Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 12
Katrín tekur sem dæmi skjólstæð­ ing sinn sem kemur frá Darfur í Súdan. Hann hefur vottorð frá læknum um að vera of veikburða og andlega veikur til að ferðast en ætlunin er að senda hann til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglu­ gerðarinnar. Þar bjó hann á götunni þar til hann kom til Íslands. „Ef ég verð sendur burt frá Íslandi, þá mun ég fyrirfara mér,“ segir Iz El Din Mouhammed, sem er átján ára gamall og hefur verið á flótta frá unga aldri. „Ég mun hoppa út um gluggann.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki sé boð­ legt að senda hælisleitendur til Ítalíu og Grikklands vegna aðstæðna þar. Í svari innanríkisráðuneytisins er áréttað að þegar niðurstaða Útlend­ ingastofnunar er kærð þá fari endur­ skoðun á málinu fram hjá sjálfstæðri stjórnsýslunefnd, kærunefnd útlend­ ingamála. „Þannig er fjallað um slík mál á tveimur stjórnsýslustigum.“ erlabjorg@frettabladid.is StjórnSýSla Ávallt fer fram einstak­ lingsbundið mat á því hvort veita eigi gjafsókn vegna málareksturs, einnig þegar sótt er um gjafsókn þar sem ætlunin er að leggja fyrir dómstóla að fara yfir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. Þetta kemur fram í svari innanríkis­ ráðuneytisins við fyrirspurn Frétta­ blaðsins um hvort stefnubreyting hafi orðið í gjafsóknarveitingu hælisleit­ enda sem skulu sendir burt á grund­ velli Dyflinnarreglugerðarinnar. Einnig segir að gjafsókn sé einungis veitt ef gjafsóknarnefnd mæli með því. Við mat á gjafsókn er grund­ vallar skilyrði að málstaður umsækj­ anda gefi nægilegt tilefni til máls­ höfðunar. Í vikunni fengu þrír hælisleitendur synjun um gjafsókn sem lögmaður þeirra, Katrín Oddsdóttir, sagði afar óvenjulegt enda hefði verið þrýst á hana af meðal annars Rauða kross­ inum að taka málin að sér. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Vinsamleg borg fyrir börn og unglinga H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hjálmar Sveinsson, Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur, Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt og Trausti Jónsson tómstunda- og félagsmálafræðingur taka til máls en þau hafa öll reynslu og þekkingu á því að móta umhverfið út frá þörfum barna og ungmenna. Spurt verður: Hvernig má auka leikgleðina í borgarrýminu? Hvernig á að skipuleggja skemmtilega, skapandi og örugga borg fyrir börn? Fundurinn er bæði fyrir fag- og áhugafólk um vinsamlega borg og gott skipulag. Allir velkomnir, kaffihúsastemming og rjúkandi kaffi á könnunni. Hvernig má skipuleggja borg fyrir börn og unglinga? – er spurning sem glímt verður við í fundarröð sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs. Sagt hefur verið að borg sem er vinsamleg börnum sé jafnframt góð fyrir alla aðra. Aðbúnaður barna og unglinga er því gott viðmið í borgum. Fundur þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20 á Kjarvalsstöðum Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél WM 14K267DN Tekur mest 7 kg. Með íslensku stjórnborði og íslenskum leiðarvísi. 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. 15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar hefur verið leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta („antiVibration Design“). Sjálfhreinsandi þvottaefnishólf. Tilboðsverð: Fullt verð: 109.900 kr. 87.900 kr. Ariel fljótandi þvottaefni fylgir með öllum Siemens þvottavélum. Ekki stefnubreyting að hafna gjafsókn Einstaklingsbundið mat fer ætíð fram vegna mögulegrar gjafsóknar. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Vinnumarkaður Öllum vinnustöðum er skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Eygló Harðardóttir, félags­ og húsnæðismála­ ráðherra, hefur sett nýja reglugerð þess efnis. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt að gera áhættumat. Í nýju reglugerðinni er með skýrum hætti kveðið á um að við gerð slíks áhættumats skuli einnig greina áhættuþætti eineltis, áreitni og ofbeldis. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir Eygló setningu reglugerðar­ innar mikilvægan áfanga og vonast til að betur verði tryggt að tekið sé skipulega og faglega á ofantöldum vandamálum. – ebg Skylda að hafa áætlun gegn einelti og áreitni Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráð- herra Víetnam Bandarísk stjórnvöld hafa birt Fríverslunarsamning Kyrrahafs­ ríkjanna (TPP), sem undirritaður var í síðasta mánuði. Meðal þeirra víðtæku áhrifa, sem samningurinn í aðildarríkjunum tólf hefur, er að kommúnistastjórn­ in í Víetnam hefur fallist á réttindi verkafólks til að mynda stéttarfélög og efna til verkfalla. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu. Samningurinn felur annars í sér niðurfellingu flestra tolla og við­ skiptahindrana milli ríkjanna tólf, sem samtals ná yfir 40 prósent af hagkerfi heimsins. Barack Obama Bandaríkjafor­ Víetnam leyfir verkföll Fríverslunarsamningi Kyrrahafs- ríkjanna hefur verið harðlega mótmælt víða um heim. Fréttablaðið/EPa Ef ég verð sendur burt frá Íslandi, þá mun ég fyrirfara mér. Ég mun hoppa út um gluggann. Iz El Din Mouhammed, hælisleitandi seti stærði sig í gær meðal annars af mikilvægi samningsins fyrir réttindi verkafólks í ríkjunum tólf. – gb iz El Din kom til Íslands fyrir ári og hefur átt við alvar- legt þunglyndi að stríða. Fréttablaðið/VilHElm 7 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 l a u G a r D a G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.