Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 16

Fréttablaðið - 07.11.2015, Page 16
Ragnar Axelsson hefur í gegnum tíðina tekið mikinn fjölda ljósmynda , bæði í lit og svarthvítu sem hafa birst í blöðum og tímaritum um allan heim, þar á meðal LIFE, TIME og National Geographic. RAX púðaver með 15 mismunandi ljósmyndum eftir Ragnar Axelsson 3.999kr Sýning og málstofur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Dagana 13. og 14. nóvember breytum við Ráðhúsinu í suðupott upplýsingamiðlunar og umræðu um húsnæðismál. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Þúsundir íbúða eru á teikniborðinu. Hvar munu þær rísa? Breyttar áherslur í húsnæðismálum. Er verið að byggja í takt við breyttar áherslur almennings? Áskoranir og lausnir. Hvernig kemst ungt fólk í sitt fyrsta húsnæði? Hvort er betra að eiga eða leigja? Sýning og málstofur eru öllum opnar. reykjavik.is/uppbygging Nýjar íbúðir í Reykjavík skagafjörður Atvinnunefnd Skaga­ fjarðar vill að atvinnuvegaráðuneytið endurskoði ákvörðun um að fella niður byggðakvóta til Sauðárkróks og lækka kvótann úr  40 í 34 tonn. „Nefndin fer fram á að byggðakvóta verði úthlutað til Sauðárkróks líkt og undanfarin ár þar sem niðurfelling kvótans yrði mikið högg fyrir smá­ bátasjómenn á staðnum en sautj­ án  smábátar frá Sauðárkróki nýttu síðustu úthlutun byggðakvótans,“ segir nefndin og biður um tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Hofsósi. „Hofsós hefur átt undir högg að sækja frá því fiskvinnsla lagðist þar af og því mikilvægt að úthlutað sé auknum byggðarkvóta til byggðar­ lagsins líkt og gert hefur verið gagnvart byggðarlögum sem fengið hafa að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar. Hofsós er á biðlista eftir að fá að taka þátt í því verkefni.“ – gar Smábátasjómenn sagðir fá á sig þungt högg Skagfirðingar vilja óbreyttan byggða- kvóta. Fréttablaðið/Pjetur 34 tonna byggðakvóti rennur til Sauðárkróks, í stað 40 tonna. Bandaríkin Barack Obama Banda­ ríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL  olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. Ef olíuleiðslan yrði lögð myndi hún vera um 1.900 km á lengd og hefði getu til að flytja um 800 þúsund tunnur af olíu til Nebraska. Umræðan um lagningu leiðsl­ unnar hefur verið mikið bitbein í bandarískum stjórnmálum og umhverfisverndarsamtök þar í landi telja lagningu hennar geta valdið gríðarlegu umhverfistjóni. Obama sagði í ræðu sinni að ólíklegt væri að leiðslan myndi hafa mikil áhrif á bandarískan efnahag. „Á meðan stjórnmálamenn voru að rífast um það hvort olíuleiðslan myndi lækka eldsneytiskostnað og skapa störf tókum við frumkvæðið og lækkuðum eldsneytiskostnað og sköpuðum fleiri störf,“ sagði hann. Fyrirtækið TransCanada hefur barist fyrir lagningu leiðsl­ unnar undanfarin ár. Trans­ Canada, sem hefur hingað til lagt hart að bandarískum yfirvöldum, dró umsókn sína um lagningu leiðslunnar óvænt til baka en grunur lék á að Obama myndi hafna umsókninni. Justin Trudeau, sem nýlega tók sæti forsætisráðherra Kanada, hefur verið stuðningsmaður olíu­ leiðslunnar en hann hefur ekki tjáð sig um málið eftir að hann sór embættiseið á miðvikudaginn. Stephane Dion, utanríkisráðherra Kanada, sagði á fimmtudaginn að ríkisstjórnin styddi Keystone XL en myndi ekki hætta á að spilla sam­ skiptum sínum við Bandaríkin vegna þessa. Ákvörðun Obama þykir skipta máli í aðdraganda loftslagsráð­ stefnunnar sem haldin ve r ð u r í París í lok mánaðar. stefanrafn@frettabladid.is Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Bandaríkjaforseti segir að 1.900 kílómetra löng olíuleiðslan myndi ekki örva bandarískan efnahag. © GRAPHIC NEWSSource: Fréttaveitur Keystone XL olíuleiðslan kæmi til með að flytja hráolíu úr tjörusöndum í Alberta um 1900 kílómetra leið til Nebraska. Hardisty Patoka Winnipeg 300 miles 500km Nederland MEXÍKÓ Bandaríkin Tillaga að nýrri leiðslu Núverandi leiðsla KANADA Mexíkófló Houston Ogalla grunnvatns- svæðið Tjöru- sandar Steele City Baker Cushing ✿ keystone XL olíuleiðslan barack Obama justin trudeau Lagning Keystone XL olíuleiðslunnar hefur verið mikið bitbein í bandarískum stjórnmálum og hafa um- hverfisverndarhópar sett sig upp á móti henni. 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 5 L a u g a r d a g u r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.