bókabúðinni– verkefnarými í Skafta-
felli– miðstöð myndlistar á Austurlandi.
17.00 Svissnesku listamennirnir Livia
Salome Gnos og Stephan Perrinjaquet
hafa dvalið í gestavinnstofu Skaftfells
frá því í desember og ljúka nú dvöl
sinni með því að opna vinnustofuna
fyrir gestum.
Tónlist
16.00 Hrafnhildur Árnadóttir sópran
og Matthildur Anna Gísladóttir píanisti
flytja þekktar aríur úr óperubók-
menntum í Þjóðmenningarhúsinu.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr. 1.500
fyrir nemendur og ellilífeyrisþega.
SUNNUDAGUR 06. JANÚAR 2013
Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í
Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir
velkomnir.
19.00 Bridge tvímenningur er spilaður
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir
velkomnir.
Uppákomur
18.00 Þrettándabrenna verður haldin á
Ægisíðunni við KR-heimilið.
Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík verður haldinn að Stangarhyl
4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500
fyrir félaga í FEB í Reykjavík og 1.800
fyrir aðra gesti.
Tónlist
14.30 Dúó Stemma spilar á stokka og
steina á lokadegi sýningarinnar Teikn-
ing– þvert á tíma og tækni í Þjóðminja-
safni Íslands. Aðgangur er ókeypis.
Seinni skemmtun verður klukkan 15.30.
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Ókeypis aðgangur.
17.00 Þrettánda/nýárstónleikar verða
haldnir í Þjóðmenningarhúsinu. Spiluð
verður tónlist eftir Inga Bjarna Skúla-
son og ef til vill fleiri. Aðgangseyrir er
kr. 1.000.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.isFÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
HM SPORTPAKKINN inniheldur
áskrift að HM í handbolta auk þess
sem ÁFRAM ÍSLAND trefill fylgir með.
HM SPORTPAKKINN
Þú færð HM SPORTPAKKANN í handboltabás
Stöðvar 2 Sport í Kringlunni og í Skaftahlíð 24.
VALDIR LANDSLIÐSMENN
MÆTA OG ÁRITA PLAKÖT
Í HANDBOLTABÁS
STÖÐVAR 2 SPORT
Í KRINGLUNNI Í DAG
Á MILLI KL. 14 OG 16.