Fréttablaðið - 05.01.2013, Page 96
FIMM
SPURNINGAR
Mest lesið
Er þetta ekki aðeins of hratt?
Nei, þvert á móti. Við getum
alltaf flutt fréttirnar hraðar og
betur. Það eru ekki allir frétta-
menn sem geta unnið á okkar
hraða. Reyndar er Bogi ansi snar
í snúningum.
Af hverju eiga skattgreiðendur að
borga fyrir svona aulahúmor?
Einfaldlega vegna þess að flestir
skattgreiðendur hafa gaman af
þessum húmor. Þetta eru ein-
faldlega fréttir vikunnar sagðar
hratt. Mæður okkar segja Hrað-
fréttir vera eina almennilega
fréttaþátt landsins og að skatt-
greiðendur ættu að vera stoltir af
því að fæða okkur og klæða.
Eiður Guðnason eða Álfheiður
Ingadóttir?
Þau eru bæði stórkostlegir kar-
akterar. Okkur finnst það mjög
virðingarvert hve annt Eiði er um
Ríkisútvarpið. Þá höfum við einn-
ig gaman af röggsemi Álfheiðar
á Alþingi. Það má eiginlega segja
að þau séu heiðursáhorfendur
Hraðfrétta. Það er ekki hægt að
gera upp á milli þeirra.
Eruð þið ekki hræddir um að
brenna út á tíma?
Nei, aldeilis ekki. Kastljós-Simmi
hefur ekki bara kennt okkur að
gæta hófs í mataræðinu, heldur
hefur hann kennt okkur það sem
hann hefur tamið sér í gegnum
árin: að brenna ekki út á tíma.
Hver eru áramótaheitin?
Við höfum ákveðið að bæta sam-
starfið okkar á milli. Það hefur
beðið lítils háttar hnekki. En
umfram allt viljum við segja enn
betur frá fréttum vikunnar. Pers-
ónulega ætlar Fannar að borða
minni fitu og meira prótín. Benni
hyggst verða betri vinur vina
sinna.
Benedikt Valsson
Starf: Hraðfréttamaður
Aldur: 24 ára
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Fannar Sveinsson
Starf: Hraðfréttamaður
Aldur: 24 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
1 Flugdólgur yfi rbugaður af farþegum
hjá Icelandair
2 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn
hafi verið íslenskur
3 Hefur svarað 200 fyrirspurnum vegna
hótana á netinu
4 Mengunarslys gjörbreytti lífi
skipverja á Röðli
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
www.saft.is
ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ
Á ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR
OG GERIR Á NETINU!