Fréttablaðið - 05.01.2013, Qupperneq 80
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 52
➜ Ferskan aspas er hægt að
kaupa stóran og lítinn. Sá litli er
hentugur til að nota í matar-
boð. Ótrúlega góður réttur og
fljótlegur sem kemur öllum
á óvart sem ekki hafa notað
ferskan aspas áður.
Halla Bára Gestsdóttir
Gunnar Sverrisson
homeanddelicious.com
1. Ferskur aspas með smjöri,
eggi og parmesan
Ferskan aspas er hægt að kaupa
stóran og lítinn. Sá litli er hentugur
til að nota í matarboð. Ótrúlega
góður réttur og fljótlegur sem kemur
öllum á óvart sem ekki hafa notað
ferskan aspas áður.
ferskur aspas, lítill, um 8–10 stönglar
á mann, stór 4-6 á mann
egg, 1 á mann
smjörklípa eða góð ólífuolía
rifinn parmesanostur
salt og pipar ef vill
Snyrtið aspasinn, það þarf að skera
trosnaða enda af honum að neðan.
Sjóðið í nokkrar mínútur í saltvatni
en suðutími fer algjörlega eftir stærð
stönglanna. Sjóða þarf aspasinn þar
til hann er mjúkur þegar stungið er í
hann með oddhvössum hníf.
Sjóðið egg, frekar lítið svo rauðan
springi yfir aspasinn. Athugið að hér
má fara einfaldari leið og spæla egg
í staðinn. Þerrið aspasstönglana og
setjið heita á disk. Smjör og olíu yfir.
Þá egg og nóg af parmesanosti. Salt
og pipar ef þið viljið.
2. Spagettí með humarsósu
600 g kirsuberjatómatar
1 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
½ laukur eða 2 skalottlaukar, saxaðir
1 hvítlauksrif, saxað
50 g smjör
salt og pipar
1½ dl hvítvín
400 g spagettí
750 g humar, skelflettur og hreinsaður,
skorinn í munnbita
1 dl rjómi
hnefi fersk basilíka, söxuð
Látið tómata, chilipipar, lauk,
hvítlauk og smjör malla á pönnu á
vægum hita í 10 mínútur eða þar
til laukurinn er mjúkur. Kremjið
tómatana á pönnunni. Saltið og
piprið. Hellið víninu yfir og látið
malla í 5 mínútur eða þar til vínið
hefur gufað upp.
Sjóðið spagettíið á þessu stigi elda-
mennskunnar.
Hellið rjómanum út í sósuna og
hrærið saman. Setjið humarinn út
í heita sósuna og látið malla í 2–3
mínútur eða þar til hann er heitur og
eldaður í gegn.
Blandið sósunni saman við spagettí-
ið. Stráið basilíku yfir áður en borið
er fram. Sumir vilja strá parmesanosti
yfir en ekki eru allir á því að nota
hann með fiski, svo ykkar er valið.
3. Grillaður ananas með
Nutella-súkkulaðisósu
Frábær leið til að nýta sér kosti
fersks ananass.
1 ferskur ananas, skorinn í sneiðar
½ bolli hnetur að eigin vali, pistasíur
og heslihnetur eru góðar, saxaðar
¼ tsk. vanilludropar
1/3 bolli mascarpone-ostur við stofuhita
1/3 bolli Nutella-súkkulaði í krukku
3 msk. rjómi
Afhýðið ananasinn og skerið í
sneiðar. Kjarnhreinsið. Gott er að
brúna á þessu stigi, á pönnu eða í
ofni, þær hnetur sem þið veljið að
nota í réttinn.
Hrærið vanilludropana saman við
mascarpone-ostinn og mýkið ostinn
vel. Gott er að láta hann standa við
stofuhita í nokkurn tíma svo betra sé
að eiga við hann.
Hitið Nutella og rjóma saman í potti
við vægan hita.
Grillið ananassneiðarnar á útigrilli
eða grillpönnu þar til hann er heitur
í gegn, um 3 mínútur á hlið. Snúið
sneiðunum bara einu sinni svo fal-
legar grillrákir myndist. Setjið tvær
sneiðar á disk. Dreypið Nutella-
sósu yfir, setjið mascarpone-klípu í
miðjuna og stráið hnetum yfir. Berið
fram heitt.
FERSKUR ASPAS,
HUMAR OG ANANAS
Hugmynd að réttum sem passa vel saman í létta og góða máltíð eða óformlegt
matarboð, jafnvel á þrettándanum. Ferskur aspas í forrétt, pasta með humri í
aðalrétt og ferskir ávextir í eft irrétt.
1
2
3
Nicotinell
með 15%
afslætti
í janúar
Við hlustum og ráðleggjum þér
15%
afslátt
ur af ö
llum
Nicotin
ell vöru
m
í janúa
r
Allar tegundir, allir styrkleikar
og allar pakkningastærðir.
Höfuðborgar-
svæðið
Austurver
Domus Medica
Eiðistorg
Fjörður
Glæsibær
Hamraborg
JL-húsið
Kringlan
Landsbyggðin
Glerártorg Akureyri
Hrísalundur Akureyri
Dalvík
Hella
Hveragerði
Hvolsvöllur
Keflavík
Selfoss
Vestmannaeyjar
Þorlákshöfn